Mikilvæg niðurstaða um framtíðina

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti tillögurnar á fundi í gær.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti tillögurnar á fundi í gær. mbl.is/Eggert

Ekki verður af áformum um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi að sinni, verði farið eftir tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi. Þetta er ljóst eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kynnti niðurstöður starfshópsins í gær, en þar er lagt til að áhættumat Hafrannsóknastofnunar verði lagt til grundvallar þegar kemur að leyfisveitingu fyrir sjókvíaeldi.

Ráðherrann bendir þó á að áhættumatið sé lifandi skjal, sem skipti miklu máli.

„Matið hefur verið gagnrýnt af hálfu ýmissa, sveitarstjórnarmanna og vísindamanna þar á meðal. Hafrannsóknastofnun tekur það mjög alvarlega og er að fara yfir sín gögn. Stofnunin undirstrikar það að þetta er lifandi plagg og getur tekið breytingum, bæði í þá veru að auka fiskeldi og minnka það,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við blaðamann og leggur áherslu á að stjórnmálamenn fari eftir ráðleggingum vísindamanna.

„Það hefur gefist okkur vel í fiskveiðistjórnunarkerfinu og af hverju ekki í fiskeldi sömuleiðis?“

Fiskeldi á Austfjörðum.
Fiskeldi á Austfjörðum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sex ára bið frá fyrstu slátrun

Starfshópurinn leggur meðal annars til að rekstrarleyfishafar í sjókvíaeldi greiði auðlindagjald sem miðað verði við framleiðslumagn eldisfisks í sjó, eða allt að 15 krónur á hvert framleitt kíló af eldislaxi. 85% auðlindagjaldsins renni þá til uppbyggingar á þeim svæðum sem nýtist við uppbyggingu fiskeldis.

Enn fremur er lagt til að fyrirtæki fái sex ára biðtíma á greiðslu auðlindagjalds, talið frá þeim tíma þegar fyrsta slátrun hefst úr eldiskvíum þess. Eldi ófrjórra laxa verði þá tímabundið undanþegið greiðslu auðlindagjalds auk þess sem 50% afsláttur verði settur á greiðslu gjaldsins vegna eldis regnbogasilungs.

„Ég geri ráð fyrir hópurinn hafi meðal annars horft til Noregs í þessum efnum, þar sem gagnrýnt hefur verið að þau gjöld sem greidd eru fyrir fiskeldið hafi ekki runnið nægilega mikið inn á svæðin sjálf, sem leggi mikinn kostnað í að byggja upp innviði fyrir fiskeldið,“ segir Þorgerður Katrín.

„Það er örugglega rót að meiri sátt um fiskeldið, að stór hluti auðlindagjaldsins renni til þeirra svæða sem verið er að byggja upp.“

Gert er ráð fyrir að eftirstandandi 15% gjaldsins renni í Umhverfissjóð sjókvíaeldis, til að efla rannsóknir í fiskeldi. „Það er einnig mikilvægt, að veita fé í það sem þetta allt hvílir á. Áhættumatið og vísindaleg ráðgjöf,“ segir ráðherrann.

Frá fiskeldi í Berufirði.
Frá fiskeldi í Berufirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Svolítið eins og villta vestrið

Spurð hvað henni finnist markverðast í tillögum hópsins segir Þorgerður það vera að hópurinn, settur saman af þessum ólíku hagsmunaaðilum, komist að þessari sameiginlegu niðurstöðu.

„Hann kemur sér að sameiginlegri niðurstöðu, það skiptir miklu máli upp á framhaldið. Þá er byggt á grundvelli sjálfbærni og vísindalegrar þekkingar, en í því felst mikilvæg leiðsögn til okkar sem erum í stjórnmálunum, að gera það,“ segir hún og bætir við að tillaga um nýtt fyrirkomulag við útgáfu leyfa sé um leið gríðarlega mikilvæg.

„Þetta er svolítið eins og villta vestrið í dag og við þurfum að koma böndum á það.“

„Flýtið ykkur hægt“

Eins og Morgunblaðið greindi frá í síðustu viku átti Þorgerður þá fund með norska sjávarútvegsráðherranum, Per Sandberg, en hún var þar í landi til að sækja stóra ráðstefnu um fiskeldi. Segir hún augu Norðmanna nú beinast að Íslandi.

„Þeir eru áhugasamir um það hvernig við ætlum að útfæra áhættumatið og hvaða kröfur við munum gera til þess. Norðmenn, stærsta fiskeldisþjóðin, eru ennþá augljóslega að læra. Og ef það var einhver leiðsögn sem ég fékk, frá Norðmönnum og stærstu eigendum norsku fiskeldisfyrirtækjanna, þá var það þessi: „Flýtið ykkur hægt.“ Sumir af þeim eru eigendur líka í íslenskum fiskeldisfyrirtækjum en þeir voru á sama máli: „Flýtið ykkur hægt, en gerið þetta rétt.“

Þorgerður Katrín segir að næsta skref sé að leggja fram lagafrumvarp sem byggist á tillögunum, „og reyna að skerpa á reglum og stefnumótun í fiskeldi til að styðja við stöðugleika í atvinnugreininni og fyrirsjáanleika fyrir aðra hagsmunaaðila, þar á meðal veiðiréttarhafa“.

520 bein störf og 416 afleidd

Til þess að meta möguleg áhrif fiskeldis á byggðir landsins fór starfshópurinn þess á leit við Byggðastofnun að unnin yrði skýrsla um möguleg byggðaleg áhrif fiskeldis.

Í skýrslu stofnunarinnar er meðal annars gert ráð fyrir að séu framleidd 40.000 tonn af eldisfiski á ári hafi það í för með sér í kringum 520 bein störf og um leið 416 afleidd störf. Samtals geti þá 2.246 íbúar fengið afkomu sína frá slíku fiskeldi samkvæmt útreikningum Byggðastofnunar.

Útflutningsverðmæti fiskeldisafurða er einnig reiknað út frá umræddri 40 þúsund tonna framleiðslu. Er verðmætið til dæmis sagt geta numið allt frá 21,7 milljörðum króna á ári og upp í 38,7 milljarða, eftir kílóverði hverju sinni.

Samkvæmt framangreindu liggi „mikil tækifæri til eflingar atvinnulífsins og byggðar í landinu í uppbyggingu og starfsemi fiskeldis,“ eins og segir í skýrslu starfshópsins.

Einar K. Guðfinsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva.
Einar K. Guðfinsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva. mbl.is/Ómar

Hillir undir breytingar

Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Landssambands fiskeldisstöðva, er einnig á því máli að atvinnugreinin feli í sér töluverð tækifæri.

„Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé fengin sameiginleg niðurstaða þeirra sem mest hafa deilt um hvernig byggja eigi upp fiskeldi á komandi árum hér á landi. Það eru mjög mikil tækifæri í þessari grein og nú vænti ég að með þessari niðurstöðu sé verið að greiða leið fyrir því að hægt verði að úthluta leyfum til fiskeldis.“

Einar segir að lítið sem ekkert hafi verið gert hvað það varðar undanfarin ár. Nú hilli undir breytingar á því.

Stóridómur ekki kveðinn upp

„Meginniðurstaða nefndarinnar er sú að lagt er upp með að fiskeldi byggist upp á grundvelli þekkingar og vísinda, meðal annars á burðarþolsmati fjarðanna og áhættumats. Fiskeldismenn fagna því.

Ég vil hins vegar undirstrika að með niðurstöðunni er ekki verið að kveða upp neinn stóradóm um þá niðurstöðu sem fékkst í áhættumati Hafrannsóknastofnunar í júlí, heldur eingöngu verið að vísa til þess að byggt verði á áhættumati yfir höfuð,“ segir Einar og bætir við að hann líti þar með svo á, að engar breytingar verði gerðar á umræddu áhættumati nema þær séu studdar óyggjandi vísindalegum rökum.

Fjármagnsfrek atvinnugrein

Spurður hvað honum finnist um tillögur að auðlindagjaldi segir Einar að þær hafi verið niðurstaða nefndarinnar.

„Það er gert ráð fyrir að fyrirtækin fái umþóttunartíma, frá fyrstu slátrun, svo þau hafi ráðrúm til að byggja sig upp. Fiskeldi er gríðarlega fjármagnsfrek atvinnugrein og þörf er á mikilli fjárbindingu árum saman áður en fyrstu tekjurnar byrja að sjást.

Því er mikilvægt að fá þennan griðatíma og ég tel um leið skynsamlegt að gjaldinu verði einkum ráðstafað til byggðanna, ekki veitir nú af.“

Spurður hvort hann bindi vonir við að væntanlegt lagafrumvarp fái góðan farveg á Alþingi segist Einar gera það. Um sé að ræða samstöðu í undirbúningshópnum sem ætti að verða til að greiða málinu leið. „En sem gamall þingmaður ætla ég nú samt ekki að lofa neinu eða spá neitt um það sérstaklega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.12.24 666,82 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.12.24 489,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.12.24 274,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 27.12.24 425,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.12.24 Háey II ÞH 275 Lína
Þorskur 4.293 kg
Ýsa 221 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 4.572 kg
27.12.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 282 kg
Steinbítur 56 kg
Ýsa 45 kg
Langa 23 kg
Karfi 1 kg
Samtals 407 kg
27.12.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 3.291 kg
Ýsa 2.727 kg
Samtals 6.018 kg
27.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.12.24 666,82 kr/kg
Þorskur, slægður 22.12.24 707,99 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.12.24 489,78 kr/kg
Ýsa, slægð 22.12.24 174,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.12.24 274,00 kr/kg
Ufsi, slægður 22.12.24 62,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 27.12.24 425,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.12.24 Háey II ÞH 275 Lína
Þorskur 4.293 kg
Ýsa 221 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 28 kg
Samtals 4.572 kg
27.12.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Þorskur 282 kg
Steinbítur 56 kg
Ýsa 45 kg
Langa 23 kg
Karfi 1 kg
Samtals 407 kg
27.12.24 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 3.291 kg
Ýsa 2.727 kg
Samtals 6.018 kg
27.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Hvf C 1.236 kg
Samtals 1.236 kg

Skoða allar landanir »