Færeyjar vilja fríverslun við Rússa

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Færeyingar hafa unnið hörðum höndum að því að landa fríverslunarsamningi við Rússland. Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja, heimsækir Rússland í næsta mánuði og er málið á dagskrá heimsóknarinnar samkvæmt fréttavefnum Undercurrentnews.com.

Fram kemur í fréttinni að sambandið á milli Þórshafnar og Moskvu hafi verið gott um árabil. Færeyjar hafi verið fyrsta vestræna landið til þess að semja um tvíhliða fiskveiðisamning við Sovétríkin árið 1977. Síðan hafi þjóðirnar tvær unnið náið saman í sjávarútvegsmálum.

Þegar Bandaríkin, Evrópusambandið, Noregur og Ísland hafi sett viðskiptaþvinganir á Rússa vegna innlimunar þeirra á Krímskaga árið 2014 hafi Færeyingar verið ein af fáum þjóðum sem rússnesk stjórnvöld hafi ekki refsað með gagnaðgerðum á viðskiptasviðinu.

Taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum

Færeyingar eru ekki þátttakendur í refsiaðgerðunum gegn Rússum og fyrir vikið hefur útflutningur á sjávarfangi frá Færeyjum til Rússlands aukist stórkostlega síðustu árin samhliða því sem Rússar hafa lokað fyrir innflutning meðal annars frá Íslandi og Noregi.

Greint var frá því í vor að verðlag á færeysku sjávarfangi til Rússlands hefði lækkað í kjölfar þess að Rússar væru farnir að kaupa sjávarafurðir frá öðrum ríkjum til að fá hagstæðara verð. Eftir sem áður héldi útflutningur Færeyinga til Rússlands áfram að aukast.

Þannig hafi til að mynda árlegur útflutningur Færeyinga á makríl til Rússlands aukist um 215% frá árinu 2013 og á ferskum laxi um 612%. Færeyingar hafa reynt að gera lítið úr áhrifum viðskiptaþvingananna og sagt ástæðuna öfluga markaðssetningu um árabil.

Fríverslunarviðræður EFTA og Rússa á ís

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA), sem Ísland er aðili að, áttu í fríverslunarviðræðum við Rússland þegar innlimun Krímskaga átti sér stað og fóru viðræðurnar á ís í kjölfarið samkvæmt ákvörðun samtakanna. Viðræðurnar hafa ekki verið teknar upp aftur síðan.

Færeyingar stefna einnig að því að semja um fríverslun við Kína og tilkynnt var í dag að gengið hafi verið frá fríverslunarsamningi á milli Færeyja og Tyrklands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.12.24 645,24 kr/kg
Þorskur, slægður 30.12.24 734,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.12.24 500,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.12.24 505,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.12.24 242,05 kr/kg
Ufsi, slægður 30.12.24 335,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 30.12.24 355,92 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 1.834 kg
Karfi 1.673 kg
Ufsi 1.498 kg
Samtals 5.005 kg
31.12.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 528 kg
Samtals 528 kg
31.12.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 8.471 kg
Ýsa 2.517 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 11.019 kg
31.12.24 Birtingur NK 119 Botnvarpa
Karfi 574 kg
Samtals 574 kg
30.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 250 kg
Ýsa 118 kg
Steinbítur 62 kg
Sandkoli 16 kg
Þykkvalúra 6 kg
Samtals 452 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.12.24 645,24 kr/kg
Þorskur, slægður 30.12.24 734,68 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.12.24 500,19 kr/kg
Ýsa, slægð 30.12.24 505,97 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.12.24 242,05 kr/kg
Ufsi, slægður 30.12.24 335,13 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 30.12.24 355,92 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.12.24 Björg EA 7 Botnvarpa
Ýsa 1.834 kg
Karfi 1.673 kg
Ufsi 1.498 kg
Samtals 5.005 kg
31.12.24 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 528 kg
Samtals 528 kg
31.12.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 8.471 kg
Ýsa 2.517 kg
Steinbítur 31 kg
Samtals 11.019 kg
31.12.24 Birtingur NK 119 Botnvarpa
Karfi 574 kg
Samtals 574 kg
30.12.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 250 kg
Ýsa 118 kg
Steinbítur 62 kg
Sandkoli 16 kg
Þykkvalúra 6 kg
Samtals 452 kg

Skoða allar landanir »