Vestfirðingum gæti fjölgað um 900

Um 450 manns sitja íbúafund í íþróttahúsinu á Ísafirði í …
Um 450 manns sitja íbúafund í íþróttahúsinu á Ísafirði í dag. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson

Yrði 25 þúsund tonna laxeldi leyft við Ísafjarðardjúp gæti það skapað 260 ný störf á um áratug og um 150 afleidd störf til viðbótar. KPMG telur að íbúaþróun myndi snúast við og áætlar að fjölga myndi um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki.

Þetta er meðal niðurstaðna greiningar KPMG fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða á áhrifum mögulegs laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Skýrslan var kynnt á fjölmennum íbúafundi á Ísafirði í dag þar sem rætt var um innviða- og atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum. Í greiningu KPMG var lagt mat á efnahagsleg og samfélagsleg áhrif laxeldis á svæðinu. Í skýrslu sem Hafrannsóknarstofnun gaf út í ágúst kom fram að stofnunin leggðist gegn eldi á frjó­um laxi í sjókví­um í Ísa­fjarðar­djúpi vegna mögu­legra mik­illa nei­kvæðra áhrifa á laxa­stofna í Djúp­inu. Sér­stakt áhættumat sem var unnið sýni þó fram á að ásætt­an­legt sé að leyfa allt að 71.000 tonna fram­leiðslu af frjó­um eld­islaxi hér við land.

Í skýrslu KPMG er einnig lagt mat á heildarumfang beinna og óbeinna áhrifa 25 þúsund tonna laxeldis sem talið er verða um 23 milljarða króna á ári við hámarksframleiðslu. Greiðslur á ári til ríkissjóðs nema um 1.070 milljónum króna og um 380 milljónum króna til sveitarfélaga þegar framleiðsla er í hámarki og flest bein störf verða til.

Þó ýmsar forsendur séu háðar óvissu er ljóst að hér er um að ræða stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðalögunum við Ísafjarðardjúp, segir í skýrslu KPMG. 

Vaxandi grein í heiminum

Fiskeldi, og þá ekki síst laxeldi hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein í heiminum öllum. Fiskeldi hefur nú tekið fram úr veiðum úr villtum stofnum í aflamagni, segir í skýrslu KPMG. Laxeldi á heimsvísu nam 2,4 milljónum tonna í árslok 2015 og hefur vaxið bæði hratt og nánast stöðugt síðasta aldarfjórðung.

Nágrannalönd Íslands hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og er laxeldi orðin mjög umfangsmikil atvinnugrein bæði í Noregi og Færeyjum og einnig hefur verið töluverður vöxtur á Írlandi og Skotlandi.

Á heimsvísu er talið að 18,7 milljónir manna starfi við fiskirækt af ýmsum toga um þessar mundir og nemur aukning starfa um 50% frá síðustu aldamótum, að mati KPMG. 

Heildarframleiðsla eldislax á Íslandi nam rúmum 8 þúsund tonnum í fyrra og hefur aldrei verið meiri.  Fjöldi nýrra fyrirtækja hafa hafið starfsemi á síðustu árum, aðallega á Vestfjörðum og Austfjörðum.

„Okkar mat er að laxeldi muni að öllum líkindum verða til þess íbúaþróun snúist [í sveitarfélögunum við Ísafjarðardjúp],“ sagði Gunnar Tryggvason frá KPMG sem kynnti skýrsluna á íbúafundinum á Ísafirði í dag. „Þó ýmsar forsendur séu háðar óvissu er ljóst að stórt tækifæri felst í því að byggja upp laxeldi við Ísafjarðardjúp.“

Skýrslu KPMG má finna í viðhengi hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 686 kg
Þorskur 294 kg
Karfi 42 kg
Samtals 1.022 kg
22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Viktor Sig HU 66 Handfæri
Ufsi 686 kg
Þorskur 294 kg
Karfi 42 kg
Samtals 1.022 kg
22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »