Vill eldisreglu í fiskeldið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra fjallaði um laxeldi á íbúafundi á …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra fjallaði um laxeldi á íbúafundi á Ísafirði í dag. Ljósmynd/Halldor Sveinbjörnsson

Bjarni Bene­dikts­son, starf­andi for­sæt­is­ráðherra, sagðist hafa greitt at­kvæði með því að Hvalár­virkj­un á Strönd­um yrði sett í nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar á sín­um tíma. Hann sagðist enn þeirr­ar skoðunar. Á íbúa­fundi á Ísaf­irði í dag sagði Bjarni að eng­inn á Alþingi hefði talað gegn því að setja Hvalár­virkj­un í nýt­ing­ar­flokk eins og lagt var til í þings­álykt­un­ar­til­lögu Svandís­ar Svavars­dótt­ur, þáver­andi um­hverf­is­ráðherra á sín­um tíma. Sagði Bjarni að búið hefði verið að af­greiða málið. „Þess vegna kem­ur það mér ekki á óvart að það hafi komið flatt upp á menn hér að þetta mál, sem eng­inn talaði gegn í al­mennri umræðu um málið á Alþingi, skuli núna vera orðið sér­stakt bit­bein.“

Þrjú áherslu­mál lágu fyr­ir íbúa­fund­in­um sem Fjórðungs­sam­band Vest­fjarða stóð fyr­ir í íþrótta­húsi Ísa­fjarðar í dag: Raf­orku­mál, sam­göngu­mál og sjókvía­eldi. Fjór­ir ráðherr­ar mættu á fund­inn, þar af þrír ráðherr­ar Sjálf­stæðis­flokks. 

Á fund­in­um, sem um 450 íbú­ar mættu á, var mörg­um tíðrætt um lagn­ingu veg­ar um Gufu­dals­sveit (Teigs­skóg) sem velkst hef­ur um í kerf­inu árum sam­an. Sagði Bjarni að um „sorg­ar­sögu“ væri að ræða og að nú væri vænt­an­lega komið að því að láta Alþingi höggva á hnút­inn.

Bjarni Benediktsson, starfandi forsætisráðherra, á íbúafundinum á Ísafirði í dag.
Bjarni Bene­dikts­son, starf­andi for­sæt­is­ráðherra, á íbúa­fund­in­um á Ísaf­irði í dag. Ljós­mynd/​Hall­dór Svein­björns­son

Hvað sjókvía­eldi varðar sagðist Bjarni talsmaður þess að reynt væri að byggja á vís­ind­um og nota rann­sókn­ir til að kom­ast að niður­stöðu um þau mál. Ljóst væri að slíkt eldi gæti starfað hundruð starfa og að tekj­ur af því yrðu mikl­ar. Því yrði að leita allra leiða til að halda áfram að skoða málið frá öll­um hliðum.

Áhættumatið ákveðið áfall

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, starf­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði að áhættumat Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar á lax­eldi í Ísa­fjarðar­djúpi hefði verið ákveðið áfall. „En ég tel afráð að leggja áhættumatið ekki sem grunn. Mér hef­ur verið gert al­veg skýrt að ef við hrófl­um við þess­um grunni þá verður óvissa líka á suður­fjörðunum [þar sem sjókvía­eldi er nú þegar]. En það er hægt að breyta áhættumat­inu. Það er hægt að nota það og hafa það sem lif­andi plagg og við eig­um að vinna þannig.“

Þor­gerður sagði að Íslend­ing­ar gætu verið sam­keppn­is­fær­ir í þess­um geira en þá þyrftu að vera skýr­ar regl­ur, „grjót­hart reglu­verk sem tek­ur til­lit til um­hverf­is, líf­rík­is, nátt­úru og sam­fé­lags.“ Sagði hún for­svars­menn Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar vita að áhættumatið væri for­send­um og breyt­ing­um háð. Ný tækni gæti til dæm­is breytt for­send­un­um. 

Sagði hún að málið yrði þó enn til um­fjöll­un­ar í ráðuneyt­inu, það ætti ekki að bíða fram yfir kosn­ing­ar. „Nú eru kosn­ing­ar og það geng­ur ekki fyr­ir ykur eða sam­fé­lagið að setja allt á bið. Þannig að við verðum að vinna málið áfram.“

Ráðgjafa­hóp­ur um eld­is­reglu

Sagði hún að til að finna lausn væri hægt að leita til þess sem gert hef­ur verið í sjáv­ar­út­veg­in­um. „Þar höf­um við byggt upp afla­reglu, það tók ákveðinn tíma, en afla­regl­an bygg­ir meðal ann­ars á um­hverf­is­ráðgjöf en líka á hagræn­um sjón­ar­miðum.“

Sagði hún að þannig ætti að vinna áfram. „För­um sömu leið með fisk­eldið. Þess vegna hef ég ákveðið að taka þess­ar báðar skýrsl­ur [Hafró og KPMG], vinna þær áfram og búa til eld­is­reglu. Al­veg eins og við erum með afla­reglu eig­um við að búa til eld­is­reglu.“ Sagðist Þor­gerður ætla að skipa ráðgjafa­hóp með full­trú­um frá hags­munaaðilum, Haf­rann­sókn­ar­stofn­un og Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands. „Við ætl­um að gera þetta rétt frá grunni. Þeir í Nor­egi, sem hafa mikla reynslu af fisk­eld­inu, sögðu við mig: Flýtið ykk­ar hægt, kæru Íslend­ing­ar, lærið af okk­ar reynslu. Það ætl­um við að gera.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, sagði …
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar, sagði að rof hefði mynd­ast milli höfuðborg­ar og lands­byggðar. Ljós­mynd/​Hall­dór Svein­björns­son

Sam­göngu­mál­in orðin „vand­ræðaleg“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný­sköp­un­ar, benti á að hún væri meðflutn­ings­maður á frum­varpi þing­manna Vest­fjarða um Teigs­skóg sem miðar að því að Alþingi höggvi á þann hnút sem upp er kom­inn í mál­inu. „Það þarf að klára það mál, þetta er ein­fald­lega orðið vand­ræðal­egt.“

Þór­dís Kol­brún sagði mik­il­vægt að spyrja sig að því, varðandi raf­orku­mál­in, til hvers þyrfti flutn­ings­kerfi raf­orku og til hvers þyrfti orku. „Þurf­um við þær yfir höfuð með þeim um­hverf­is­leg­um áhrif­um sem fram­kvæmd­ir á þessu sviði hafa í för með sér. [...] Svarið ligg­ur ein­fald­lega í því að þetta eru lífæðar sam­fé­lags­ins og þess vegna þurf­um við þetta og þess vegna erum við að þessu.“

Þór­dís Kol­brún sagði að umræðan um upp­bygg­ing­arþörf raf­orku­kerf­is­ins ætti það til að snú­ast um stóriðju í of mikl­um mæli og mögu­leg stóriðju­áform. „Þetta er að mínu mati mik­il ein­föld­un á staðreynd­um. Aukið af­hend­ingarör­yggi raf­orku snýr ekki síður að heim­il­um og smærri fyr­ir­tækj­um, jöfn­un bú­setu­skil­yrða, jöfn­um at­vinnu­tæki­fær­um og jöfn­um mögu­leik­um til orku­skipta á landsvísu til að ná fram mark­miðum í lofts­lags­mál­um.“

Rof á milli höfuðborg­ar og lands­byggðar

Þór­dís Kol­brún sagði að stærstu hags­muna­mál lands­byggðar­inn­ar fel­ist í styrk­ingu innviða. „Höfuðborg­ar­bú­ar hafa ekki upp­lifað raf­magns­leysi síðan í kring­um 1990. Það er að segja, mín kyn­slóð á höfuðborg­ar­svæðinu, hef­ur ekki upp­lifað raf­magns­leysi. Það get­ur þá leitt til þess, sem ég held að hafi gerst, að það verður þarna ákveðið rof. Það má ekki ger­ast því við erum ein þjóð og það flæk­ir málið fyr­ir þetta svæði að vera mörg­um ára­tug­um á eft­ir í innviðaupp­bygg­ingu held­ur en höfuðborg­ar­svæðið. Í millitíðinni hef­ur nefni­lega leik­regl­um verið breytt. Höfuðborg­ar­svæðið var búið að gera allt sitt, fór svo að gera meiri kröf­ur og breyta regl­um, en þá er þetta svæði eft­ir og það get­ur verið snúið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg
31.3.25 Ásdís ÍS 2 Botnvarpa
Þorskur 2.464 kg
Steinbítur 2.081 kg
Skarkoli 853 kg
Sandkoli 105 kg
Grásleppa 77 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 5.590 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.3.25 502,10 kr/kg
Þorskur, slægður 31.3.25 695,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.3.25 417,21 kr/kg
Ýsa, slægð 31.3.25 312,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.3.25 170,64 kr/kg
Ufsi, slægður 31.3.25 228,61 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 31.3.25 262,06 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.3.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.545 kg
Samtals 3.545 kg
31.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 1.208 kg
Steinbítur 605 kg
Keila 195 kg
Hlýri 90 kg
Ýsa 19 kg
Ufsi 13 kg
Skarkoli 5 kg
Karfi 2 kg
Samtals 2.137 kg
31.3.25 Ásdís ÍS 2 Botnvarpa
Þorskur 2.464 kg
Steinbítur 2.081 kg
Skarkoli 853 kg
Sandkoli 105 kg
Grásleppa 77 kg
Þykkvalúra 10 kg
Samtals 5.590 kg

Skoða allar landanir »