Markviss útrás orðin tímabær

„Núna er einmitt rétti tíminn enda er því spáð að …
„Núna er einmitt rétti tíminn enda er því spáð að bláa lífhagkerfið muni vaxa gríðarlega og að um allan heim verði miklu fjármagni varið í þennan hluta atvinnulífsins. Ísland þyrfti að vera í fararbroddi í þessari þróun, því annars er hætta á að við drögumst afturúr.“ mbl.is/Brynjar Gauti

Forstjóri Matís telur eitt helsta vaxtartækifæri íslensks sjávarútvegs felast í því að skapa meiri verðmæti úr auðlindum hafsins í öðrum heimshlutum. Þekking Íslendinga á sviði fiskveiða gæti átt erindi við lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu, bætt þar hag heimamanna og hjálpað íslenskum fyrirtækjum að vaxa og dafna.

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Að mati Sveins Margeirssonar gæti Ísland orðið fyrir sjávarútveginn á heimsvísu eins og Kísildalur í Kaliforníu er fyrir tæknigeirann, eða Sviss er fyrir fjármálageirann. Hann segir gífurleg tækifæri felast í því að nýta þekkingu Íslendinga á fiskveiðum og -vinnslu til að skapa meiri verðmæti í sjávarútvegi um allan heim.

Sveinn er forstjóri Matís og flutti erindi á Alþjóðlegu sjávarútvegsráðstefnunni (World Seafood Congress) sem haldin var hér á landi í september þar sem hann fjallaði um þá möguleika sem bíða Íslands í bláa lífhagkerfinu.

Til að skilja betur sérstöðu Íslands bendir Sveinn á hversu lítið aðrar þjóðir ná að nýta bláa lífhagkerfið: „Með lífhagkerfinu er átt við þann hluta hagkerfisins sem byggir á lifandi og endurnýjanlegum auðlindum, og nær bláa lífhagkerfið yfir allar þær lifandi auðlindir hafsins sem við nýtum. Bláa hagkerfið er vannýtt víða um heim og þaðan koma t.d. minna en 5% allra matvæla á meðan meira en 95% matvæla verða til á landi –og það þrátt fyrir að vötn og höf þeki meira en 70% af yfirborði jarðar.“

Álsey VE landar síld á Krossanesi. Mynd úr safni.
Álsey VE landar síld á Krossanesi. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Erum ekki smáríki í fiskveiðum

Sveinn segir sérkenni Íslands m.a. birtast í því að þar hefur hlutföllunum verið snúið við og um 80-90% af öllum matvælum sem landið framleiðir komi úr hafinu.

„Ekki er nóg með að við nýtum auðlindina mjög vel, heldur sköpum við gæðahráefni og látum mjög lítið fara til spillis borið saman við aðrar þjóðir. Forskot Íslands á þessu sviði nær ekki aðeins til hefðbundins sjávarfangs heldur ekki síður til nýtingar sjávarauðlinda til framleiðslu fæðubótarefna, lækningavara og snyrtivara svo nokkur dæmi séu nefnd. Þekking Íslands nær yfir alla virðiskeðju sjávarfangs og styrkleiki okkar á þessu sviði er eitthvað sem við gætum nýtt mun betur, auk tækifæra tengdra öðrum lífverum, t.d. þörungum.“

Sveinn er brattur og segir enga ástæðu fyrir Ísland að líta á sig sem smáríki þegar kemur að bláa lífhagkerfinu. „Landið kann að vera smátt, en hafsvæðið okkar er stórt og sérhæfing okkar mikils virði. Séð frá þessu sjónarhorni er Ísland á allt öðrum stað í samfélagi þjóðanna en ef við einblínum á fólksfjölda eða stærð landsins sjálfs.“

„Rétt eins og Kísildalur gætum við laðað til okkar hæfileikafólk …
„Rétt eins og Kísildalur gætum við laðað til okkar hæfileikafólk á sviði sjávarútvegs frá öllum heimshornum.“ mbl.is/Árni Sæberg

Hjálpi öðrum að nútímavæðast

Vill Sveinn hvetja bæði stjórnvöld og atvinnulíf til að skoða mjög vandlega hvort ekki megi nýta þennan helsta styrkleika Íslands víðar. Hann segir vel mögulegt að nota t.d. þá þekkingu sem býr í íslenskum sjávarútvegi til að stórbæta vinnslu, veiðar og markaðssetningu víða um heim. Í öllum heimsálfum megi finna lönd sem hafa alla burði til að nýta auðlindir sjávar mun betur og eru stödd þar sem Ísland var fyrir 30 eða 40 árum. Að taka þátt í því að færa sjávarútveg þessara þjóða inn í nútímann myndi ekki aðeins vera gott viðskiptatækifæri heldur gæti líka aukið hróður lands og þjóðar.

„Að mínu mati ættum við að samhæfa stefnuna í sjávarútvegsmálum, utanríkismálum og viðskiptamálum, og ráðast í tangarsókn. Núna er einmitt rétti tíminn enda er því spáð að bláa lífhagkerfið muni vaxa gríðarlega og að um allan heim verði miklu fjármagni varið í þennan hluta atvinnulífsins. Ísland þyrfti að vera í fararbroddi í þessari þróun, því annars er hætta á að við drögumst afturúr.“

Bætir Sveinn við að sérstöðu Íslendinga séu þó vitaskuld takmörk sett, og sú útrás sem hann vonar að ráðist verði í þurfi að taka mið af staðbundinni þekkingu á hverjum stað. „Það þarf að búa til umhverfi þar sem hægt væri að flétta saman akademískum rannsóknum, hagnýtri þekkingu, og reynslu bæði héðan og annars staðar frá til að nýta auðlindina betur, skapa meiri verðmæti og tryggja komandi kynslóðum bjartari framtíð.“

Í öllum heimsálfum segir Sveinn að finna megi lönd sem …
Í öllum heimsálfum segir Sveinn að finna megi lönd sem hafa alla burði til að nýta auðlindir sjávar mun betur og eru stödd þar sem Ísland var fyrir 30 eða 40 árum.

Ótti við útrás

Sveinn segir sjávarútveg á Íslandi núna kominn á þann stað að bestu vaxtartækifærin gætu falist í útrás, sem fælist í reynd í því að flytja út íslenska þekkingu. „Það má nota Marel sem fordæmi, en þar varð fyrst til staðbundin tækniþekking sem núna er seld um allan heim, og útkoman eitt stærsta og verðmætasta fyrirtæki landsins.“

En íslenskur sjávarútvegur hefur áður reynt að fara í útrás, og ekki alltaf gengið vel. Er það ekki eðlilegt ef greinin er hikandi við að gera hvers kyns Napóleónsplön, hafandi áður spennt bogann of hátt?

„Það er engin spurning að fyrir um tíu árum síðan fóru margir of geyst og brenndu sig rækilega. En það er mikill munur á því og að blása til sóknar á þeim sviðum þar sem við höfum þegar góða þekkingu, getum nýtt styrkleika okkar, og getum sótt fram með samhæfð markmið og af hæfilegu áræði.“

Sveinn segir sjávarútveginn, eins og aðrar greinar, standa frammi fyrir miklum breytingum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Hann nefnir sem dæmi matvælaprentun og miklar framfarir í grunnrannsóknum á fiskistofnum, og segir hægt að reikna með að fiskveiðar, matvælamarkaður og matvælaframleiðsla muni þróast hratt.

„Kapp er best með forsjá, en það er líka hægt að vera of varkár og mikilvægt að sjávarútvegurinn átti sig á að miklir breytingatímar eru framundan.“

„Ekki er nóg með að við nýtum auðlindina mjög vel, …
„Ekki er nóg með að við nýtum auðlindina mjög vel, heldur sköpum við gæðahráefni og látum mjög lítið fara til spillis borið saman við aðrar þjóðir.“ mbl.is/Árni Sæberg

Mikil tækifæri í Sjávarútvegsskóla SÞ

Á útrásarárunum virtist stundum sem íslensk fyrirtæki skorti þekkingu á þeim rekstri og markaðssvæðum sem þau voru að fjárfesta í. Sveinn segir áhugaverð tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg í Afríku, Rómönsku Ameríku og Asíu og eðlilegt að spyrja hvort greinin búi yfir þeim sérhæfða mannauði sem þarf til að ný sókn á þessi svæði heppnist vel.

„Eins og við erum skipulögð í dag þá myndi svarið við spurningunni þurfa að vera: Nei. Hins vegar höfum við alla burði til að rækta mannauð okkar betur og einnig að sækja þann mannauð sem þarf til annarra landa. Rétt eins og Kísildalur gætum við laðað til okkar hæfileikafólk á sviði sjávarútvegs frá öllum heimshornum. Við búum m.a. svo vel að Sjávarútvegsskóli SÞ er starfræktur á Íslandi, og þar eru mikil tækifæri fyrir hendi til að byggja upp öflugan mannauð og koma á tengslum við sjávarútveginn í öðrum löndum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.201 kg
Ýsa 912 kg
Skrápflúra 302 kg
Skarkoli 48 kg
Langlúra 20 kg
Samtals 3.483 kg
22.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.532 kg
Ýsa 358 kg
Steinbítur 123 kg
Samtals 4.013 kg
22.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.946 kg
Ýsa 664 kg
Hlýri 308 kg
Karfi 133 kg
Steinbítur 77 kg
Samtals 6.128 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 585,36 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,39 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 280,78 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,20 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.201 kg
Ýsa 912 kg
Skrápflúra 302 kg
Skarkoli 48 kg
Langlúra 20 kg
Samtals 3.483 kg
22.1.25 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 3.532 kg
Ýsa 358 kg
Steinbítur 123 kg
Samtals 4.013 kg
22.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.946 kg
Ýsa 664 kg
Hlýri 308 kg
Karfi 133 kg
Steinbítur 77 kg
Samtals 6.128 kg

Skoða allar landanir »