Merkja þurfi veiðarfæri betur

Gert að nótinni. Mynd úr safni.
Gert að nótinni. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Nánast án undantekninga finnast veiðarfæri á hafsbotninum í kringum Ísland í rannsóknarleiðöngrum þar sem lífríki botnsins er skoðað. Þetta kom fram í erindi sem Haraldur A. Einarsson fiskifræðingur hélt í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar á miðvikudag.

Fjallaði hann þar meðal annars um þær reglur sem gilda á Íslandi um skráningu tapaðra veiðarfæra og mat á magni þeirra hér við land. Sagði hann mikilvægt að sjómenn merktu vel veiðarfæri sín, þar sem þá væru þau sýnilegri öðrum og minnkuðu til dæmis líkur á því að aðrir bátar rækjust á þau eða þau töpuðust með öðrum hætti.

Merki á veiðarfærum sem tapist geti þá gefið vísbendingar um hvar vandinn eigi uppruna sinn. Þá sé hægt að leysa vandamálið á þeim stað.

Haraldur sagði sjómenn almennt mjög meðvitaða um að henda ekki …
Haraldur sagði sjómenn almennt mjög meðvitaða um að henda ekki rusli í sjó. mbl.is/Árni Sæberg

Lykill að betri umgengni

„Net sem finnast á Vestfjörðum geta jafnvel verið komin frá Rússlandi, en það er ekki hægt að vita það fyrir víst nema þau séu merkt,“ sagði Haraldur.

Með sanngjörnu regluverki mætti auka líkur á því að tilkynnt væri um töpuð veiðarfæri. Ólíklegra væri að sjómaður skildi veiðarfæri eftir eða léti hjá líða að tilkynna um tap þess, væri það vel merkt honum.

„Hver vill eiga net í sjó, sem er vel merkt manni sjálfum, og hafa ekki tilkynnt það? Merkingar eru lykill að því að menn gangi betur um og láti vita ef veiðarfæri týnast. Auðvitað verða slys en það er þá mikilvægt að þau séu tilkynnt.“

Haraldur greindi sömuleiðis frá því að þetta væri vandamál í Noregi, til dæmis í frístundaveiðum, þar sem menn skildu eftir veiðarfæri og sinntu því ekki að hirða þau.

„Sumar þjóðir eru með reglulega leiðangra til að safna töpuðum veiðarfærum,“ sagði hann og benti á að þó að slíkt væri ekki gert hér fyndust nánast undantekningalaust veiðarfæri við rannsóknir á lífríki sjávarbotnsins við Ísland, yfirleitt línur en einnig annað rusl.

Getur valdið meiri skaða

Það gæti þó valdið miklum skaða á lífríkinu að rífa upp línurnar og því væri það ekki alltaf vel til fundið að losa þær frá botninum.

„Spurningin er: eigum við að mæta á þessa staði þar sem línan liggur í gegnum kóralinn, með króka, og rífa upp línuna af því að viljum ekki hafa þetta rusl á botninum? Myndi það ekki valda miklu meiri skaða heldur en að láta hana liggja?“ spurði hann.

„Þannig að það er kannski ekki alltaf ástæða til að rífa upp veiðarfærin, en það kann að vera í öðrum tilfellum.“

Bætti hann við að á síðasta ári hefðu sjálfboðaliðar safnað saman um 20 tonnum af drasli við strendur Íslands, og að svo virtist sem draslið væri að mestu hægt að rekja til fiskveiða.

„Sjómenn eru almennt mjög meðvitaðir um að henda ekki rusli í sjó, en við þurfum að skrá þetta betur svo við vitum hvaðan þetta kemur, hvar þetta sé mest, og hvort það verði einhverjar breytingar þar á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,53 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 720,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,28 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 312,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 2.738 kg
Þorskur 401 kg
Samtals 3.139 kg
23.1.25 Fálkatindur NS 99 Landbeitt lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 2.811 kg
Keila 66 kg
Hlýri 34 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 5.771 kg
23.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 470 kg
Ýsa 26 kg
Rauðmagi 25 kg
Samtals 521 kg
23.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.372 kg
Þorskur 468 kg
Keila 200 kg
Hlýri 46 kg
Karfi 18 kg
Samtals 4.104 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,53 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 720,32 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,28 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 197,02 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 312,01 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 2.738 kg
Þorskur 401 kg
Samtals 3.139 kg
23.1.25 Fálkatindur NS 99 Landbeitt lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 2.811 kg
Keila 66 kg
Hlýri 34 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 5.771 kg
23.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 470 kg
Ýsa 26 kg
Rauðmagi 25 kg
Samtals 521 kg
23.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 3.372 kg
Þorskur 468 kg
Keila 200 kg
Hlýri 46 kg
Karfi 18 kg
Samtals 4.104 kg

Skoða allar landanir »