Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Á myndinni sést vel munurinn á venjulegri ýsu og þeirri …
Á myndinni sést vel munurinn á venjulegri ýsu og þeirri appelsínugulu. Enginn um borð í Onna Hu 36 hafði séð svona ýsu né aðrir sjómenn sem voru á bryggjunni. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Hún var ansi óvenjuleg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skagaströnd á dögunum. Hún er appelsínugul á litin með bleikum blæ og það vantar á hana svokallaða „kölskabletti“ - svörtu blettina sem eru fremst á hliðarrákunum beggja megin á ýsu. 

Ýsan er stór og mikil og virðist hafa þrifist mjög vel. Ekki er líklegt að litabreytingin stafi af of langri veru í þara, eins og gerist með þorsk, því hún veiddist á 85 faðma dýpi í snurvoð og var þar innan um eðlilegar kynsystur sínar.

Gárungarnir á bryggjunni á Skagaströnd grínuðust með að ýsan væri bara að taka þátt í bleikum október til að minna á baráttuna gegn krabbameini kvenna. Það fengist þó líklega ekki staðist því hún var ekki með bleika slaufu.

Ýsan verður í framhaldinu send til Hafrannsóknastofnunar sem mun skoða þennan undarlega fisk.

mbl.is/Ólafur Bernódusson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.7.24 Stína SH 91 Grásleppunet
Grásleppa 277 kg
Samtals 277 kg
27.7.24 Andri SH 450 Grásleppunet
Grásleppa 852 kg
Samtals 852 kg
27.7.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 372 kg
Samtals 372 kg
27.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Samtals 239 kg
26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.7.24 548,75 kr/kg
Þorskur, slægður 26.7.24 540,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.7.24 373,46 kr/kg
Ýsa, slægð 26.7.24 153,60 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.7.24 161,40 kr/kg
Ufsi, slægður 26.7.24 208,59 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 26.7.24 543,91 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.7.24 Stína SH 91 Grásleppunet
Grásleppa 277 kg
Samtals 277 kg
27.7.24 Andri SH 450 Grásleppunet
Grásleppa 852 kg
Samtals 852 kg
27.7.24 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng
Þorskur 372 kg
Samtals 372 kg
27.7.24 Álft ÍS 413 Sjóstöng
Þorskur 239 kg
Samtals 239 kg
26.7.24 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 958 kg
Þorskur 196 kg
Keila 38 kg
Skarkoli 26 kg
Samtals 1.218 kg

Skoða allar landanir »