Óvenjulegri ýsu landað á Skagaströnd

Á myndinni sést vel munurinn á venjulegri ýsu og þeirri …
Á myndinni sést vel munurinn á venjulegri ýsu og þeirri appelsínugulu. Enginn um borð í Onna Hu 36 hafði séð svona ýsu né aðrir sjómenn sem voru á bryggjunni. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Hún var ansi óvenju­leg ein ýsan sem Onni Hu 36 landaði á Skaga­strönd á dög­un­um. Hún er app­el­sínu­gul á lit­in með bleik­um blæ og það vant­ar á hana svo­kallaða „kölska­bletti“ - svörtu blett­ina sem eru fremst á hliðarrák­un­um beggja meg­in á ýsu. 

Ýsan er stór og mik­il og virðist hafa þrif­ist mjög vel. Ekki er lík­legt að lita­breyt­ing­in stafi af of langri veru í þara, eins og ger­ist með þorsk, því hún veidd­ist á 85 faðma dýpi í snur­voð og var þar inn­an um eðli­leg­ar kyn­syst­ur sín­ar.

Gár­ung­arn­ir á bryggj­unni á Skaga­strönd grínuðust með að ýsan væri bara að taka þátt í bleik­um októ­ber til að minna á bar­átt­una gegn krabba­meini kvenna. Það feng­ist þó lík­lega ekki staðist því hún var ekki með bleika slaufu.

Ýsan verður í fram­hald­inu send til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sem mun skoða þenn­an und­ar­lega fisk.

mbl.is/Ó​laf­ur Bernód­us­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »