Verðlag íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt hefur haldið áfram að hækka á þessu ári og var í sumar hærra en það hefur áður mælst. Frá því í janúar 2013 hefur verðið hækkað um tæplega fjórðung í erlendri mynt. Greint er frá þessu í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Fram kemur í greiningu deildarinnar að verðið hafi náð tímabundnu hámarki í kringum áramótin 2011 og 2012.
„Uppfrá því tók það að lækka og náði tímabundnu lágmarki í janúar 2014 og hafði þá lækkað um 6% á tveimur árum,“ segir í Hagsjánni.
„Skipta má útflutningi sjávarafurða í annars vegar botnfisk og hins vegar uppsjávarfisk. Botnfiskurinn hefur lengi vegið umtalsvert meira en uppsjávarfiskur en verð á botnfiski hefur hækkað töluvert á síðustu misserum og er það helsta skýringin á hækkandi verðlagi íslenskra sjávarafurða í heild sinni.“
Bent er á það að hækkunin á íslenskum botnfiskafurðum síðustu misseri hafi komið til á sama tíma og heimsmarkaðsverð á kjöti hefur hækkað.
„Töluverð tengsl hafa verið á milli verðs á kjöti og botnfiskafurða frá Íslandi. Þannig hefur verðþróun á botnfiski að nokkru leyti fylgt eftir verðþróun á kjöti með nokkurra mánaða tímatöf en áhrifin eru þó ekki mjög mikil og ekki hægt að segja að verð á botnfiski stýrist af heimsmarkaðsverði kjöts.“
Mun meiri sveiflur hafi þó einkennt verðþróun á kjöti en á botnfiski frá Íslandi.
„Þrátt fyrir að verð á botnfiski hafi almennt fylgt kjötverði hafa þó komið tímabil þar sem verð á botnfiski hefur haldið velli á sama tíma og verð á kjöti hefur gefið mikið eftir. Sem dæmi lækkaði verð á kjöti á einu og hálfu ári frá ágúst 2014 um tæplega þriðjung. Á sama tímabili hækkaði verð á botnfiski um 8,2%.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 537,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 347,36 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 197,29 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 231,62 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
22.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 465 kg |
Þorskur | 256 kg |
Samtals | 721 kg |
22.11.24 Hafborg EA 152 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 4.329 kg |
Ýsa | 3.590 kg |
Langlúra | 238 kg |
Ufsi | 117 kg |
Skarkoli | 80 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 8.423 kg |
22.11.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 95 kg |
Hlýri | 11 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 115 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 537,81 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 560,82 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 347,36 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 197,29 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 231,62 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
22.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Ýsa | 465 kg |
Þorskur | 256 kg |
Samtals | 721 kg |
22.11.24 Hafborg EA 152 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 4.329 kg |
Ýsa | 3.590 kg |
Langlúra | 238 kg |
Ufsi | 117 kg |
Skarkoli | 80 kg |
Steinbítur | 48 kg |
Þykkvalúra | 18 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 8.423 kg |
22.11.24 Hópsnes GK 77 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 95 kg |
Hlýri | 11 kg |
Ýsa | 9 kg |
Samtals | 115 kg |