Starfi veiðigjaldanefndar slitið

Þorsteinn segist hafa gert Þorgerði Katrínu grein fyrir því að …
Þorsteinn segist hafa gert Þorgerði Katrínu grein fyrir því að hann teldi tilgangslítið að halda áfram að svo stöddu. mbl.is

Starfi þverpólitískrar nefndar um framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hefur verið slitið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og segir þar að nefndinni hafi verið slitið vegna þingrofs og komandi kosninga.

Með tilkynningunni fylgir greinargerð formanns nefndarinnar, Þorsteins Pálssonar, um stöðu mála í nefndinni við starfsslitin en alls hélt hún níu formlega fundi frá 19. maí til 6. september.

Í greinargerðinni segist Þorsteinn hafa ítrekað þá skoðun sína, á síðasta fundi nefndarinnar, að mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi leit að lausn væri samstaða um að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot auðlindarinnar.

„Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn“

„Á það gátu allir flokkar fallist nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki var tilbúinn til þess að svo komnu máli,“ segir hann og bætir við að hann telji gjald fyrir tímabundinn afnotarétt forsendu fyrir því að ná megi tveimur afar mikilvægum markmiðum í löggjöf um þessu efni.

„Annars vegar að lagareglurnar endurspegli með alveg ótvíræðum hætti sameign þjóðarinnar. Hins vegar að þær megi stuðla að sem mestri þjóðhagslegri hagkvæmni veiðanna. Í þessu ljósi var nauðsynlegt að mínu áliti að kanna mögulega samstöðu um þetta grundvallaratriði áður en reyndi á samkomulagsvilja um aðferð við gjaldtöku og umfang hennar. Um þau atriði var augljóslega meira svigrúm til samkomulags. Það á einnig við um tímalengd nýtingarréttar.“

Í beinu framhaldi af ofangreindum fundi hafi hann því gert Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra munnlega grein fyrir því að hann teldi tilgangslítið að halda tilraunum til samkomulags um önnur álitaefni áfram, „að óbreyttri afstöðu forystuflokks ríkisstjórnarinnar til tímabundinna réttinda. Þetta mat mitt er óbreytt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 557,99 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 660,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 353,07 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 324,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 218,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 484 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 497 kg
27.1.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.116 kg
Ufsi 83 kg
Ýsa 26 kg
Karfi 4 kg
Samtals 1.229 kg
27.1.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 11.675 kg
Steinbítur 4.293 kg
Skarkoli 1.398 kg
Samtals 17.366 kg
27.1.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 43.620 kg
Karfi 37.789 kg
Ufsi 6.091 kg
Ýsa 4.245 kg
Langa 1.733 kg
Steinbítur 827 kg
Blálanga 316 kg
Þykkvalúra 50 kg
Keila 50 kg
Skötuselur 37 kg
Skarkoli 33 kg
Grásleppa 4 kg
Samtals 94.795 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.1.25 557,99 kr/kg
Þorskur, slægður 27.1.25 660,61 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.1.25 353,07 kr/kg
Ýsa, slægð 27.1.25 324,21 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.1.25 177,69 kr/kg
Ufsi, slægður 27.1.25 258,31 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 27.1.25 218,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.1.25 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 484 kg
Rauðmagi 13 kg
Samtals 497 kg
27.1.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet
Þorskur 1.116 kg
Ufsi 83 kg
Ýsa 26 kg
Karfi 4 kg
Samtals 1.229 kg
27.1.25 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 11.675 kg
Steinbítur 4.293 kg
Skarkoli 1.398 kg
Samtals 17.366 kg
27.1.25 Akurey AK 10 Botnvarpa
Þorskur 43.620 kg
Karfi 37.789 kg
Ufsi 6.091 kg
Ýsa 4.245 kg
Langa 1.733 kg
Steinbítur 827 kg
Blálanga 316 kg
Þykkvalúra 50 kg
Keila 50 kg
Skötuselur 37 kg
Skarkoli 33 kg
Grásleppa 4 kg
Samtals 94.795 kg

Skoða allar landanir »