Veiða aðeins lítinn hluta á heimamiðum

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Björn Jóhann

Síðustu fimm ár hafa Færeyingar aðeins veitt að meðaltali um sex þúsund tonn af þorski við eyjarnar og um þrjú þúsund tonn af ýsu að meðaltali á ári síðan 2011. Áður fyrr var algengur ársafli í þorski um 20 þúsund tonn, að undanskildum árunum upp úr 1990 þegar stofninn fór mjög neðarlega. Hér við land er ekki óalgengt að öflugur 15 metra línubátur með góðan kvóta veiði árlega yfir þúsund tonn af þorski.

Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, um þorskveiðar við Færeyjar fyrir 2018 er um 4.500 tonn og sama í ýsu. Báðir stofnarnir hafa verið í lágmarki síðustu ár og sum árin hefur ráðgjöfin verið enn neðar. Afli hefur verið nokkuð umfram ráðgjöf og oft lítið verið farið eftir tillögum ICES, að sögn Höskuldar Björnssonar, sérfræðings á Hafrannsóknastofnun.

Vísbendingar eru um að ýsan sé að taka við sér við Færeyjar, en skilaboðin eru ekki eins skýr hvað varðar þorskinn, að sögn Höskuldar. Aukið magn af næringarefnum í hafinu hefur leitt til þess að stofn sandsílis hefur náð sér á strik að nýju, sem er jákvætt fyrir afkomu þorsks og ýsu. „Ef það er einhver framleiðsla á þorskseiðum er líklegra að þau nái fullorðinsaldri ef það er mikið af sandsíli því þá eru minni líkur á að þau séu étin af vinum og ættingjum,“ segir Höskuldur.

25 þús. tonn úr Barentshafi

Höskuldur flutti á fimmtudag fyrirlestur um ástand stofna þorsks og ýsu á færeyska landgrunninu og kom þar fram að ástand stofna þorsks og ýsu hefði verið lélegt undanfarin ár og afli í sögulegu lágmarki. Sá þorskafli sem er veiddur á heimamiðum við Færeyjar er þó aðeins lítill hluti af þeim þorski sem berst á land í Færeyjum, því síðustu ár hafa Færeyingar veitt um 25 þúsund tonn af þorski í Barentshafi.

Mikið hefur hins vegar verið veitt af ufsa við Færeyjar og þá eru ónefndar uppsjávartegundir eins og makríll, síld og kolmunni, en Færeyingar hafa verið stórtækir í veiðum á þeim tegundum síðustu ár. Þeir hafa notið góðs af því að geta flutt afurðir óhindrað til Rússlands.

Höskuldur tók í fyrravetur þátt í vinnufundi í Færeyjum þar sem m.a. átti að fjalla um stofnmatsaðferðir fyrir þorsk, ýsu og ufsa á færeyska landgrunninu og mögulegar aflareglur. Liðurinn „prófun á aflareglum“ kom í framhaldi af skýrslu sem nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra Færeyja skilaði í október 2016 þar sem lagt var til að hverfa frá núverandi dagakerfi og taka upp kvótakerfi. Þegar á reyndi voru Færeyingar þó ekki tilbúnir í þetta skref og aflaregluhluta fundarins var sleppt, samkvæmt upplýsingum Höskuldar.

Færeyingar hafa stýrt veiðum á bolfiiski á heimamiðum með fyrrnefndu dagakerfi auk töluvert umfangsmikilla svæðalokana. Skipum er skipt í nokkra flokka og hafa skip í hverjum flokki leyfi til veiða í ákveðinn dagafjölda á hverju ári og á hvert skip tiltekna hlutdeild í heildardagafjölda flokksins. Að sögn Höskuldar hafa þó aðeins um 40-50% daganna verið nýtt síðustu ár sem í raun þýðir frjálsar veiðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,67 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,82 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,67 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 410,48 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,82 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg
21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg

Skoða allar landanir »