„Maður vonar að þetta séu endalokin“

Voðin gerð klár fyrir næsta kast.
Voðin gerð klár fyrir næsta kast. mbl.is/Árni Sæberg

„Þeir koma með svo miklar rangfærslur og fullyrðingar sem standast enga skoðun. Aldrei nokkurn tímann hafa þeir lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Það eru bara fullyrðingar út í loftið, sem ekkert er á bak við.“

Þetta segir Friðrik G. Halldórsson, einn stofnenda Samtaka dragnótamanna, um gagnrýni annarra smábátasjómanna á þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra að framlengja ekki bann við dragnótaveiðum á vissum svæðum við strendur Íslands.

Bannið rann út 31. október

Umræddum svæðum var lokað fyrir dragnótaveiðum í maí árið 2010, samkvæmt fyrirskipun þáverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar. Átti bannið að gilda í fimm ár, til ársins 2015, en Sigurður Ingi Jóhannsson, arftaki Jóns í embætti, framlengdi bannið um tvö ár.

Í kjölfar þess að sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar gáfu ráðherra álit sitt á banninu ákvað Þorgerður að það skyldi renna sitt skeið á enda. Það gerði bannið þann 31. október og hafa dragnótaveiðar því verið leyfðar á svæðunum síðan þá, en ekki án mótmæla.

Fiskað í dragnót.
Fiskað í dragnót. mbl.is/Alfons Finnsson

Bannið tilhæfulaust

Í samtali við mbl.is segir Friðrik að Samtök dragnótamanna fagni opnun veiðisvæða fyrir dragnót á norðanverðu landinu. Niðurstöður rannsókna Hafrannsóknastofnunar renni aðeins stoðum undir þeirra afstöðu.

„Öll gögn sem fram hafa komið styðja okkar málstað. Ég hef enn ekki séð eitt einasta gagn sem styður málstað smábátasjómanna,“ segir Friðrik og bætir við að hafa beri í huga að umræddar lokanir hafi ekki byggt á málefnalegum sjónarmiðum varðandi umhverfisáhrif veiðanna eða vernd lífríkis, og vísar til fyrirliggjandi skýrslna og álits Hafrannsóknastofnunar.

Segir hann faghóp, sem Sigurður Ingi kom á fót til að skoða bannið, hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri tilhæfulaust, eða með öðrum orðum pólitískt.

Endalaust búið að sparka í flotann

Ekkert veiðarfæri sé þá jafnháð botnlagi og dragnótin og af þeim sökum sé einungis hægt að veiða í dragnót á mjög takmörkuðum svæðum á grunnslóð. Annað gildi um önnur veiðarfæri eins og gögn sýni.

Enn fremur segir Friðrik að umhugsunarvert sé hvort loka eigi fyrir línuveiðar fyrir norðan, samkvæmt tillögum Björns Björnssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun, til verndunar smáfisks.

Um fjörutíu dragnótabátar eru skráðir hér á landsvísu. Árið 1997 voru þeir um 150 talsins.

„Það er endalaust búið að vera að sparka í þennan flota af stjórnvöldum og maður vonar að þetta séu endalokin. Hér eftir verði unnið samkvæmt gögnum en ekki samkvæmt upplognum upphrópunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.2.25 623,92 kr/kg
Þorskur, slægður 9.2.25 790,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.2.25 455,61 kr/kg
Ýsa, slægð 9.2.25 411,58 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.2.25 245,09 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 303,57 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 9.2.25 380,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 1.528 kg
Skarkoli 1.359 kg
Sandkoli 735 kg
Steinbítur 105 kg
Grásleppa 30 kg
Ýsa 25 kg
Samtals 3.782 kg
8.2.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Langa 75 kg
Steinbítur 47 kg
Ýsa 31 kg
Þorskur 28 kg
Samtals 181 kg
8.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 460 kg
Langa 172 kg
Ýsa 93 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 7 kg
Samtals 775 kg

Skoða allar landanir »