„Subbuskapur af verstu gerð“

Þorski fleygt í sjóinn. Myndin er úr safni.
Þorski fleygt í sjóinn. Myndin er úr safni. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

„Ég hef verið á mörg­um skip­um. Alls staðar hef­ur verið brott­kast,“ sagði sjó­maður­inn Trausti Gylfa­son í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt mynd­efni sem Trausti tók úti á sjó á ár­un­um 2008-2011 og sýndi mikið brott­kast á fiski, en brott­kast er bannað með lög­um.

„Þetta er bara subbuskap­ur af verstu gerð. Og auðvitað mjög al­var­legt. Svona skip­stjórn­ar­menn eiga ekki að fá að stunda veiðar,“ sagði Eyþór Björns­son, for­stjóri Fiski­stofu, í viðtali þegar hann horfði á mynd­efnið, sem tekið var upp á skip­inu Kleif­a­bergi.

Í þætt­in­um kom fram að fiski væri í ein­hverj­um til­vik­um kerf­is­bundið kastað í sjó­inn, stund­um í hverj­um túr. „Nú er ekk­ert hægt að reka mig leng­ur fyr­ir þetta. Mér finnst rétt að þetta komi fram,“ sagði Trausti í þætt­in­um, en hann missti vinn­una fyrr á ár­inu. Á mynd­un­um sést hvernig þorski, karfa, mak­ríl og ýsu er kastað í sjó­inn í stór­um stíl.

Beðinn um að mynda brott­kastið

Trausti skýrði það sem fyr­ir augu bar þannig að verið væri að grisja afl­ann – og kasta þeim hluta afl­ans í hafið sem ekki væri jafn verðmæt­ur. Hann sagði að sam­herj­ar sín­ar á skip­inu hefðu beðið hann að mynda brott­kastið – því þeim hafi ofboðið at­hæfið. Hann sagði að sjó­menn­irn­ir hefðu fengið sér­stak­ar skip­an­ir þess efn­is ef hirða hefði átt allt það sem veidd­ist. „Mann­skap­ur­inn var svo hneykslaður að þeir báðu mig að taka mynd af þessu.“

Fram kom í þætt­in­um að dæmi væri um að á ís­lensk­um skip­um hefði það verið stundað að kasta afla í sjó­inn þegar eft­ir­litsmaður Fiski­stofu svaf eða var í mat. Einn maður gæti ekki fyglst með öll­um stund­um. Einnig kom fram að eft­ir­lit Fiski­stofu á sjó væri þre­falt minna, í dög­um talið, núna en var fyr­ir nokkr­um árum. Viðver­an væri aðeins þriðjung­ur þess sem hún er núna.

Meint svindl á ís­pró­sentu

Í Kveiki var fjallað með ít­ar­leg­um hætti um meint­ar fram­hjáland­an­ir á Íslandi. Fram kom að skráð hlut­fall íss (svo­kölluð ís­pró­senta) við vigt­un í fisk­vinnsl­um væri oft á tíðum marg­falt hærra þegar starfs­menn Fiski­stofu væri fjar­stadd­ir. Hlut­fall íss væri oft skráð á bil­inu 15-20% við seinni vigt­un en vel inn­an við 10% þegar starfs­menn Fiski­stofu fylgd­ust með. Af­leiðing­ar þessa væru að þess væru dæmi að meira magn af full­unni vöru færu út úr fisk­vinnsl­un­um en þangað hafi komið óunnið. Í þætt­in­um var bent á að með þessu væru út­gerðir að svindla á veiðiheim­ild­um - skip­in væru að veiða meira en fram kæmi í skrán­ing­um.

Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, var í viðtali í þættinum.
Eyþór Björns­son, fiski­stofu­stjóri, var í viðtali í þætt­in­um. Mynd/​mbl.is

Þór­hall­ur Ottesen, fyrr­ver­andi deild­ar­stjóri land­eft­ir­lits Fiski­stofu til ríf­lega 20 ára, sagði að út­gerðirn­ar fengju sjálf­ar að end­ur­vi­gta fisk­inn og að þau leyfi væru mis­notuð. „Það vita um þetta, hvernig þetta er, en það er eng­inn vilji til að breyta þessu.“ Upp­hæðirn­ar sem meint svindl hlypi á mætti telja í millj­örðum.

Fiski­stofa gef­ist upp

Fram kom í þætt­in­um að Fiski­stofa væri bit­laus vegna skorts á mannafla og vald­heim­ild­um. Lög­in væru óskýr og Fiski­stofa væri van­mátt­ug til að tak­ast á við meint svindl. Eyþór Björns­son, for­stjóri Fiski­stofu, svaraði því neit­andi þegar hann var spurður hvort hann gæti rækt þær skyld­ur sem lög­um sam­kvæmt eru lagðar á Fiski­stofu. Stofn­un­in hefði ekki einu sinni reynt það und­an­far­in ár. Af því vissu stjórn­völd.

Hann lýsti því yfir að stofn­un­in hafi „verið búin að gef­ast upp“ á að reyna að elt­ast við fram­hjáland­an­ir. Eng­ar rann­sókn­ir hafi verið gerðar á fram­hjálönd­un und­an­far­in ár. „Við þurf­um úrræði sem virka og bíta,“ sagði hann.

Fram kem­ur á RÚV að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hafi boðað til fund­ar í ráðuneyt­inu í fyrra­málið vegna máls­ins. „Þar mun­um við fara yfir þetta hvernig og hvort við eig­um að bregðast við. Þetta er tví­mæla­laust eitt af þeim mál­um sem bíður nýrr­ar rík­is­stjórn­ar. Þetta er ekki gott ef rétt er,“ er haft eft­ir henni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,47 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 377,00 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,91 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,55 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »