Segir áhyggjur af brottkasti að mestu óþarfar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er miður að ekki hafi verið leitað sjón­ar­miða þeirra sem nýta auðlind­ina, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja eða hags­muna­sam­taka þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra SFS, vegna frétta­skýr­ingaþátt­ar­ins Kveiks, sem sýnd­ur var á RÚV í kvöld. SFS seg­ir áhyggj­ur af brott­kasti óþarfar.

Í þætt­in­um var fjallað um meint svindl í formi fram­hjáland­ana auk þess sem fjallað var um brott­kast afla á ís­lensk­um skip­um. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að veru­lega hafi dregið úr brott­kasti síðastliðin 30 ár og þar hafi upp­taka kvóta­kerf­is­ins verið mikið gæfu­spor.

Á það er bent að í skýrsl­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar komi fram að brott­kast á þorski sé metið um 1% en 2-3% á ýsu. „Að sjálf­sögðu stend­ur full­ur vilji til þess að út­rýma al­ger­lega brott­kasti og all­ir þeir sem bera ábyrgð, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sjó­menn og stjórn­völd, eiga ávallt að leita skýr­inga og leiða til að gera enn bet­ur.“

Yf­ir­lýs­ing­in í heild:

Um­fjöll­un um brott­kast - kveik­ur án elds

Í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik­ur, sem sýnd­ur var í sjón­varpi Rík­is­út­varps­ins í kvöld, var fjallað um brott­kast. Það er miður að ekki hafi verið leitað sjón­ar­miða þeirra sem nýta auðlind­ina, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja eða hags­muna­sam­taka þeirra. Þar sem það virðist hafa verið talið óþarft, þá er rétt að fara yfir nokk­ur mik­il­væg atriði þessu tengd.

Eng­inn deil­ir um það að fyr­ir um 30 árum tíðkaðist brott­kast og þótti raun­ar ekk­ert til­töku­mál. Frá þeim tíma hef­ur hins veg­ar orðið mjög já­kvæð þróun, enda dyggi­lega að því unnið að breyta fyrri fram­kvæmd.

Upp­taka kvóta­kerf­is var mikið gæfu­spor í mörgu til­liti. Að því er brott­kast varðar, þá hafði kvóta­kerfið þau já­kvæðu áhrif að um­gengni um auðlind­ir sjáv­ar varð veru­lega betri. Hér á árum áður myndaðist því miður hvati til að henda fiski helst þegar kvóti var mjög tak­markaður sam­an­borið við veiðigetu skips. Vand­mál fyrri tíðar voru þannig aðallega rak­in til bágs ástands þorsk­stofns­ins og skorts á sveigj­an­leika í kerf­inu. Með tak­mörkuðum heim­ild­um til veiða á þorski, en jafn­vel aukn­um heim­ild­um til veiða á teg­und­um líkt og ýsu og ufsa, kom vanda­málið glögg­lega í ljós. Í blönduðum veiðum þess­ara teg­unda, þar sem afla­heim­ild­ir í þorski voru af skorn­um skammti, var hon­um jafn­vel kastað.

Niðurstaða sam­starfs­nefnd­ar, sem skipuð var af þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra árið 1994 og átti að gera til­lög­ur að bættri um­gengni um auðlind­ir sjáv­ar, var að efl­ing þorsk­stofns­ins væri helsta lausn brott­kasts og lönd­un­ar fram­hjá vigt.

Okk­ur hef­ur bless­un­ar­lega tek­ist vel til. Viðmiðun­ar­stofn þorsks hef­ur vaxið úr 688 þúsund tonn­um árið 2007 í 1.241 þúsund tonn árið 2016. Sú mik­il­væga meg­in­regla gild­ir auðvitað hér á landi að all­an afla, sem kem­ur í veiðarfæri skal koma með að landi og láta vigta í lönd­un­ar­höfn. Brott­kast er því ólög­mætt. Lög­gjaf­inn áttaði sig einnig á því, í sam­ræmi við til­lög­ur sér­fræðinga, að nauðsyn­legt væri að sam­hæfa hvata og mark­mið.

Framsal afla­heim­ilda var grund­vall­arþátt­ur í þess­ari sam­hæf­ingu og aðilar geta nú gert ýmis kon­ar ráðstaf­an­ir þegar um blandaðar veiðar er að ræða. Þannig er t.d. unnt að sækja sér afla­heim­ild­ir á markaði, fram­kvæma teg­unda­til­færslu eða nýta svo­kallaðan VS-afla sam­kvæmt reglu­gerð. Af þess­um sök­um eru eng­ir hvat­ar leng­ur til staðar til að ástunda brott­kast.
Skýrsl­ur sem ár­lega eru unn­ar af hálfu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar staðfesta jafn­framt að vel hef­ur tek­ist til. Þannig er brott­kast á þorski metið um 1%, en um 2-3% á ýsu og er þar jafn­an um smá­an fisk að ræða. Að sjálf­sögðu stend­ur full­ur vilji til þess að út­rýma al­ger­lega brott­kasti og all­ir þeir sem bera ábyrgð, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sjó­menn og stjórn­völd, eiga ávallt að leita skýr­inga og leiða til að gera enn bet­ur.

Í fyrr­greindu sam­hengi má einnig vekja á því at­hygli, líkt og um um­gengni al­mennt um auðlind­ir sjáv­ar, að Íslend­ing­ar eru í far­ar­broddi þegar kem­ur að því að taka á brott­kasti. Þannig má nefna að það var ekki fyrr en árið 2013 að bann við brott­kasti var fyrst samþykkt af hálfu ESB. Bannið hef­ur síðan verið inn­leitt í áföng­um frá ár­inu 2015, en kem­ur þó ekki að fullu til fram­kvæmda fyrr en árið 2019.

Árið 2011 mátu sér­fræðing­ar sam­bands­ins að um 23% afla væri kastað. Við Íslend­ing­ar get­um því, líkt og að svo mörgu öðru leyti þegar kem­ur að sjáv­ar­út­vegi, verið stolt af þeim mikla ár­angri sem náðst hef­ur. Áfram­hald­andi gott sam­starf allra hags­munaaðila mun svo von­andi tak­marka enn frek­ar jaðar­til­vik sem upp geta komið og stríða gegn meg­in­regl­unni um bann við brott­kasti.

Að öllu því virtu sem hér hef­ur verið farið yfir þá ligg­ur fyr­ir að áhyggj­ur ein­stakra aðila, sem sett­ar voru fram í frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Kveik, eru að mestu óþarfar. Um­fjöll­un um mál­efnið er hins veg­ar fagnað, enda eig­um við ávallt að leita leiða til að bæta enn um­gengni um auðlind­ir sjáv­ar.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 439,43 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 25.065 kg
Ýsa 8.379 kg
Ufsi 1.652 kg
Karfi 1.145 kg
Samtals 36.241 kg
2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 439,43 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 25.065 kg
Ýsa 8.379 kg
Ufsi 1.652 kg
Karfi 1.145 kg
Samtals 36.241 kg
2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »