„Þetta verður kært strax í fyrramálið“

Guðmundur Kristjánsson ætlar að komast til botns í því hver …
Guðmundur Kristjánsson ætlar að komast til botns í því hver kastaði nýjum fiski í sjóinn. mbl.is/Styrmir Kári

„Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Hann segir að fiskurinn í myndbandinu sé glænýr og skipið eigi nægan kvóta. „Það er enginn tilgangur með því að henda glænýjum fiski sem búið er að hausa og kútta,“ segir hann og er mikið niðri fyrir.

Ríflega ársgamalt myndband sem virðist sýna brottkast hausaðs þorsks af Kleifabergi ER, var birt í kvöldfréttum RÚV. Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í gærkvöldi fjallað um brottkast fisks af skipinu og birtar upptökur sem teknar voru á árunum 2008 til 2011. Þar sást hvernig smáfiski, meðafla á karfaveiðum og makríl var sturtað í sjóinn. Guðmundur lét í dag hafa eftir sér að brottkast heyrði sögunni til. „Í dag hefur orðið sér stað mikil hugarfarsbreyting. ég held að það megi ekki dæma allan sjávarútveginn út frá myndbandi frá 2008-2011,“ sagði hann.

Guðmundur hafði rétt lokið við að horfa á fréttina þegar mbl.is náði af honum tali. Hann spyr hvort myndbandið sé falsað og sviðsett. Hann sjái ekki betur en að í myndbandinu sé einhver að henda verðmætum sem útgerðin eigi. Við það geti hann ekki unað. „Þetta verður kært strax í fyrramálið til lögreglu. Útgerðin kærir þetta.“

Á honum má skilja að hann trúi ekki að sjómenn Kleifabergs hafi staðið fyrir því brottkasti sem á myndbandinu sést og veltir því upp hvort sendiboði einhvers hafi komist um borð með það fyrir augum að koma höggi á útgerðina eða íslenskan sjávarútveg. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir hann aðspurður hver það eigi að hafa verið. Guðmundur segist undrast að RÚV hafi ekki borið þetta myndaband undir hann, þegar haft var samband við hann í morgun.

Guðmundur segist aðeins vilja komast til botns í því hver henti glænýjum fiski fyrir borð. Og til að rannsaka málið muni hann kæra myndbandið til lögreglu. Hann boðar að Brim muni setja upp fullkomið myndavélakerfi í togara fyrirtækisins með það fyrir augum að fyrirbyggja brottkast. Það myndefni verði geymt í læstri hirslu um borð. Um þetta hafi verið talað í mörg ár og nú sé rétti tíminn að láta af verða.

Kleifaberg á siglingu.
Kleifaberg á siglingu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,11 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 374,09 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 362,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.11.24 548,11 kr/kg
Þorskur, slægður 24.11.24 642,31 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.11.24 374,09 kr/kg
Ýsa, slægð 24.11.24 408,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.11.24 149,57 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 24.11.24 362,27 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.305 kg
Þorskur 904 kg
Keila 95 kg
Hlýri 57 kg
Ufsi 17 kg
Karfi 7 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 3.388 kg
23.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 5.110 kg
Þorskur 3.886 kg
Langa 62 kg
Steinbítur 50 kg
Karfi 22 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 9.145 kg
23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg

Skoða allar landanir »