„Haltu kjafti, taktu þátt“

Sigurður segir sjómenn í erfiðri stöðu.
Sigurður segir sjómenn í erfiðri stöðu. mbl.is/Rax

„Þegar lítill kvóti er til staðar er glórulaust að hirða eitthvað annað en stóran fisk. Smáum og miðlungstórum fiski er hent í hafið aftur. Undantekningarlaust.“ Þetta er meðal þess sem Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Bæjarlistans á Akureyri og fyrrverandi sjómaður, skrifar á Facebook.

Fjallað var um brottkast í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í vikunni. Þar var sýnt mynd­efni sem tekið var upp á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brott­kast á fiski, en brott­kast er bannað með lög­um. Myndbandið var tekið upp á skip­inu Kleif­a­bergi sem er í eigu Brims.

Skipanir að ofan

Sigurður var tvö ár til sjós á Kleifabergi og hann segir myndirnar þaðan ekki einsdæmi, hann hafi séð þetta allt mörgum sinnum. „Eins undarlegt og það er beinist umræðan að sjómönnum sem eru í brottkastinu. Sökin hefur aldrei á nokkrum tímapunkti verið þeirra. Ekki einn sporður fer í sjóinn án þess að boð komi að ofan. Ábyrgðin er í öllum tilfellum í höndum skipstjóra og útgerðarmanns,“ skrifar Sigurður.

Hann setti fram nokkur dæmi um hvernig þetta fer fram. „70 tonna karfahal. Tuðran sett út og opnað fyrir pokann. Alltof mikið. 20 tonn tekin um borð. 50 tonn hreinsuð úr pokanum. 40 tonna þorskhal. Áttum að veiða ýsu en sá guli kom upp. Móttakan lokuð og allt sett í rennuna. Ekki sporður um borð.“

Útgerðarmaður organdi í símanum

Sigurður segir þessar sögur skipta þúsundum og séu auðvitað til háborinnar skammar. „En ég vil ítreka það að ekki er við sjómennina sjálfa að sakast. Einungis útgerðarmenn og skipstjóra. Samt eru skipstjórar ekki öfundsverðir í stöðu sinni. Með útgerðarmanninn organdi í símanum vegna aflasamsetningar,“ skrifar Sigurður og segir stöðu sjómanna afskaplega erfiða:

„Aldrei myndi einstaklingur sem hefur sitt lífsviðurværi sem sjómaður stefna því í voða að neita að taka þátt í þessum viðbjóð. Andlegt ofbeldi sem ekki er talað um. Haltu kjafti, taktu þátt eða þú ferð ekki fleiri túra hér.“

Hann telur að þetta hafi skánað á sumum stöðum þó það sé langt því frá búið að uppræta brottkast. „Til eru útgerðir sem standa sig með prýði í þessum efnum. Skussarnir eru ennþá til og á þeim þarf að taka. Best væri fyrir Guðmund í Brim að halda kjafti næstu daga og hugsa frekar hvernig væri hægt að koma þessum hlutum í lag í stað þess að ætla að kæra einhvern sem vinnur undir honum. “

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 5.620 kg
Ýsa 2.866 kg
Karfi 16 kg
Keila 2 kg
Samtals 8.504 kg
25.11.24 Eskey ÓF 80 Landbeitt lína
Þorskur 3.487 kg
Ýsa 2.922 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 6.412 kg
25.11.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 2.032 kg
Þorskur 870 kg
Samtals 2.902 kg
25.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.176 kg
Ýsa 2.165 kg
Samtals 6.341 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.11.24 591,42 kr/kg
Þorskur, slægður 25.11.24 655,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.11.24 404,23 kr/kg
Ýsa, slægð 25.11.24 405,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.11.24 264,73 kr/kg
Ufsi, slægður 25.11.24 315,24 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 25.11.24 271,53 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 5.620 kg
Ýsa 2.866 kg
Karfi 16 kg
Keila 2 kg
Samtals 8.504 kg
25.11.24 Eskey ÓF 80 Landbeitt lína
Þorskur 3.487 kg
Ýsa 2.922 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 6.412 kg
25.11.24 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Ýsa 2.032 kg
Þorskur 870 kg
Samtals 2.902 kg
25.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.176 kg
Ýsa 2.165 kg
Samtals 6.341 kg

Skoða allar landanir »