Fortíðarþrá gerði vart við sig

Helga María á siglingu. Mynd úr safni.
Helga María á siglingu. Mynd úr safni.

„Haustið og það sem er af vetri hefur verið mjög slakt hvað varðar þorskveiðina og fyrsta eiginlega skotið kom ekki fyrr en síðastliðinn laugardag. Það var í Þverálnum og þar var mokveiði eða 60 tonna dagur. Þetta er langbesta veiðin sem fengist hefur frá því í sumar og það er ekki laust við að ákveðin fortíðarþrá hafi gert vart við sig því þarna voru einir þrjátíu togarar að veiðum og það var mokafli hjá þeim öllum.“

Þetta segir Heimir Guðbjörnsson, skipstjóri á Helgu Maríu AK, en togarinn kom til Ísafjarðar í gær með tæplega 150 tonna afla.

Fiskurinn var fenginn í um fjögurra daga veiðiferð á Vestfjarðamið en síðustu þrjár landanir togarans hafa verið á Ísafirði og hefur aflanum verið ekið suður til Reykjavíkur til vinnslu.

„Við vorum reyndar ekki búnir að vera nema sólarhring að veiðum þegar við fórum inn til Ísafjarðar sl. þriðjudag með tæplega 20 tonn af þorski. Það var spáð enn einum hvellinum á miðunum og því var ekki um annað að ræða en að leita hafnar. Í túrnum á undan vorum við svo með um 120 tonn sem einnig fóru í land á Ísafirði,“ er haft eftir Heimi á vef HB Granda.

Vilja ekki missa sjónar á þorskinum

Að hans sögn hafa ísfisktogarar útgerðarinnar nýtt sér Ísafjörð sem löndunarhöfn upp á síðkastið.

„Það er ekki gert sérstaklega til að draga úr siglingum með aflann heldur vegna þess að þegar þorskveiðin hefur verið jafn treg og raun ber vitni í allt haust og vetrarbyrjun þá er nauðsynlegt að hanga á þorskinum á meðan hann gefur sig til og missa helst aldrei sjónar á því hvert hann er að fara,“ segir Heimir.

„Þetta hefur svo sem gengið upp og ofan og fyrir síðustu helgi var ástandið orðið afleitt. Við vorum e.t.v. að fá eitt og hálft tonn af þorski á tímann yfir nóttina og svo var ekkert að hafa yfir daginn. Halamiðin voru steindauð og það var helst að Þverállinn og Strandagrunnið væru að bjarga okkur,“ segir Heimir en hann upplýsir að loðna hafi ekki sést í þorskinum á Halanum í vetur fyrr en að vart varð við hana um helgina.

Karfinn bara fáanlegur í birtunni

„Það hefur verið einhver loðna eða æti austur á Strandagrunni í vetur en það er fyrst nú að vart verður við æti á Halanum. Fyrir bræluna sást loðnan ekki en nú er hún komin og þorskurinn með.“

Að sögn Heimis hefur önnur veiði ekki verið merkileg í vetur. Kominn sé sá tími að aðeins er hægt að eiga við gullkarfa í fáa klukkutíma á degi hverjum.

„Karfinn gefur sig bara til í birtunni og ef ekki er dimmt yfir þá getum við vænst þess að fá karfa frá því skömmu fyrir hádegi og þar til að rökkva tekur síðdegis. Það var fín karfaveiði í allt sumar og fram eftir hausti, m.a. í Víkurálnum og í kantinum úti af Vestfjörðum, en þessi veiði hefur dalað mjög mikið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg
23.11.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.808 kg
Ýsa 2.211 kg
Keila 60 kg
Hlýri 36 kg
Karfi 28 kg
Langa 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 9.153 kg
23.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 6.997 kg
Skarkoli 2.983 kg
Þorskur 208 kg
Þykkvalúra 17 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 10.221 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 530,81 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 345,49 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 199,50 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 232,84 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.11.24 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 1.191 kg
Ýsa 90 kg
Keila 88 kg
Hlýri 51 kg
Karfi 33 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.457 kg
23.11.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 6.808 kg
Ýsa 2.211 kg
Keila 60 kg
Hlýri 36 kg
Karfi 28 kg
Langa 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 9.153 kg
23.11.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 6.997 kg
Skarkoli 2.983 kg
Þorskur 208 kg
Þykkvalúra 17 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 10.221 kg

Skoða allar landanir »

Loka