Íslenski saltfiskurinn „einfaldlega bestur“

Ánægður viðskiptavinur í versluninni í Portúgal.
Ánægður viðskiptavinur í versluninni í Portúgal. Ljósmynd/VSV

„Íslenskur saltfiskur er hátíðarmatur hér og sjálfsagður aðalréttur á jólaborðinu. Þetta er svo gróið í portúgalska menningu að við lærum strax í barnæsku að meta saltfisk. Sá íslenski er einfaldlega bestur!“

Þetta segir Nuno Araújo, sölustjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Portúgal, en About fish Portugal, markaðs- og sölufyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, opnaði sérstaka verslun í bænum Oliveira de Azeméis í október og mun reka hana til áramóta.

Sá íslenski þykir betri

Fram kemur á vef Vinnslustöðvarinnar að um sé að ræða hluta af kynningarverkefni fyrir saltfisk fyrirtækisins núna á síðasta fjórðungi ársins, og að óhætt sé að slá því föstu að tekist hafi til langt framar vonum.

„Portúgalar byrja að kaupa inn saltfisk til aðventu og jóla í október. Með versluninni gefst neytendum annars vegar kostur á að kaupa vöruna beint af fulltrúum seljenda í Vestmannaeyjum en hins vegar fá fulltrúar VSV/About fish milliliðalaust tækifæri til að hitta neytendur og kynnast viðhorfum þeirra og óskum,“ segir á vef Vinnslustöðvarinnar.

„Norskur saltfiskur er mjög víða á borðum í Portúgal en sá íslenski þykir mun betri og fyrir gæðin borga viðskiptavinirnir. Í kynningu About fish er framar öðru lögð áhersla á að kynna íslenskan gæðafisk, beina með öðrum orðum sjónum kaupenda að íslenskum uppruna vörunnar.“

Sölumennirnir standa vaktina úti.
Sölumennirnir standa vaktina úti. Ljósmynd/VSV

Ólíkir markaðir á Spáni og í Portúgal

Haft er eftir Sverri Haraldssyni, sviðsstjóra bolfiskssviðs Vinnslustöðvarinnar, að Araújo og félagar standi sig vel í markaðssetningunni.

„Þeim tekst að vekja mikla athygli á saltfiskinum okkar og skapa verkefninu aðlaðandi og skemmtilega umgjörð,“ segir Sverrir.

„Portúgal er aðalmarkaður okkar fyrir saltfisk. Við sérhæfum okkur í að sinna kaupendum og neytendum þar og hlusta á óskir þeirra og viðhorf. Kröfur saltfiskmarkaðarins í Portúgal eru yfirleitt mjög ólíkar þeim sem gerðar eru á Spáni.

Portúgalar vilja þurrkaðan og vel staðinn saltfisk til að hann fái áferð og bragð sem þeir sækjast eftir. Spánverjar kæra sig ekkert um þurrkaðan saltfisk en leggja mun meiri áherslu á útlitið, að þorskurinn sé hvítur og fínn. Portúgalar eru á hinn bóginn ekki uppteknir af því og ekki þýðir að bjóða þeim sprautusaltaðan þorsk. Það er því verulegur munur á matarsmekk grannþjóðanna tveggja að þessu leyti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,95 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,42 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 1.072 kg
Þorskur 94 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.170 kg
26.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 34 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 610 kg
26.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
26.4.24 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.175 kg
Þorskur 109 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.303 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 392,95 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 201,29 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,74 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,42 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet
Grásleppa 1.072 kg
Þorskur 94 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.170 kg
26.4.24 Uggi VE 272 Handfæri
Þorskur 555 kg
Ufsi 34 kg
Karfi 12 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 610 kg
26.4.24 Elley EA 250 Grásleppunet
Grásleppa 1.844 kg
Samtals 1.844 kg
26.4.24 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.175 kg
Þorskur 109 kg
Rauðmagi 12 kg
Steinbítur 4 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 1.303 kg

Skoða allar landanir »