Afturkalla MSC-vottun fyrir grásleppuveiðar

Gert að grásleppu á Húsavík.
Gert að grásleppu á Húsavík. mbl.is/Hafþór

MSC-vottun fyrir grásleppuveiðar við Ísland hefur verið afturkölluð frá og með 4. janúar næstkomandi. Í ljós hefur komið að meðafli við veiðarnar er umfram viðmiðunarmörk hvað varðar fjórar tegundir, þ.e. landsel, útsel, dílaskarf og teistu.

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda, en um er að ræða nýjar niðurstöður frá vottunarstofunni Tún.

16% af útselastofninum hafi verið meðafli í ár

Að mati Túns ógna grásleppuveiðar tilvist þessara fjögurra tegunda en niðurstöðurnar eru byggðar á útreikningum Hafrannsóknastofnunar frá upplýsingum úr afladagbókum og athugunum veiðieftirlitsmanna.

„Þeir jafngilda að meðafli við grásleppuveiðar á vertíðinni 2017 hafi verið 16% af útselastofninum, 10% af stofni landsels, 17% af dílaskarfi og 20% af þeim fjölda teista sem stofninn telur.“

Landssambandið segist nú vinna að yfirferð á skýrslu vottunarstofunnar og gögnum henni tengdri, til að hægt verði að leggja mat á hvað hægt sé að gera í stöðunni.

„Að svo stöddu er ekki hægt að leggja mat á hvaða áhrif upplýsingarnar hafa á grásleppuveiðar hér við land.“

Vottunin fékkst árið 2014

Grásleppuveiðar við Ísland fengu MSC-vottunina síðla árs 2014. Fjallaði Morgunblaðið þá um að vottunin ætti að gefa Íslandi forskot í sölu hrogna, en fram kemur að Grænlendingar hafi þá átt töluvert í land með að ná vottun.

Enn fremur var vonast til að grásleppa og grásleppuhrogn yrðu tekin af válista Alþjóðanáttúruverndarsjóðsins, en vera hennar þar var sögð hafa gert vörunni erfitt fyrir í Svíþjóð og Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 1.813 kg
Þorskur 1.641 kg
Samtals 3.454 kg
21.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 225 kg
Ýsa 14 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 243 kg
20.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.037 kg
Langa 82 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 7 kg
Sandkoli 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.233 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 1.813 kg
Þorskur 1.641 kg
Samtals 3.454 kg
21.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 225 kg
Ýsa 14 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 243 kg
20.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.037 kg
Langa 82 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 7 kg
Sandkoli 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.233 kg

Skoða allar landanir »