Væntir viðbragða frá Færeyingum

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við væntum viðbragða frá Færeyingum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra en hann ákvað í morgun að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu árið 2018.

„Þetta er svar við því að okkar skip fá ekki að veiða kolmuna í þeirra sjó á næsta ári,“ segir Kristján Þór en ekki náðist samkomulag um óbreyttan samning milli Íslands og Færeyja á fundi sjávarútvegsráðherra ríkjanna tveggja fyrr í mánuðinum.

„Ég lagði til að samningar yrðu óbreyttir milli ára og að við tækjum upp viðræður á nýju ári um þróun samninganna,“ segir Kristján Þór en Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski innan íslenskrar lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu.

Kristján segir það skýrt í sínum huga að hann vilji halda sérstöku sambandi Íslendinga og Færeyinga góðu, en menn verði að meta samband þjóðanna varðandi fiskveiðiréttindi í fullri sanngirni. „Ég er tilbúinn að ræða breytingar á fyrra samkomulagi. En ef Ísland á að gefa eitthvað frá sér í viðskiptum við aðrar þjóðir þá er eðlilegt að eitthvað annað komi í staðinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 588,33 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 445,22 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 206,19 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 588,33 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 445,22 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 206,19 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »