Dagatölin „öll með tölu beint í ruslið“

Frá fyrirlestri Magnúsar Orra Schram.
Frá fyrirlestri Magnúsar Orra Schram. Ljósmynd/Hákon Ernuson

Nauðsynlegt er að hvert einasta fyrirtæki og hver einasta stofnun hugsi sinn gang og grípi til aðgerða til að hindra að kynbundin mismunun og áreitni eigi sér stað. Þetta sagði Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, á sérstökum fundi fyrir starfsmenn fyrirtækisins.

Útgerðin boðaði til fundarins á föstudag og var Magnús Orri Schram, stjórnarmaður UN Women á Íslandi, fenginn til að halda fyrirlestur. Fjallaði hann þar um eðli #metoo-byltingarinnar og beindi sjónum sérstaklega að Íslandi. Þá lagði hann áherslu á ábyrgð karlmanna í breyttum heimi og hvatti karlmenn til að endurskoða viðhorf sín og hegðun í garð kvenna.

Lásu upp frásagnir kvenna

Gunnþór tilkynnti að framvegis myndu hefðbundin dagatöl, prýdd fáklæddum eða berum konum, ekki fara upp á vegg á vinnustöðum og í skipum Síldarvinnslunnar. Nú við upphaf nýs árs, þegar sendingar bærust af slíkum dagatölum, færu þau „öll með tölu beint í ruslið“.

Enn fremur lásu upp á fundinum þær Ingibjörg Þórðardóttir, Birta Sæmundsdóttir og Sólveig Helga Björgúlfsdóttir frásagnir kvenna sem orðið hafa fyrir áreitni. Um sjötíu manns sóttu fundinn og höfðu margir orð á því að þarna væri um þarft og gott framtak að ræða, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg
31.1.25 Natalia NS 90 Línutrekt
Þorskur 269 kg
Ýsa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 281 kg
31.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 15.145 kg
Ýsa 2.608 kg
Steinbítur 59 kg
Karfi 12 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 17.832 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 498,55 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 264,24 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

31.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 1.065 kg
Ýsa 476 kg
Keila 242 kg
Karfi 102 kg
Hlýri 87 kg
Ufsi 4 kg
Grálúða 3 kg
Samtals 1.979 kg
31.1.25 Natalia NS 90 Línutrekt
Þorskur 269 kg
Ýsa 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 281 kg
31.1.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 15.145 kg
Ýsa 2.608 kg
Steinbítur 59 kg
Karfi 12 kg
Keila 7 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 17.832 kg

Skoða allar landanir »