„Ertu fegin að fá mig í land?“

Fjölskylda Sigurðar Steinars beið hans á bryggjunni í morgun.
Fjölskylda Sigurðar Steinars beið hans á bryggjunni í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

„Ertu feg­in að fá mig í land?“ spurði Sig­urður Stein­ar Ket­ils­son, skip­herra á varðskip­inu Þór, konu sína, Sól­veigu Bald­urs­dótt­ur, þegar hún tók á móti hon­um úr sinni síðustu ferð eft­ir 50 ára sam­felld­an fer­il hjá Land­helg­is­gæsl­unni. Sig­urður er nýorðinn sjö­tug­ur og læt­ur af störf­um vegna ald­urs, en Land­helg­is­gæsl­an tók á móti hon­um með viðhöfn þegar Þór lagði að bryggju við Faxag­arð í morg­un. Stillt var upp heiður­sverði og viðhafn­ar­skot­um var skotið til heiðurs skip­herr­an­um. 

Það var Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sem steig fyrst­ur um borð í Þór og heilsuðust þeir Sig­urður form­lega, að sið Gæsl­unn­ar, áður en þeir föðmuðust þétt­ings­fast. Á eft­ir kom fjöl­skylda hans, barna­barn sem hann tók í fangið og knúsaði og eig­in­kon­an sem fékk koss. Aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir fylgdu í kjöl­farið, svo starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar og fleiri vel­unn­ar­ar Sig­urðar.

Al­gjör til­vilj­un að hann endaði í Gæsl­unni 

Í dag eru ná­kvæm­lega 50 ár upp á dag síðan Sig­urður hóf störf hjá Gæsl­unni en sjálf­um finnst hon­um þessi tími hafa liðið ansi hratt. „Ég man vel eft­ir því þegar ég byrjaði. Það var fyr­ir al­gjöra til­vilj­un. Við ætluðum fara fé­lag­arn­ir úr fiski­manna­deild yfir í far­manna­deild við Stýri­manna­skól­ann og urðum að ná okk­ur í sex mánaða sigl­inga­tíma. Ég fékk pláss á litl­um varðbát, Maríu Júlíu. Ég held ég sé bara ennþá að ná mér í sigl­inga­tíma, eða kannski dagaði ég bara uppi,“ seg­ir skip­herr­ann kím­inn í sam­tali við mbl.is.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, heilsaði Sigurði Steinari formlega áður en …
Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, heilsaði Sig­urði Stein­ari form­lega áður en hann faðmaði fé­laga sinn þétt­ings­fast. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sig­urður hóf störf sem há­seti, lauk svo námi úr Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík og var skip­stjórn­ar­maður á varðskip­um og í loft­för­um í fjölda ára. Hann varð svo fa­stráðinn skip­herra fyr­ir um 30 árum. Þá lauk hann frek­ara námi  frá Naval War Col­l­e­ge í Banda­ríkj­un­um og sér­fræðinámi frá Rhodes Aca­demy í haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna.

Sig­urður hef­ur á ferli sín­um hef­ur gegnt fjölda starfa inn­an Land­helg­is­gæsl­unn­ar, meðal ann­ars sem yf­ir­maður aðgerða. Þá hef­ur hann lagt lóð sitt á vog­ar­skál­arn­ar í mennta- og þjálf­un­ar­mál­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Í síðustu ferð sinni sem skip­herra á Þór sigldi Sig­urður í kring­um landið og kvaddi hafn­ar­stjóra og hafn­ir. Ferðinni lauk svo á viðamik­illi æf­ingu með norska flot­an­um og varðskip­inu Tý.

Stóð vakt­ina í tveim­ur þorska­stríðum

Sig­urði vefst ekki tunga um tönn þegar hann er spurður hvað stend­ur upp úr á ferl­in­um. „Að bjarga manns­líf­um er það sem stend­ur upp úr, það gef­ur okk­ur öll­um mikið enda erum við fórn­fús­ir á þessu sviði, við Íslend­ing­ar.“

Hann náði því einnig að standa vörð um fisk­veiðilög­sögu Íslands í tveim­ur þorska­stríðum. „Það var stund­um erfitt en við vor­um að reyna að ná fisk­veiðimiðum þjóðar­inn­ar.“ Ann­ars hef­ur svo margt á daga Sig­urðar drifið að æv­in­týr­in gætu ef­laust fyllt mörg bindi af bók­um.

Viðhafnarskotum var skotið af bryggjunni til heiðurs skipherranum.
Viðhafn­ar­skot­um var skotið af bryggj­unni til heiðurs skip­herr­an­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Nú hyggst hann hins veg­ar fara að sinna fjöl­skyld­unni meira, seg­ir tíma kom­inn til þess. Svo ætl­ar hann að ferðast, þrátt fyr­ir að hafa reynd­ar siglt um öll heims­ins höf síðustu 50 ár.

Hann hlær þegar hann er spurður hvort kon­an sé feg­in að fá hann í land. „Þú verður að spyrja hana að því.“ Svo rifjar hann upp sögu af frænku sinni og mann­in­um henn­ar sem var skip­stjóri. „Hann sá um út­gerðina og hún sá um heim­ilið. Það tók tvö ár fyr­ir þau að ná sam­an í landi þegar hann hætti á sjón­um. Hún vildi halda áfram að stjórna og hann vildi líka stjórna.“

Fara út í sort­ann 

Sig­urður þakkaði konu sinni sér­stak­lega í ræðu sem hann hélt um borð í Þór þegar búið var að taka form­lega á móti hon­um. Sagði það ekki auðvelt fyr­ir fjöl­skyld­ur starfs­manna Land­helg­is­gæsl­unn­ar að þurfa að horfa á eft­ir þeim út sort­ann þegar út­kall kæmi. „Það má ekki gleyma einu í þessu starfi, það eru okk­ar fjöl­skyld­ur. Bak­hjarl okk­ar. Við erum kannski út á sjó í vond­um veðrum eða för­um í út­köll í vond­um veðrum. Við segj­umst bara vera að fara í út­kall og svo för­um við út í sort­ann. Ég vil sér­stak­lega þakka eig­in­konu minni og fjöl­skyldu fyr­ir að hafa staðið við bakið á mér öll þessi ár.“

Sigurður Steinar hóf störf hjá gæslunni fyrir námkvæmlega 50 árum, …
Sig­urður Stein­ar hóf störf hjá gæsl­unni fyr­ir nám­kvæm­lega 50 árum, upp á dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þá spurði Sig­urður í ræðu sinni hvort það væri klikk­un að starfa í 50 ár hjá sömu stofn­un. Eft­ir að hafa farið yfir það hvað starfið hef­ur verið fjöl­breytt var niðurstaðan hins veg­ar sú að svo væri ekki. „Punkt­ur­inn yfir i-ið. Nei það er ekki klikk­un, það er mín skoðun. Þetta er hug­sjón­astarf, eins og víða ann­ars staðar í þjóðfé­lag­inu.“

Þekk­ir öll skip í skipa­skránni úr mik­illi fjar­lægð

Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, hélt einnig ræðu þar sem hann fór yfir fer­il Sig­urður og sagði af hon­um skemmti­leg­ar sög­ur. Til­tók hann sér­stak­lega eina náðar­gáfu skip­herr­ans, en hann þekk­ir öll skip­in í ís­lenska skipa­flot­an­um, og jafn­vel fleiri, úr mik­illi fjar­lægð. „Hann fer eft­ir lög­un skipskrokks, stöðu mast­urs og öðrum atriðum. Hann þekk­ir öll skip og báta sem fyr­ir­finn­ast í ís­lenskri skipa­skrá og jafn­vel víðar. Það verður að telj­ast mik­illi kost­ur fyr­ir mann sem starfar við ör­ygg­is- og lög­gæslu­störf á haf­inu.“

Tekið var á móti varðskipinu Þór með mikilli viðhöfn við …
Tekið var á móti varðskip­inu Þór með mik­illi viðhöfn við Faxag­arð í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Georg sagði stýri­menn sem voru með Sig­urði á vökt­um á fyr­ir tíma AIS auðkenni­kerf­is­ins vel hafa kunnað að meta þenn­an eig­in­leika hans. „Oft­ast var það þannig að menn sáu lít­inn dep­il út við ystu sjón­arrönd og Sig­urður Stein­ar þekkti bát­inn sam­stund­is.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 518,32 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 284,18 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,69 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 219,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.587 kg
Ýsa 161 kg
Þorskur 147 kg
Hlýri 35 kg
Skarkoli 14 kg
Keila 6 kg
Langa 5 kg
Samtals 9.955 kg
14.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.618 kg
Ýsa 1.287 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 38 kg
Samtals 2.986 kg
14.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.221 kg
Ýsa 1.976 kg
Steinbítur 84 kg
Keila 81 kg
Samtals 7.362 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.3.25 518,32 kr/kg
Þorskur, slægður 14.3.25 481,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.3.25 284,18 kr/kg
Ýsa, slægð 14.3.25 293,89 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.3.25 207,69 kr/kg
Ufsi, slægður 14.3.25 250,80 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 14.3.25 219,52 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 9.587 kg
Ýsa 161 kg
Þorskur 147 kg
Hlýri 35 kg
Skarkoli 14 kg
Keila 6 kg
Langa 5 kg
Samtals 9.955 kg
14.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.618 kg
Ýsa 1.287 kg
Steinbítur 43 kg
Keila 38 kg
Samtals 2.986 kg
14.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 5.221 kg
Ýsa 1.976 kg
Steinbítur 84 kg
Keila 81 kg
Samtals 7.362 kg

Skoða allar landanir »