Alþýðusamband Íslands mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda, í umsögn sinni um frumvarpið til atvinnuveganefndar Alþingis. ASÍ segir að verið sé að „létta eðlilegu endurgjaldi fyrir afnot af þjóðarauðlind af nokkrum af best stöddu fyrirtækjum landsins“ og vill að til annarra aðgerða verði gripið til að mæta vanda minni útgerða.
ASÍ segir rétt að geta þess að stór hluti fyrirhugaðrar lækkunar falli í skaut stærstu útgerða landsins, sem hafi sterka rekstrarstöðu og geti aðlagast sveiflum, en segir einnig að sú leið sem farin er við ákvörðun veiðigjalda á sjávarútvegsfyrirtæki sé „fjarri því að vera skilvirk.“
„Þegar vel hefur gengið í sjávarútvegi hafa lækkanir verið rökstuddar með því að horfur séu slæmar fram í tímann, og þegar staðan þrengist eru þau aftur lækkuð með sömu rökum,“ segir í umsögn ASÍ, sem undirrituð er af Róbert Farestveit, hagfræðingi sambandsins.
ASÍ gagnrýnir einnig málsmeðferð frumvarpsins af hálfu meirihluta atvinnuveganefndar, en umsagnarbeiðnir voru sendar út 31. maí og umsagnarfrestur veittur til 1. júní.
„Þá vekur það sérstaka athygli að umsagnabeiðnir voru einungis sendar á 10 aðila. Þar af voru engin samtök launafólks, hvorki Alþýðusamband Íslands né stéttarfélög starfsfólks í greininni þ.m.t. Sjómannasamband Íslands,“ segir í umsögninni.
Umsögn Alþýðusambands Íslands um frumvarpið
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 538,39 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 561,06 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 347,42 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,97 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 9,52 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
22.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.731 kg |
Þorskur | 372 kg |
Keila | 22 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 2.130 kg |
22.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 485 kg |
Karfi | 140 kg |
Ýsa | 90 kg |
Ufsi | 6 kg |
Skarkoli | 3 kg |
Samtals | 724 kg |
22.11.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.206 kg |
Samtals | 1.206 kg |
22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína | |
---|---|
Þorskur | 10.922 kg |
Ýsa | 1.211 kg |
Keila | 50 kg |
Ufsi | 20 kg |
Samtals | 12.203 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.11.24 | 538,39 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.11.24 | 561,06 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.11.24 | 347,42 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.11.24 | 257,15 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.11.24 | 199,97 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.11.24 | 282,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.11.24 | 9,52 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
22.11.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.731 kg |
Þorskur | 372 kg |
Keila | 22 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 2.130 kg |
22.11.24 Særún EA 251 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 485 kg |
Karfi | 140 kg |
Ýsa | 90 kg |
Ufsi | 6 kg |
Skarkoli | 3 kg |
Samtals | 724 kg |
22.11.24 Fjóla SH 7 Plógur | |
---|---|
Ígulker Hvf C | 1.206 kg |
Samtals | 1.206 kg |
22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína | |
---|---|
Þorskur | 10.922 kg |
Ýsa | 1.211 kg |
Keila | 50 kg |
Ufsi | 20 kg |
Samtals | 12.203 kg |