Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli.
Líkt og mbl.is greindi frá fyrr í morgun sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í svari við fyrirspurn á Alþingi að hann efaðist um sjálfbærni hvalveiða Íslendinga.
Hafnrannsóknarstofnun leggur til að árlegar veiðar á langreyði verði ekki meiri en 161 dýr á ári á tímabilinu 2018 til 2025. Gísli segir að ráðgjöfin sé mjög varfærnisleg. „Það liggur mjög mikil úttektarvinna að baki þessum kvótum, bæði hjá vísindanefnd alþjóðahvalveiðiráðsins og vísindanefnd Norður-Atlantshafs Sjávarspendýraráðsins,NAMMCO. Þetta er mjög varfærnislegt módel þar sem tekið er tillit til veikustu forsendanna í hverju tilfelli,“ segir Gísli. „Af þeim stofnum sem við veitum ráðgjöf er þetta með því varfærnislegasta sem við gerum.“
Í ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir langreyði árin 2018 til 2025 segir að langreyði hafi fjölgað jafnt og þétt við Ísland frá upphafi hvalatalninga árið 1987 og var fjöldinn í síðustu talningu sá mesti síðan talningar hófust. „Besta leiðrétta mat fyrir allt talningasvæði Íslands og Færeyja árið 2015 var 40.788 langreyðar,“ segir í ráðgjöf stofnunarinnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.449 kg |
Þorskur | 919 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.375 kg |
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 577 kg |
Skarkoli | 303 kg |
Þorskur | 97 kg |
Sandkoli | 12 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Samtals | 1.007 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.11.24 | 564,58 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.11.24 | 656,67 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.11.24 | 374,69 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.11.24 | 341,33 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.11.24 | 315,48 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.11.24 | 337,30 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.11.24 | 393,63 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 15.11.24 | 103,00 kr/kg |
21.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 4.050 kg |
Þorskur | 3.889 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Samtals | 7.943 kg |
21.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.449 kg |
Þorskur | 919 kg |
Hlýri | 4 kg |
Steinbítur | 3 kg |
Samtals | 2.375 kg |
21.11.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 577 kg |
Skarkoli | 303 kg |
Þorskur | 97 kg |
Sandkoli | 12 kg |
Þykkvalúra | 8 kg |
Karfi | 5 kg |
Steinbítur | 5 kg |
Samtals | 1.007 kg |