Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd, segir erfitt að halda aftur …
Paul Watson, stofnandi Sea Shepherd, segir erfitt að halda aftur af sér með að sökkva hvalveiðiskipunum. AFP

Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Með því yrði Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals, greiði gerður. Segir Watson þó erfitt fyrir Sea Shepherd og hann sjálfan að halda aftur af sér með að sökkva skipunum.

Þetta kemur fram í grein sem Watson ritar á vefsíðu Sea Shepherd í sumar þar sem málið er útskýrt fyrir stuðningsmönnum samtakanna. „Hvers vegna gerum við það ekki aftur?“ spyr Watson og svarar: „Skipin tvö sem við sökktum héldu aldrei til hvalveiða á ný og liggja núna á ströndinni og ryðga. En hin tvö skipin eru enn til staðar og það væri einfalt mál að sökkva þeim. Eða það væri einfalt mál að koma í veg fyrir veiðar skipanna tveggja á hafi úti með bátunum okkar.“

„Við gætum gert það og við myndum virkilega vera til í að gera það. En við getum það ekki. Ekki vegna þess að það sé ekki framkvæmanlegt. Nei, vandamálið er að það myndi ekki skila sér aðferðafræðilega. Ef við vildum fá mikla athygli og safna miklum fjárframlögum til þess að fara í hvalveiðistríð við Ísland er ég sannfærður um að við gætum aflað þess stuðnings. En því miður er mjög mikilvægar ástæður sem koma í veg fyrir að við getum gert það. Ástæðan er sú að það er nákvæmlega það sem Kristján Loftsson, eigandi þessa hræðilega iðnaðar, vill að við gerum,“ heldur Watson áfram.

Bindur vonir sínar við andlát eldri Íslendinga

Watson segir ljóst að stuðningur við hvalveiðar á meðal Íslendinga hafi minnkað mikið. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun sé aðeins um þriðjungur hlynntur veiðunum, þriðjungur á móti og þriðjungur hafi ekki myndað sér skoðun á málinu. „Þessi 34% sem styðja hvalveiðar eru gjarnan gamlir, illa menntaðir íslenskir karlmenn. Samhliða því sem þeir deyja fækkar þeim sem styðja hvalveiðar.“ Kannanir sýni að stuðningur minnki eftir því sem fleiri eldri Íslendingar ljúki jarðvist sinni.

Skip á vegum Sea Shepherd.
Skip á vegum Sea Shepherd. AFP

„Kæmi til aðgerða af hálfu Sea Shepherd á þessum tímapunkti myndi það aðeins skapa forsendur fyrir auknum stuðningi Íslendinga við hvalveiðar vegna þjóðernisbylgjunnar sem þær myndu valda,“ segir Watson ennfremur. Önnur staða hafi verið uppi að hans sögn árið 1986 þegar nánast öll íslenska þjóðin hafi stutt hvalveiðar. Þá hafi engu verið að tapa en allt að vinna með því að ráðast á hvalveiðiskipin og hvalstöðina í Hvalfirði sem samtökin unnu einnig miklar skemmdir á.

Watson segir að aðgerðir Sea Shepherd árið 1986 hafi orðið til þess að dregið hafi úr hvalveiðum og segir hann samtökum sínum meðal annars að þakka að Íslendingar hafi hætt hvalveiðum í lok 9. áratugar síðustu aldar. „Það er einfaldlega ekki nægur hagnaður lengur til þess að réttlæta það að taka ný skip í notkun í stað þeirra skipa [Kristjáns] Loftssonar sem við eyðilögðum árið 1986.“ Segir hann Íslendinga verri hvalveiðiþjóð en Japani og Norðmenn þar sem þeir veiði langreyði.

Borða hvalkjöt vegna banns í heimalöndunum

Watson segir að Bandaríkin, Ástralía, Evrópusambandið og aðrir aðilar að Alþjóðahvalveiðiráðinu gætu gripið til refsiaðgerða gegn Íslandi en hafi öll neitað að gera það. Það séu frekar ferðamenn sem heimsæki Ísland sem borði hvalkjöt en Íslendingar sjálfir samkvæmt könnunum og Bandaríkjamenn og Evrópubúar geri það vegna þess að það sé bannað í heimalöndum þeirra. Ef ferðamenn myndu hætta að borða hvalkjöt yrði það til þess að hvalveiðar Íslendinga minnkuðu verulega.

Watson segir að Kristján Loftsson sé eina ástæðan fyrir hvalveiðunum. „Góðu fréttirnar eru að hann verður dauður innan fárra ára og vonandi deyja hvalveiðar í atvinnuskyni með honum. Nema Íslendingar sjái ástæðu til þess að áframhaldandi áhuga á hvalveiðum og það eina sem gæti orðið til þess er ef utanaðkomandi hópur gripi til aðgerða eins og við gerðum 1986.“ Vísar hann til þess í greininni í því sambandi að Kristján sé orðinn 75 ára gamall en verið 43 ára þá.

Hvalveiðiskipið Hvalur 9.
Hvalveiðiskipið Hvalur 9. mbl.is/Kristinn

„Með dauða hvalveiða í atvinnuskyni og vaxandi starfsemi í kringum hvalaskoðun er ljóst hvert stefnir og þó ég myndi ekkert vilja frekar en að senda þau tvö hvalveiðiskip sem eftir eru niður á hafsbotn myndi slík aðgerð ekki vera gagnleg fyrir skjólstæðinga okkar. Já, margir vilja að við grípum til aðgerða og hafa sagt mér að þeir vilji fjármagna slíka herferð. En ég verð að setja langtímahagsmuni skjólstæðinga okkar í forgrunn og skjólstæðingar okkar eru hvalirnir,“ segir hann.

Mjög erfitt að grípa ekki til aðgerða gegn Íslandi

„Við höfum ekki yfirgefið þá [hvalina]. Starfsmenn okkar eru á Íslandi og þeir eru að fylgjast með og skrásetja. Ólöglegar aðgerðir Íslands fara ekki framhjá neinum og við höldum áfram að reyna að sannfæra aðildarríki Alþjóðahvalveiðiráðsins um að grípa til refsiaðgerða. Því miður lifum við í heimi sem skortir pólitískan og efnahagslegan hvata til þess að framfylgja alþjóðlegum umhverfisverndarlögum,“ segir Watson áfram og bætir ennfremur við:

„Persónulega get ég staðfest að það er mjög erfitt fyrir okkur að grípa ekki til aðgerða. Mig langar innilega til þess að eyðileggja þessi drápsskip með félögum mínum í Sea Shepherd. En við verðum að taka mið af stóru myndinni. Árið 1986 gerði hugrökk áhöfn okkar það rétta í stöðunni með jákvæðri niðurstöðu. Síðan 1986 hefur félagslega umhverfið hins vegar breyst,“ segir hann og vísar til aldurs Kristjáns og minni stuðnings við hvalveiðar á Íslandi miðað við kannanir.

„Bandamaður okkar núna er einfaldlega tíminn. Þegar [Kristján] Loftsson deyr þá deyja hvalveiðar Íslendinga einnig,“ segir Watson. Líkir hann Kristjáni við Ahab skipstjóra í skáldsögunni um hvíta hvalinn Moby Dick. Kristján eigi syni en þeir séu ólíklegir að mati Watsons til þess að vilja fjárfesta í nýjum skipum og búnaði. Segir hann Ísland fallegt land en hvalveiðarnar séu eini bletturinn á þjóðinni. „Hvalveiðar Íslendinga eru að deyja og það er vonandi ekki langt í það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 1.813 kg
Þorskur 1.641 kg
Samtals 3.454 kg
21.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 225 kg
Ýsa 14 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 243 kg
20.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.037 kg
Langa 82 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 7 kg
Sandkoli 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.233 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,78 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 1.813 kg
Þorskur 1.641 kg
Samtals 3.454 kg
21.11.24 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 225 kg
Ýsa 14 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 243 kg
20.11.24 Kvika SH 23 Lína
Ýsa 3.037 kg
Langa 82 kg
Þorskur 74 kg
Steinbítur 25 kg
Keila 7 kg
Sandkoli 5 kg
Karfi 3 kg
Samtals 3.233 kg

Skoða allar landanir »