Við þurfum að standa með litlu útgerðunum

Lilja Rafney Magnúsdóttir heima á Suðureyri.
Lilja Rafney Magnúsdóttir heima á Suðureyri. Sigurður Bogi Sævarsson

Afkomutenging á veiðigjaldi í sjávarútvegi og álagning þess færð til rauntíma svo það megi hækka og lækka eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni hverju sinni. Þetta verður í deiglunni á Alþingi nú á haustdögum, þegar frumvarp til breytinga á veiðigjaldi verður tekið til umræðu. Frumvarp um endurskoðun á gjöldunum kom fram á vorþingi en var þá frestað, enda þá skammt til þingfrestunar auk þess sem ekki náðist samstaða um málið.

„Ég vil nálgast þetta mál þannig að hagur og staða minni útgerðarfyrirtækja sé tryggð sem best og þar með nauðsynleg fjölbreytni útgerðarflokka í greininni. Slíkt er hægt að gera með því að efla sérstaka afslætti til þeirra. Við þurfum að standa með litlu útgerðunum sem eru hryggjarstykkið í mörgum byggðarlögum og skapa byggðafestu og atvinnuöryggi . Fyrirtækin þurfa að hafa tækifæri til að vaxa og dafna,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.

Hægt sé að mæta samþjöppun

Morgunblaðið hitti þingkonuna á dögunum í heimaslóðum hennar á Suðureyri við Súgandafjörð. Margt bar á góma, þó einkum sjávarútvegsmálin sem eru til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis þar sem Lilja Rafney er formaður. Auk veiðigjaldanna segir hún að Alþingi muni í vetur fjalla um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem lúta að meiri byggðafestu veiðiheimilda. Í dag eru sem kunnugt tekin 5,3% af heildarafla hvers árs í sérstakan pott sem stjórnvöld ráðstafa úr skv. byggðasjónarmiðum. Má í þessu sambandi nefna strandveiðar, línuívilnun sem segir frá annars staðar hér í blaðinu og byggðakvóta.

„Að stjórnvöld hafi þessi rúmu 5% af heildaraflamarkinu til ráðstafana hefur gefið góða raun. Þó mætti þetta hlutfall vera hærra til að mæta þeirri miklu samþjöppun aflaheimilda sem verið hefur í greininni undanfarin ár. Reglurnar sem um þetta gilda hafa verið til endurskoðaðar oft á undanförnum árum, þá jafnan í þeim tilgangi að þessi leið nýtist sem best til dæmis ef kvóti er seldur eða veigamiklar forsendur breytast,“ sagði Lilja Rafney.

Fjölbreytni sé tryggð

Í dag njóta um 30 staðir á landinu almenns byggðakvóta sem er úthlutað eftir ákveðnum reglum sem Fiskistofa fylgir eftir. Byggðastofnun er með 11 samninga um sérstakan byggðakvóta við veikar sjávarbyggðir þar sem miklir atvinnuhagsmunir eru undir eða sértækar aðstæður sem þurfi að bregðast við. Mjög góð reynsla sé þeirri aðgerð, segir Lilja Rafney, sem telur samstöðu vera meðal stjórnmálamanna þvert á flokka um að afkomutengja þurfi veiðigjöldin betur en þau skiluðu á síðasta ári 8,4 milljörðum króna í ríkissjóð. Mikilvægt sé að álagning þeirra taki mið af afkomu líðandi stundar en ekki síðustu ára, eins og verið hafi. Byggja verði ákvörðun um álagningu veiðigjalda á sem bestum upplýsingum um afkomuna samkvæmt því reiknilíkani sem sérfræðingar hafa hannað og unnið með.

„Þegar við höfum allar forsendur um afkomuna í greininni til að ákvarða veiðigjöld eiga þau að vera næm fyrir afkomu greinarinnar hverju sinni. Einnig þarf að horfa til þess að afkoman er misjöfn milli útgerðarflokka; minni fyrirtækin eru sum í veikri stöðu sem þarf að taka tillit til, en þau stóru standa yfirleitt mjög vel og geta betur staðið undir gjöldum í samræmi við góða afkomu.. Þannig hafa um stærstu sjárvarútvegsfyrirtækin á Íslandi yfir að ráða rúmlega 80% aflaheimildanna og hafa því náð að hagræða og bæta afkomuna. Því finnst mér mikilvægt að gefa litlum fyrirtækjunum vissan afslátt af veiðigjöldum, svo fjölbreytni í íslenskum sjávarútvegi sé tryggð og þar með hagsmunir litlu þorpanna og atvinna þar.“

Tekur sinn toll

Staða sjávarbyggðanna í landinu er afar breytileg. Á sunnanverðum Vestfjörðum stendur útgerðin á Patreksfirði vel, en í heild dafnar svæðið ágætlega vegna vaxandi umsvifa í fiskeldi. Á norðanverðum fjörðunum er þokkalega öflug útgerð og fiskvinnsla á Suðureyri og í Bolungarvík en í öðrum byggðum er breyttur bragur frá því sem var.

„Hagræðing og samþjöppun í sjávarútvegi hefur tekið sinn toll og víða eru afleiðingar harkalegar. Það fer ekkert á milli mála og allt eru þetta mannanna verk. Frá einum stað til annars hafa menn verið misjafnlega útsjónarsamir að finna leiðir til að lifa af breytingar í sjávarútveginum eða þá byggju upp nýjar atvinnugreinar. Víða hefur fólk verið að tengja saman ferðaþjónustu og sjávarútveg sem oft hefur tekist vel. Hér á Suðureyri og á Flateyri koma margir til að stunda sjóstangveiði en aflinn sem hún skilar er lagður inn í fiskvinnsluna á staðnum, sem ferðamenn úr skemmtiferðaskipunum heimsækja reglulega allt sumarið. Standveiðarnar hafa líka verið mikil lyftistöng hér sem víða annars staðar yfir sumarmánuðina,“ segir Lilja Rafney sem leggur þó áherslu á að staðan og framvindan í sjávarbyggðunum ráðist alltaf talsvert af því að veldur hver á heldur. Og hún segir að síðustu:

Drukkna ekki í útópíu

„Veiðigjöldin þarf að endurskoða með tilliti til þess að litlu og meðalstóru fyrirtækin geti lifað af. Við sem sitjum á Alþingi megum ekki drukkna í útópíu eða hugmyndafræði um hvað sé hægt að leggja á há veiðigjöld án tillits til ólíkrar afkomu, samfélags og byggðarsjónarmiða. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að það er nauðsynlegt að gera fiskveiðistjórnunarkerfið sjálft réttlátara og efla nýliðun og sporna við áframhaldandi samþjöppun í greininni. Allar stjórnvaldsaðgerðir þurfa að taka mið af veruleikanum hverju sinni og litlu fyrirtækin þurfa að eiga sér von. Atvinnulífið þarf að vera fjölbreytt og byggð öflug um allt land og í því efni er sjávarútvegurinn mikilvæg undirstaða.“

Komið til hafnar á Suðureyri.
Komið til hafnar á Suðureyri. Sigurður Bogi Sævarsson
Sturtað í körin en eftir daginn komu bátarnir með góðan …
Sturtað í körin en eftir daginn komu bátarnir með góðan afla að landi. Sigurður Bogi Sævarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 576,75 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 509,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 339,06 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,11 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,97 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 248,35 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 66.064 kg
Ýsa 6.951 kg
Ufsi 1.179 kg
Karfi 1.036 kg
Hlýri 246 kg
Langa 81 kg
Steinbítur 30 kg
Keila 25 kg
Blálanga 6 kg
Samtals 75.618 kg
13.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 261 kg
Þorskur 237 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 501 kg
13.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.707 kg
Ufsi 558 kg
Karfi 40 kg
Samtals 2.305 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.1.25 576,75 kr/kg
Þorskur, slægður 13.1.25 509,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.1.25 339,06 kr/kg
Ýsa, slægð 13.1.25 240,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.1.25 193,11 kr/kg
Ufsi, slægður 13.1.25 256,97 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 13.1.25 248,35 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 66.064 kg
Ýsa 6.951 kg
Ufsi 1.179 kg
Karfi 1.036 kg
Hlýri 246 kg
Langa 81 kg
Steinbítur 30 kg
Keila 25 kg
Blálanga 6 kg
Samtals 75.618 kg
13.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 261 kg
Þorskur 237 kg
Steinbítur 3 kg
Samtals 501 kg
13.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.707 kg
Ufsi 558 kg
Karfi 40 kg
Samtals 2.305 kg

Skoða allar landanir »