Heildartekjur lækka um 24 milljarða

„Að sjálfsögðu hafði tæplega tveggja mánaða verkfall í upphafi árs …
„Að sjálfsögðu hafði tæplega tveggja mánaða verkfall í upphafi árs áhrif á afkomuna,“ segir Jónas. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Íslenskur sjávarútvegur er mögulega kominn á nýtt tímabil sterkrar íslenskrar krónu að sögn Jónasar Gests Jónassonar, yfirmanns sjávarútvegshóps hjá Deloitte.

Jónas fór yfir afkomu íslensks sjávarútvegs vegna ársins 2017 á Sjávarútvegsdeginum á miðvikudag. Deloitte hefur haldið úti gagnagrunni um greinina frá árinu 2001 og inniheldur hann 87% af rekstrarupplýsingum frá árinu 2017. Hann er því ansi viðamikill.

„Það er gríðarlega verðmætt fyrir alla aðila sem koma að íslenskum sjávarútvegi að geta horft heildstætt á hlutina og séð hvernig greinin er að þróast. Þá er hægt að hafa þessar tölur til hliðsjónar í þeim ákvörðunum sem eru teknar í kringum greinina,“ segir Jónas. Tekjur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja lækkuðu umtalsvert árið 2017 samanborið við árið á undan og sömuleiðis EBITDA-hlutfallið, hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta.

EBITDA 16 milljörðum lægri

„Það er áhugavert að sjá hvað tekjurnar eru að lækka mikið. Þær lækka í 225 milljarða úr 249. Hins vegar er gríðarlega athyglisvert að sjá að EBITDA lækkar um heila 16 milljarða, úr 56 milljörðum niður í 40. Það eru stóru tölurnar í þessu,“ segir Jónas. Það sem skýrir þessar sviptingar að mestu leyti er sterkt gengi íslensku krónunnar, að sögn Jónasar.

„Meðaltals EBITDA er í kringum 26% síðastliðin ár. En síðustu tvö ár er hún komin niður í 20% þar sem hún var fyrir hrun. Kannski erum við komin á eitthvert annað tímabil með sterkri krónu,“ segir Jónas. „Verðvísitala sjávarafurða í íslenskri mynt lækkar um 6,7% frá árinu 2016 þrátt fyrir hækkun á afurðaverði í erlendri mynt. Heildaraflinn er samt sem áður að aukast um 10% á milli ára þar sem munar mest um aukningu loðnuveiða á milli ára,“ segir Jónas og bendir einnig á aðra þætti. Launavísitalan hækkar um 6,8%, olíuverð hækkar um 8,5%.

„Að sjálfsögðu hafði tæplega tveggja mánaða verkfall í upphafi árs áhrif á afkomuna,“ segir Jónas.

Staðan á aflaheimildum ágæt

En hvaða áhrif hefur þessi þróun fyrir greinina? Eru minni útgerðir að berjast í bökkum? „Þessir stærri aðilar hafa verið að fjárfesta og stækka og náð meiri framlegðaraukningu og eru töluvert sterkari. Það getur bara verið erfitt fyrir smærri aðila að standa undir þessu,“ segir Jónas en tekur þó fram að ýmislegt jákvætt megi lesa úr tölunum.

„Ef gengið breytist eru hlutirnir fljótir að breytast til betri vegar. Staðan á aflaheimildum hefur sjaldan verið betri og það eru margar tegundir sem hafa verið í vexti, t.d. í ýsu og þorski. Staðan varðandi fiskveiðiheimildirnar er einnig með ágætum. Félögin hafa einnig varið töluverðum fjárhæðum í fjárfestingar sem ætti að gera þau betur í stakk búin fyrir erfið ytri skilyrði.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 588,33 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 445,22 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 206,19 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 588,33 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,69 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 445,22 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 206,19 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »