Heildartekjur lækka um 24 milljarða

„Að sjálfsögðu hafði tæplega tveggja mánaða verkfall í upphafi árs …
„Að sjálfsögðu hafði tæplega tveggja mánaða verkfall í upphafi árs áhrif á afkomuna,“ segir Jónas. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur er mögu­lega kom­inn á nýtt tíma­bil sterkr­ar ís­lenskr­ar krónu að sögn Jónas­ar Gests Jónas­son­ar, yf­ir­manns sjáv­ar­út­vegs­hóps hjá Deloitte.

Jón­as fór yfir af­komu ís­lensks sjáv­ar­út­vegs vegna árs­ins 2017 á Sjáv­ar­út­vegs­deg­in­um á miðviku­dag. Deloitte hef­ur haldið úti gagna­grunni um grein­ina frá ár­inu 2001 og inni­held­ur hann 87% af rekstr­ar­upp­lýs­ing­um frá ár­inu 2017. Hann er því ansi viðamik­ill.

„Það er gríðarlega verðmætt fyr­ir alla aðila sem koma að ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi að geta horft heild­stætt á hlut­ina og séð hvernig grein­in er að þró­ast. Þá er hægt að hafa þess­ar töl­ur til hliðsjón­ar í þeim ákvörðunum sem eru tekn­ar í kring­um grein­ina,“ seg­ir Jón­as. Tekj­ur ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lækkuðu um­tals­vert árið 2017 sam­an­borið við árið á und­an og sömu­leiðis EBITDA-hlut­fallið, hagnaður fyr­ir fjár­magnsliði, af­skrift­ir og skatta.

EBITDA 16 millj­örðum lægri

„Það er áhuga­vert að sjá hvað tekj­urn­ar eru að lækka mikið. Þær lækka í 225 millj­arða úr 249. Hins veg­ar er gríðarlega at­hygl­is­vert að sjá að EBITDA lækk­ar um heila 16 millj­arða, úr 56 millj­örðum niður í 40. Það eru stóru töl­urn­ar í þessu,“ seg­ir Jón­as. Það sem skýr­ir þess­ar svipt­ing­ar að mestu leyti er sterkt gengi ís­lensku krón­unn­ar, að sögn Jónas­ar.

„Meðaltals EBITDA er í kring­um 26% síðastliðin ár. En síðustu tvö ár er hún kom­in niður í 20% þar sem hún var fyr­ir hrun. Kannski erum við kom­in á eitt­hvert annað tíma­bil með sterkri krónu,“ seg­ir Jón­as. „Verðvísi­tala sjáv­ar­af­urða í ís­lenskri mynt lækk­ar um 6,7% frá ár­inu 2016 þrátt fyr­ir hækk­un á afurðaverði í er­lendri mynt. Heild­arafl­inn er samt sem áður að aukast um 10% á milli ára þar sem mun­ar mest um aukn­ingu loðnu­veiða á milli ára,“ seg­ir Jón­as og bend­ir einnig á aðra þætti. Launa­vísi­tal­an hækk­ar um 6,8%, olíu­verð hækk­ar um 8,5%.

„Að sjálf­sögðu hafði tæp­lega tveggja mánaða verk­fall í upp­hafi árs áhrif á af­kom­una,“ seg­ir Jón­as.

Staðan á afla­heim­ild­um ágæt

En hvaða áhrif hef­ur þessi þróun fyr­ir grein­ina? Eru minni út­gerðir að berj­ast í bökk­um? „Þess­ir stærri aðilar hafa verið að fjár­festa og stækka og náð meiri fram­legðar­aukn­ingu og eru tölu­vert sterk­ari. Það get­ur bara verið erfitt fyr­ir smærri aðila að standa und­ir þessu,“ seg­ir Jón­as en tek­ur þó fram að ým­is­legt já­kvætt megi lesa úr töl­un­um.

„Ef gengið breyt­ist eru hlut­irn­ir fljót­ir að breyt­ast til betri veg­ar. Staðan á afla­heim­ild­um hef­ur sjald­an verið betri og það eru marg­ar teg­und­ir sem hafa verið í vexti, t.d. í ýsu og þorski. Staðan varðandi fisk­veiðiheim­ild­irn­ar er einnig með ágæt­um. Fé­lög­in hafa einnig varið tölu­verðum fjár­hæðum í fjár­fest­ing­ar sem ætti að gera þau bet­ur í stakk búin fyr­ir erfið ytri skil­yrði.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 22.277 kg
Samtals 22.277 kg
29.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.541 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 132 kg
Samtals 2.138 kg
29.3.25 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.267 kg
Skarkoli 139 kg
Steinbítur 51 kg
Samtals 1.457 kg
29.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 838 kg
Steinbítur 396 kg
Hlýri 225 kg
Ýsa 96 kg
Ufsi 14 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.590 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.3.25 564,89 kr/kg
Þorskur, slægður 28.3.25 609,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.3.25 350,27 kr/kg
Ýsa, slægð 28.3.25 304,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.3.25 177,65 kr/kg
Ufsi, slægður 28.3.25 235,77 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 28.3.25 234,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

29.3.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 22.277 kg
Samtals 22.277 kg
29.3.25 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Grásleppa 1.541 kg
Þorskur 465 kg
Skarkoli 132 kg
Samtals 2.138 kg
29.3.25 Ás NS 78 Grásleppunet
Grásleppa 1.267 kg
Skarkoli 139 kg
Steinbítur 51 kg
Samtals 1.457 kg
29.3.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 838 kg
Steinbítur 396 kg
Hlýri 225 kg
Ýsa 96 kg
Ufsi 14 kg
Keila 13 kg
Skarkoli 7 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.590 kg

Skoða allar landanir »