Kynnti frumvarp um laxeldið

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ræðir við fréttamenn í …
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ræðir við fréttamenn í dag. mbl.is/​Hari

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp á fundi ríkisstjórnarinnar í dag vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna starfsemi tveggja laxeldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Þessu greindi ráðherrann blaðamönnum frá eftir fundinn en vildi hins vegar ekki útlista hvað nákvæmlega kæmi fram í frumvarpinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu um ríkisstjórnarfundinn að Kristján hafi lagt fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi sem sneru að veitingu rekstrarleyfis til bráðabirgða. Kristján sagði að næsta skref í málinu væri að leggja frumvarpið fyrir þingflokka ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Framsóknarflokksins. Eftir það gæti hann greint nánar frá fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda. „Ég get ekki tjáð mig um málið fyrr en þingflokkarnir hafa tjáð sig um það.“

„Staðan er bara þannig að ég lagði frumvarp fyrir ríkisstjórnina og það gengur síðan til þingflokka stjórnarflokkanna,“ sagði ráðherrann aðspurður. Fram kemur á vef Alþingis að gert sé ráð fyrir fundi í atvinnuveganefnd þingsins í fyrramálið þar sem rætt verði um stöðu fiskeldis og gestir mæti á fundinn. Þingmenn höfðu óskað eftir slíkum fundi á dögunum en formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður VG, sagði ekki tímabært að halda fund fyrr en fyrir lægi til hvaða aðgerða stjórnvöld myndu grípa til.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði ljóst að umrædd fyrirtæki gætu sótt um undanþágu frá starfsleyfunum sem felld voru úr gildi af úrskurðarnefnd auðlinda- og umhverfismála. Sá hluti málsins sneri að honum en hafi ekki verið til umræðu á fundinum. Að öðru leyti heyrði málið undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Spurður hvort fyrirtækin, Fjarðalax hf. og Artic Sea Farm hf., hefðu sótt um slíkar undanþágur sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Fundur yrði í dag þar sem Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun ræddu við fiskeldisfyrirtækin um næstu skref. Það væri í raun stofnananna að leiðbeina þeim um næstu skref í málinu.

Spurður hvort málið væri þá ekki á hans borði sagði Guðmundur að þessi hluti málsins heyrði undir hans ráðuneyti og ef sótt yrði um undanþágu frá starfsleyfinu kæmi það inn á hans borð.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfissráðherra yfirgefur Stjórnarráðshúsið í dag.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfissráðherra yfirgefur Stjórnarráðshúsið í dag. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 31.1.25 497,52 kr/kg
Þorskur, slægður 31.1.25 652,47 kr/kg
Ýsa, óslægð 31.1.25 447,15 kr/kg
Ýsa, slægð 31.1.25 330,59 kr/kg
Ufsi, óslægður 31.1.25 261,54 kr/kg
Ufsi, slægður 31.1.25 302,66 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 31.1.25 206,24 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.2.25 Háey I ÞH 295 Lína
Þorskur 563 kg
Ýsa 278 kg
Keila 178 kg
Hlýri 175 kg
Ufsi 29 kg
Steinbítur 20 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.246 kg
1.2.25 Sigurbjörg VE 67 Botnvarpa
Hlýri 483 kg
Karfi 303 kg
Grálúða 4 kg
Ufsi 3 kg
Grásleppa 3 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 798 kg
31.1.25 Kristrún RE 177 Grálúðunet
Grálúða 439 kg
Samtals 439 kg

Skoða allar landanir »