Ekki boðað til félagsfundar í Sjómannafélaginu

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Ekki verður boðað til félagsfundar í Sjómannafélagi Íslands líkt og á annað hundrað manna óskuðu eftir fyrir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Á föstudag skrifuðu 163 undir undirskriftalista þar sem óskað var eftir því að stjórn Sjómannafélags Íslands myndi boða til félagsfundar innan sólarhrings, í ljós grafalvarlegrar stöðu félagsins. Með því var verið að vísa í brottrekstur Heiðveigar Maríu Einarsdóttur formannsframbjóðanda, sem var vikið úr félaginu vegna ásak­ana á hend­ur stjórn fé­lags­ins. Sérstaklega var óskað eftir því að hún yrði boðuð á fundinn.

Þriðjungur undirskriftanna frá félagsmönnum

Í tilkynningu frá Sjómannafélaginu, sem Jónas Garðarsson, formaður félagsins, skrifar undir, kemur fram að skrifstofa félagsins hafi borið undirskriftirnar 163 saman við félagaskrána og við það kom í ljós að innan við þriðjungur undirskriftanna, 52 talsins, eru félagsmenn. Samkvæmt lögum félagsins þarf stjórn að boða til félagsfundar ef 100 félagsmenn eða fleiri fara fram á það og tilgreina fundarefni. Því hafi verið ákveðið að boða ekki til félagsfundar. Hins vegar verður trúnaðarmannaráð félagsins sem tók ákvörðun um brottvikningu Heiðveigar Maríu kallað saman fljótlega.

„Í þessum þætti fjölmiðlafarsans er sama innistæðan og í öllum hinum. Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að Heiðveig María hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og „skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti.“ Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Sjómannafélagið áréttar einnig í tilkynningunni að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.

Þá segir í tilkynningunni að á síðustu dögum hafa verið bornar ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap; ólöglegar lagabreytingar, fölsun fundargerða og að slíta blaðsíður úr fundargerðabók. „Ávirðingar Heiðveigar Maríu hafa komið í veg fyrir löngu tímabæra sameiningu sjómanna sem hún hefur kallað „klikkaðar tilraunir“.“

Að lokum segir í tilkynningunni að Sjómannafélag Íslands verði „ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks.“

Tilkynningu Sjómannafélags Íslands í heild sinni má lesa hér að neðan: 

Heiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það með vísvitandi og því miður áþreifanlegum hætti. Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu. Það skal áréttað að í mati á kjörgengi hennar til framboðs til stjórnarformennsku og brottvikningu úr félaginu hefur í einu og öllu verið farið að lögum og reglum félagsins.

Efnt var til undirskriftasöfnunar vegna áskorunar um að haldinn yrði félagsfundur. Undirskriftalistinn var sendur til skrifstofu félagsins eftir lokun klukkan fjögur síðastliðinn föstudag. Rúmum sólarhring síðar, eða klukkan tvö að morgni sunnudagsins, sendu aðstandendur söfnunarinnar frá sér harðorð mótmæli vegna þess að félagið hefði ekki kvittað fyrir móttöku listans og brugðist við honum með því að boða til félagsfundar strax þessa sömu helgi. Í fréttum var skýrt frá því að safnast hefðu 163 undirskriftir en samkvæmt lögum félagsins þarf stjórn að boða til félagsfundar ef 100 félagsmenn eða fleiri fara fram á það og tilgreina fundarefni.

Skrifstofa Sjómannafélags Íslands hefur nú borið þessar 163 undirskriftir saman við félagaskrána. Innan við þriðjungur undirskriftanna, eða 52 einstaklingar, eru félagsmenn. Hinir eitt hundrað og ellefu eru það ekki. Í þessum þætti fjölmiðlafarsans er sama innistæðan og í öllum hinum. Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap; ólöglegar lagabreytingar, fölsun fundargerða og að slíta blaðsíður úr fundargerðabók. Ávirðingar Heiðveigar Maríu hafa komið í veg fyrir löngu tímabæra sameiningu sjómanna sem hún hefur kallað „klikkaðar tilraunir“.

Það verður ekki boðað til félagsfundar í Sjómannafélagi Íslands á grundvelli þessara undirskrifta. Hins vegar verður trúnaðarmannaráð félagsins sem tók ákvörðun um brottvikningu Heiðveigar Maríu kallað saman fljótlega. Um kjörgengi í stjórnarkosningum þarf hins vegar ekki að ræða. Brottvikningin skiptir engu máli hvað það varðar. Þar eru lög félagsins um hið minnsta þriggja ára félagsaðild afar skýr. Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína
Þorskur 10.922 kg
Ýsa 1.211 kg
Keila 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 12.203 kg
22.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.175 kg
Ýsa 1.669 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.849 kg
22.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.107 kg
Langa 2.720 kg
Ýsa 1.100 kg
Samtals 7.927 kg
22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 18.300 kg
Grálúða 13.585 kg
Samtals 31.885 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 561,53 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 376,64 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 317,61 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,70 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Siggi Bessa SF 97 Lína
Þorskur 10.922 kg
Ýsa 1.211 kg
Keila 50 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 12.203 kg
22.11.24 Petra ÓF 88 Landbeitt lína
Þorskur 3.175 kg
Ýsa 1.669 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.849 kg
22.11.24 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 4.107 kg
Langa 2.720 kg
Ýsa 1.100 kg
Samtals 7.927 kg
22.11.24 Jökull ÞH 299 Grálúðunet
Þorskur 18.300 kg
Grálúða 13.585 kg
Samtals 31.885 kg

Skoða allar landanir »