Líkja félaginu við skip í brotsjó

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. mbl.is/Hari

Átta félagar í Sjómannafélagi Íslands, sem hafa óskað eftir því að félagsfundur verði haldinn í félaginu, hafa sent stjórn félagsins beiðni um að fá lista yfir félaga í Sjómannafélagi Íslands, hversu margir þeirra greiða félagsgjöld og hverjir eru skráðir félagsmenn. Þetta kemur fram í bréfi sem þeir hafa sent frá sér.

„Eins og formanni og stjórn ætti að vera kunnug[t] um standa sjómenn allan sólarhringinn, alla daga vikunnar við vinnu sína. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mikil ólga er innan félagsins svo líkja mætti því við skip sem hefur fengið á sig brotsjó. Við slíkar aðstæður þarf mannskapurinn að treysta hver á annan. Það hjálpast allir að, ræða saman og hlusta til þess að lágmarka þann skaða sem hlotist hefur án þess að líta á dagatal eða klukku. 

Félagsmenn Sjómannafélags Íslands gera ekki minni kröfu á forystumenn sína en þeir gera á sig sjálfa svo að afsökun um helgarfrí er ekki tekin gild. Félagið okkar er eins og sökkvandi skip eftir að rangar ákvarðanir hafa verið teknar við björgun, af þeim sem stjórna.
Þar sem óháður aðili var ekki fenginn til að bera saman félagalistann og undirskriftarlistann óskum við eftir félagalista félagsins. Við óskum einnig eftir upplýsingum um hve margir greiða í félagið annars vegar og hins vegar hve margir eru skráðir félagsmenn.
Við sjálfir töldum yfir 100 sjómenn á listanum með einfaldri leit á netinu en vitum að sjálfsögðu ekki hve margir af þeim eru félagsmenn í SÍ. Það að listinn hafi komist á flug meðal almennings er vegna frétta af brottvikningu félaga okkur úr SÍ og er ekki okkar sök.
Að 4 félagsmenn geti farið fram á að einum félaga sé vikið úr félaginu en 8 félagsmenn, sem eru hér undirritaðir, geti ekki óskað eftir almennum félagsfundi lætur okkur líða eins og við séum ekki með rödd í okkar eigin félagi
Að lesa fréttatilkynningu Sjómannafélags Íslands í dag veltir upp fleiri spurningum sem við óskum svara við; þið segið sjálfir í tilkynningunni að „Heiðveig María Einarsdóttir hefur að undanförnu gagnrýnt forystu Sjómannafélags Íslands afar harkalega í fjölmiðlum. Hún hefur ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins og skaðað það vísvitandi og því miður [með] áþreifanlegum hætti. Þess vegna var tekin ákvörðun um að vísa henni úr félaginu.“
Ef félagsmenn gagnrýna stjórn félagsins verður þeim þá framvegis vikið úr félaginu?
Hvað sagði hinn brottvikni félagsmaður ósatt um sem réttlætir brottreksturinn?
Í tilkynningunni segir einnig þar sem fjallað er um undirskriftarlistann: „Farið er fram með stórlega ýktar eða upplognar staðhæfingar sem standast enga skoðun en rata í stórar fyrirsagnir áður en þær missa flugið og fjara út. Bornar hafa verið ærumeiðandi ásakanir á forystu Sjómannafélags Íslands um klíkuskap, klæki og fantaskap“.
Verður okkur sem nú höfum gagnrýnt forystuna, þó ekki með þessum orðum, vikið úr félaginu?
Einnig viljum við koma á framfæri að Heiðveig María Einarsdóttir stendur ekki að þessum undirskriftarlista en eftir viðbrögð formanns og stjórnar félagsins seinustu vikna sjáum við okkur ekki fært að styðja þá stjórn sem nú fer með einræði í félaginu,“ segir í bréfinu sem undirritað er af átta manns.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.1.25 530,91 kr/kg
Þorskur, slægður 10.1.25 666,95 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.1.25 311,13 kr/kg
Ýsa, slægð 10.1.25 245,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.1.25 266,60 kr/kg
Ufsi, slægður 10.1.25 298,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 18.12.24 42,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 10.1.25 341,64 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 2.870 kg
Þorskur 657 kg
Keila 118 kg
Hlýri 67 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 3.725 kg
10.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.696 kg
Ýsa 3.572 kg
Steinbítur 629 kg
Langa 201 kg
Hlýri 34 kg
Keila 33 kg
Karfi 6 kg
Samtals 12.171 kg
10.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 90 kg
Ýsa 83 kg
Steinbítur 57 kg
Langa 56 kg
Hlýri 48 kg
Keila 40 kg
Karfi 23 kg
Samtals 397 kg

Skoða allar landanir »