Mál Heiðveigar tekið fyrir í dag

Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tekið verður fyrir mál Heiðveigar Maríu Einarsdóttur, sem bauð sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands en var síðan rekin úr félaginu í kjölfarið, í félagsdómi í dag. Dómurinn mun í dag fjalla um frávísunarkröfu félagsins þar sem þess er krafist að öllum liðum málsins verði vísað frá dómi fyrir utan sjálfa brottvikninguna.

Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, segir í samtali við mbl.is að hinir liðirnir snúi að lögmæti þeirrar kröfu að félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands verði að hafa greitt til félagsins í þrjú ár til þess að vera kjörgengir innan þess, viðurkenningu á kjörgengi Heiðveigar, miska- og skaðabætur og kröfu um greiðslu sektar í ríkissjóð. 

Kolbrún segist aðspurð vona að niðurstaða félagsdóms liggi fyrir í næstu viku en dómurinn skili venjulega fjótt niðurstöðu. Það verði annars einfaldlega að koma í ljós. Hins vegar sé hægt að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar og viðbúið að það verði gert. Það muni Heiðveig þó aðeins gera verði kjörgengi hennar ekki viðurkennt.

Hæstiréttur fer í leyfi næsta mánudag og stendur það fram til 4. janúar. Kolbrún segir dómstólinn taka um mánuð í að úrskurða í kærumálum sem þýði að málið muni skila sér aftur til félagsdóms hugsanlega í febrúar. Þá muni væntanlega liggja fyrir hvaða liðir málsins verði teknir til efnislegrar umfjöllunar fyrir honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 2.215 kg
Þorskur 1.741 kg
Steinbítur 540 kg
Sandkoli 350 kg
Ýsa 144 kg
Grásleppa 63 kg
Samtals 5.053 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.1.25 594,52 kr/kg
Þorskur, slægður 23.1.25 721,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.1.25 471,08 kr/kg
Ýsa, slægð 23.1.25 398,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.1.25 195,61 kr/kg
Ufsi, slægður 23.1.25 276,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 23.1.25 311,11 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.1.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 344 kg
Ýsa 48 kg
Steinbítur 25 kg
Langa 15 kg
Samtals 432 kg
23.1.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.941 kg
Ýsa 673 kg
Hlýri 295 kg
Karfi 97 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 5.021 kg
23.1.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Skarkoli 2.215 kg
Þorskur 1.741 kg
Steinbítur 540 kg
Sandkoli 350 kg
Ýsa 144 kg
Grásleppa 63 kg
Samtals 5.053 kg

Skoða allar landanir »