Snýst allt um þessa hvítu húfu

„Ég legg til að við lítum öll í eigin barm …
„Ég legg til að við lítum öll í eigin barm og skoðum viðhorf okkar gagnvart mismunandi menntaleiðum.“ Ljósmynd/Tómas Freyr Kristjánsson

Fjöl­brauta­skóli Snæ­fell­inga í Grund­arf­irði bauð í fyrsta sinn nú í haust upp á nám í fisk­eld­is­fræðum á fram­halds­skóla­stigi. Fáir nem­end­ur hófu þá nám enda átti þá enn eft­ir að fá verk­náms­hlut­ann samþykkt­an af mennta­málaráðuneyt­inu. Von­ast er til að kennsla hefj­ist af full­um krafti eft­ir ára­mót.

Einnig hef­ur skól­inn horft til þess að út­búa náms­lín­ur til að und­ir­búa nem­end­ur fyr­ir starf gæðastjóra í fisk­vinnsl­um og önn­ur svipuð störf. Rósa Guðmunds­dótt­ir, fram­leiðslu­stjóri út­gerðar­inn­ar G.Run í Grund­arf­irði, hef­ur meðal annarra unnið að því að hanna slík­ar náms­lín­ur fyr­ir skól­ann. Henn­ar reynsla er að mennta­kerfið og sam­fé­lagið geti verið treg til að samþykkja nýj­ar hug­mynd­ir í mennta­mál­um.

Krafa aðstand­enda oft mik­il

„Þetta er nokkuð sem við þurf­um að end­ur­skoða í okk­ar menn­ingu. Ég veit hrein­lega ekki hvernig er hægt að orða það öðru­vísi. Það snýst nefni­lega allt um stúd­ents­prófið og að fá þessa hvítu húfu á haus­inn,“ seg­ir Rósa í sam­tali við 200 míl­ur.

„Við erum ekki öll gerð til að fara í sama far­veg­inn í líf­inu og þannig á það ekki að vera. Þetta er því furðulegt hvernig við höf­um sett þetta upp,og ég veit ekki hvort um er að kenna skóla­kerf­inu eða kannski þeirri menn­ingu sem varð til í kjöl­far þess að bók­leg mennt­un fór að standa fleir­um til boða, á sama tíma og áfram var horft upp til henn­ar með sama hætti og gert var hér áður fyrr,“ seg­ir Rósa.

Bend­ir hún á að oft sé krafa af hálfu for­eldra eða frá ömm­um og öfum um að börn klári stúd­ents­próf. „Eins og það sé skylda sem þurfi að klára áður en ein­stak­ling­ur­inn geti farið að ein­beita sér að öðru. Oft er verið að pína ung­linga til að vera fjög­ur, fimm, sex ár jafn­vel í fram­halds­skóla án þess að þeim finn­ist þau eiga nokkuð er­indi þar inni.“

Kerfið svar­ar ekki þörf­um

Rósa nefn­ir að oft sæki á hug henn­ar er­indi sem Mar­grét Pála Ólafs­dótt­ir, stofn­andi Hjalla­stefn­unn­ar, hafi flutt fyr­ir nokkr­um árum. „Hjá henni hafði verið strák­ur í leik­skóla og síðar í grunn­skól­an­um og gröf­ur og flutn­inga­bíl­ar höfðu átt hug hans all­an. Svo hafði hún hitt mömmu stráks­ins ein­hverj­um fimmtán árum síðar og spurt hana frétta.

Þá var viðkvæðið: „Jú, ég hætti að vinna því við ætl­um að koma drengn­um í gegn­um stúd­ents­prófið.“ Þetta eina dæmi finnst mér lýs­andi fyr­ir svo margt. Þetta barn hefði kannski verið full­komið á ein­hverri ann­arri hillu í líf­inu, bara ef því hefði verið gef­inn kost­ur á því.“

Rósa seg­ir það ánægju­legt að sjá þing­menn á borð við Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins, taka af skarið og byrja að stíga skref í átt að því að jafna stöðu iðnnáms í sam­an­b­urði við bók­nám.

„Skóla­kerfið svar­ar ekki þörf­um at­vinnu­lífs­ins. Ég held að það sé al­veg ljóst. Og sú staðreynd, að iðnmennt­un er á ein­hvern hátt minna met­in en bók­nám, er nátt­úr­lega fá­rán­leg. Ég legg til að við lít­um öll í eig­in barm og skoðum viðhorf okk­ar gagn­vart mis­mun­andi mennta­leiðum. Við þurf­um að breyta þess­ari hugs­un í sam­fé­lag­inu.“

Rætt er við Rósu í nýj­asta sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á föstu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg
26.3.25 Guðmundur Þór NS 121 Handfæri
Þorskur 1.090 kg
Samtals 1.090 kg
26.3.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 34.213 kg
Þorskur 8.569 kg
Langa 878 kg
Samtals 43.660 kg

Skoða allar landanir »