Snýst allt um þessa hvítu húfu

„Ég legg til að við lítum öll í eigin barm …
„Ég legg til að við lítum öll í eigin barm og skoðum viðhorf okkar gagnvart mismunandi menntaleiðum.“ Ljósmynd/Tómas Freyr Kristjánsson

Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði bauð í fyrsta sinn nú í haust upp á nám í fiskeldisfræðum á framhaldsskólastigi. Fáir nemendur hófu þá nám enda átti þá enn eftir að fá verknámshlutann samþykktan af menntamálaráðuneytinu. Vonast er til að kennsla hefjist af fullum krafti eftir áramót.

Einnig hefur skólinn horft til þess að útbúa námslínur til að undirbúa nemendur fyrir starf gæðastjóra í fiskvinnslum og önnur svipuð störf. Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri útgerðarinnar G.Run í Grundarfirði, hefur meðal annarra unnið að því að hanna slíkar námslínur fyrir skólann. Hennar reynsla er að menntakerfið og samfélagið geti verið treg til að samþykkja nýjar hugmyndir í menntamálum.

Krafa aðstandenda oft mikil

„Þetta er nokkuð sem við þurfum að endurskoða í okkar menningu. Ég veit hreinlega ekki hvernig er hægt að orða það öðruvísi. Það snýst nefnilega allt um stúdentsprófið og að fá þessa hvítu húfu á hausinn,“ segir Rósa í samtali við 200 mílur.

„Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera. Þetta er því furðulegt hvernig við höfum sett þetta upp,og ég veit ekki hvort um er að kenna skólakerfinu eða kannski þeirri menningu sem varð til í kjölfar þess að bókleg menntun fór að standa fleirum til boða, á sama tíma og áfram var horft upp til hennar með sama hætti og gert var hér áður fyrr,“ segir Rósa.

Bendir hún á að oft sé krafa af hálfu foreldra eða frá ömmum og öfum um að börn klári stúdentspróf. „Eins og það sé skylda sem þurfi að klára áður en einstaklingurinn geti farið að einbeita sér að öðru. Oft er verið að pína unglinga til að vera fjögur, fimm, sex ár jafnvel í framhaldsskóla án þess að þeim finnist þau eiga nokkuð erindi þar inni.“

Kerfið svarar ekki þörfum

Rósa nefnir að oft sæki á hug hennar erindi sem Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hafi flutt fyrir nokkrum árum. „Hjá henni hafði verið strákur í leikskóla og síðar í grunnskólanum og gröfur og flutningabílar höfðu átt hug hans allan. Svo hafði hún hitt mömmu stráksins einhverjum fimmtán árum síðar og spurt hana frétta.

Þá var viðkvæðið: „Jú, ég hætti að vinna því við ætlum að koma drengnum í gegnum stúdentsprófið.“ Þetta eina dæmi finnst mér lýsandi fyrir svo margt. Þetta barn hefði kannski verið fullkomið á einhverri annarri hillu í lífinu, bara ef því hefði verið gefinn kostur á því.“

Rósa segir það ánægjulegt að sjá þingmenn á borð við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, taka af skarið og byrja að stíga skref í átt að því að jafna stöðu iðnnáms í samanburði við bóknám.

„Skólakerfið svarar ekki þörfum atvinnulífsins. Ég held að það sé alveg ljóst. Og sú staðreynd, að iðnmenntun er á einhvern hátt minna metin en bóknám, er náttúrlega fáránleg. Ég legg til að við lítum öll í eigin barm og skoðum viðhorf okkar gagnvart mismunandi menntaleiðum. Við þurfum að breyta þessari hugsun í samfélaginu.“

Rætt er við Rósu í nýjasta sjávarútvegsblaði 200 mílna, sem fylgdi Morgunblaðinu á föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.11.24 589,39 kr/kg
Þorskur, slægður 20.11.24 618,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.11.24 442,45 kr/kg
Ýsa, slægð 20.11.24 368,62 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.11.24 214,55 kr/kg
Ufsi, slægður 20.11.24 343,79 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 20.11.24 379,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.11.24 Egill ÍS 77 Dragnót
Þorskur 9.182 kg
Skarkoli 582 kg
Sandkoli 40 kg
Samtals 9.804 kg
20.11.24 Sæli BA 333 Lína
Langa 923 kg
Þorskur 267 kg
Keila 56 kg
Ýsa 47 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 17 kg
Samtals 1.339 kg
20.11.24 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 458 kg
Ýsa 285 kg
Steinbítur 229 kg
Langa 108 kg
Skarkoli 21 kg
Samtals 1.101 kg

Skoða allar landanir »