Kolefnisspor sjókvíaeldis er svipað og við veiðar á villtum fiski og lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum til manneldis samkvæmt nýrri skýrslu sem Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, afhenti Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær.
„Landssamband fiskeldisstöðva óskaði eftir því við Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) að reikna út kolefnisspor sjókvíaeldis á Íslandi og benda á raunhæfar leiðir til kolefnisjöfnunar,“ segir í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva.
Meginniðurstaða verkefnisins er að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá laxeldi í sjó hafi verið um 31.000 tonn CO2-ígilda árið 2017, eða sem nemur 3,21 kg CO2-ígilda á hvert kíló af tilbúinni afurð. Sú niðurstaða er í samræmi við erlenda útreikninga, sem flestir hafa gefið niðurstöðu á bilinu 2,88 – 4,13 kg/kg, segir í tilkynningunni.
Þar segir einnig að langstærsti hluti af kolefnisspori laxeldis á Íslandi eða um 93% liggi í framleiðslu og flutningum á fóðri, að um 3% stafi af framleiðslu og flutningi umbúða og um 2% af flutningi afurða til dreifingarstöðvar. „Af þessu er ljóst að áhrif greinarinnar á loftslagið liggja fyrst og fremst í starfsemi sem fram fer utan laxeldisstöðvanna sjálfra,“ segir í tilkynningu landssambandsins.
Í tilkynningu segir að með landbótaaðgerðum, þ.e.a.s. landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis, sé hægt að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá sjókvíaeldi á Íslandi og til að kolefnisjafna alla losun greinarinnar eins og hún var árið 2017 þyrfti að endurheimta um 1.590 ha af votlendi.
„Sú ráðstöfun væri í raun varanleg, þar sem hún myndi draga úr losun samsvarandi magns gróðurhúsalofttegunda frá votlendi árlega í áratugi eða aldir. Ekkert er því til fyrirstöðu að byggðatengja landbótaaðgerðir af þessu tagi, þannig að fjármagn sem lagt er til verkefnanna nýtist í heimabyggð,“ segir þar einnig.
Samhliða gerð skýrslunnar þróaði Umhverfisráðgjöf Íslands reiknilíkan á Excel-formi sem gerir laxeldisfyrirtækjum kleift að reikna kolefnisspor framleiðslu sinnar, þ.e.a.s. magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar við framleiðslu á hverju kílói af laxi til manneldis.
Inn í þessa reikninga var tekin framleiðsla og flutningur fóðurs og annarra aðfanga, eldið sjálft, orkunotkun, notkun kælimiðla og meðhöndlun úrgangs, svo og pökkun og flutningur afurða frá laxeldisstöð til dreifingarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
Reiknilíkanið verður aðgengilegt á heimasíðu Landssambands fiskeldisstöðva.
Skýrslan var unnin af Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. (Environice) fyrir Landssamband fiskeldisstöðva.
Þau Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur og Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur höfðu umsjón með gerð skýrslunnar.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.3.25 | 571,29 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.3.25 | 363,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.3.25 | 383,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.3.25 | 236,83 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.3.25 | 196,89 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.3.25 | 250,05 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.3.25 | 234,63 kr/kg |
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 49.547 kg |
Karfi | 39.822 kg |
Þorskur | 35.213 kg |
Ufsi | 29.425 kg |
Samtals | 154.007 kg |
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.426 kg |
Þorskur | 363 kg |
Samtals | 1.789 kg |
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Langa | 801 kg |
Ýsa | 596 kg |
Keila | 224 kg |
Steinbítur | 65 kg |
Þorskur | 60 kg |
Karfi | 10 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 1.761 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.3.25 | 571,29 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.3.25 | 363,52 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.3.25 | 383,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.3.25 | 236,83 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.3.25 | 196,89 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.3.25 | 250,05 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.3.25 | 234,63 kr/kg |
27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa | |
---|---|
Ýsa | 49.547 kg |
Karfi | 39.822 kg |
Þorskur | 35.213 kg |
Ufsi | 29.425 kg |
Samtals | 154.007 kg |
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 1.426 kg |
Þorskur | 363 kg |
Samtals | 1.789 kg |
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Langa | 801 kg |
Ýsa | 596 kg |
Keila | 224 kg |
Steinbítur | 65 kg |
Þorskur | 60 kg |
Karfi | 10 kg |
Ufsi | 5 kg |
Samtals | 1.761 kg |