Hægt að kolefnisjafna losun sjókvíaeldis

Hægt er að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá sjókvíaeldi með …
Hægt er að kolefnisjafna alla losun gróðurhúsalofttegunda frá sjókvíaeldi með landbótaaðgerðum segir í skýrslunni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kol­efn­is­spor sjókvía­eld­is er svipað og við veiðar á villt­um fiski og lægra en í flestri ann­arri fram­leiðslu á dýra­af­urðum til mann­eld­is sam­kvæmt nýrri skýrslu sem Ein­ar K. Guðfinns­son, formaður Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva, af­henti Kristjáni Þór Júlí­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra í gær.

„Lands­sam­band fisk­eld­is­stöðva óskaði eft­ir því við Um­hverf­isráðgjöf Íslands ehf. (En­vironice) að reikna út kol­efn­is­spor sjókvía­eld­is á Íslandi og benda á raun­hæf­ar leiðir til kol­efnisjöfn­un­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­sam­bandi fisk­eld­is­stöðva.

Niðurstaðan í sam­ræmi við er­lenda út­reikn­inga

Meg­inniðurstaða verk­efn­is­ins er að heild­ar­los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá lax­eldi í sjó hafi verið um 31.000 tonn CO2-ígilda árið 2017, eða sem nem­ur 3,21 kg CO2-ígilda á hvert kíló af til­bú­inni afurð. Sú niðurstaða er í sam­ræmi við er­lenda út­reikn­inga, sem flest­ir hafa gefið niður­stöðu á bil­inu 2,88 – 4,13 kg/​kg, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þar seg­ir einnig að lang­stærsti hluti af kol­efn­is­spori lax­eld­is á Íslandi eða um 93% liggi í fram­leiðslu og flutn­ing­um á fóðri, að um 3% stafi af fram­leiðslu og flutn­ingi umbúða og um 2% af flutn­ingi afurða til dreif­ing­ar­stöðvar. „Af þessu er ljóst að áhrif grein­ar­inn­ar á lofts­lagið liggja fyrst og fremst í starf­semi sem fram fer utan lax­eld­is­stöðvanna sjálfra,“ seg­ir í til­kynn­ingu lands­sam­bands­ins.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra tekur á móti skýrslunni úr höndum …
Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra tek­ur á móti skýrsl­unni úr hönd­um Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, for­manns Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva. Ljós­mynd/​Vikt­or Al­ex­and­er

Hægt að kol­efnis­jafna alla los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá sjókvía­eldi

Í til­kynn­ingu seg­ir að með land­bótaaðgerðum, þ.e.a.s. land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lend­is, sé hægt að kol­efnis­jafna alla los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá sjókvía­eldi á Íslandi og til að kol­efnis­jafna alla los­un grein­ar­inn­ar eins og hún var árið 2017 þyrfti að end­ur­heimta um 1.590 ha af vot­lendi.

„Sú ráðstöfun væri í raun var­an­leg, þar sem hún myndi draga úr los­un sam­svar­andi magns gróðurhúsaloft­teg­unda frá vot­lendi árlega í ára­tugi eða ald­ir. Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að byggðatengja land­bótaaðgerðir af þessu tagi, þannig að fjármagn sem lagt er til verk­efn­anna nýtist í heima­byggð,“ seg­ir þar einnig.

Þróuðu lík­an til að reikna út kol­efn­is­spor fyr­ir­tækja

Sam­hliða gerð skýrsl­unn­ar þróaði Um­hverf­is­ráðgjöf Íslands reiknilík­an á Excel-formi sem ger­ir lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um kleift að reikna kol­efn­is­spor fram­leiðslu sinn­ar, þ.e.a.s. magn gróðurhúsaloft­teg­unda sem losn­ar við fram­leiðslu á hverju kílói af laxi til mann­eld­is.

Inn í þessa reikn­inga var tek­in fram­leiðsla og flutn­ing­ur fóðurs og annarra aðfanga, eldið sjálft, orku­notk­un, notk­un kælimiðla og meðhöndl­un úrgangs, svo og pökkun og flutn­ing­ur afurða frá lax­eld­is­stöð til dreif­ing­ar­stöðvar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Reiknilíkanið verður aðgengi­legt á heimasíðu Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva.

Skýrsl­an var unn­in af Um­hverf­is­ráðgjöf Íslands ehf. (En­vironice) fyr­ir Lands­sam­band fisk­eld­is­stöðva.

Þau Stefán Gísla­son um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræðing­ur og Birna Sigrún Halls­dótt­ir um­hverf­is­verk­fræðing­ur höfðu um­sjón með gerð skýrsl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,52 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.3.25 Viðey RE 50 Botnvarpa
Ýsa 49.547 kg
Karfi 39.822 kg
Þorskur 35.213 kg
Ufsi 29.425 kg
Samtals 154.007 kg
26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg

Skoða allar landanir »