Frávísunarkröfum Sjómannafélagsins hafnað

Heiðveig bauð sig fram til formennsku í félaginu en var …
Heiðveig bauð sig fram til formennsku í félaginu en var í kjölfarið rekin þaðan. mbl.is/Eggert

Félagsdómur hefur úrskurðað að kröfum Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands verði ekki vísað frá, að undanskilinni kröfu hennar um miska- og skaðabætur.

Sjómannafélagið hafði farið fram á að Félagsdómur tæki ekki til umfjöllunar lögmæti þeirrar kröfu að félagsmenn þess verði að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár til þess að hljóta kjörgengi og sömuleiðis að vísað yrði frá kröfu Heiðveigar um viðurkenningu á eigin kjörgengi. Hafnaði Félagsdómur þessum kröfum Sjómannafélagsins.

Dómurinn vísaði þá frá kröfum Heiðveigar um miska- og skaðabætur, eins og áður sagði, en tekin verður þó til umfjöllunar krafa um greiðslu sektar í ríkissjóð á grundvelli meintra brota félagsins gegn lögum.

Skaðabótakrafan engu máli skipt

Félagsdómur tók frávísunarkröfur félagsins fyrir á föstudag í síðustu viku og kvað upp úrskurð sinn nú í hádeginu. Félagið krafðist ekki frávísunar á kröfu Heiðveigar um að ógilt verði brottvikning hennar úr félaginu og krefst þess í stað sýknu.

Aðalmeðferð hvað þessar kröfur varðar mun fara fram í lok janúar, samkvæmt ákvörðun Félagsdóms. Kærufrestur til Hæstaréttar er ein vika frá deginum í dag, og segir Heiðveig í samtali við 200 mílur að viðbúið sé að félagið kæri úrskurðinn til Hæstaréttar. Það muni hún sjálf þó líklega ekki gera.

„Þessi krafa um miska- og skaðabætur skiptir mig engu máli,“ segir hún. „Mikilvægast er að Félagsdómur ákveður að allar aðrar efnislegar kröfur verði teknar til umfjöllunar, sem varða félagsleg réttindi.“

Aðalfundur félagsins fram undan

Aðalfundur félagsins hefur verið auglýstur fimmtudaginn 27. desember kl. 17.00, á Grand-hóteli í Reykjavík. Á auglýstri dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál.

Heiðveig, sem bauð sig fram til formennsku í félaginu en var rekin þaðan í kjölfarið, hefur skorað á stjórn félagsins að fresta aðalfundi á meðan málið er rekið fyrir Félagsdómi. Við því hefur stjórnin ekki orðið, að hennar sögn.

Framboðslisti hennar var í nóvember úrskurðaður ólögmætur að mati kjörstjórnar félagsins. Var því sjálfkjörinn annar listi en fyrir honum fór Bergur Þorkelsson, sem verið hefur gjaldkeri félagsins undanfarin ár. Er hann nú formaður, eftir að Jónas Garðarsson ákvað að víkja til hliðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »