Kleifaberg RE-70 svipt veiðileyfi í 12 vikur

Fiskistofa hefur svipt Kleifaberg RE-70 veiðileyfi í tólf vikur vegna …
Fiskistofa hefur svipt Kleifaberg RE-70 veiðileyfi í tólf vikur vegna brottkasts. Ljósmynd/Bragi Ragnarsson

Fiski­skipið Kleif­a­berg, sem gert er út af Útgerðarfé­lagi Reykja­vík­ur (ÚR), hef­ur verið svipt leyfi til fisk­veiða í at­vinnu­skyni í tólf vik­ur vegna brott­kasts, sam­kvæmt ákvörðun Fiski­stofu. Leyf­is­svipt­ing­in tek­ur gildi 4. fe­brú­ar. RÚV greindi fyrst frá þessu.

Ítar­lega var fjallað um brott­kast af Kleif­a­bergi í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á RÚV í nóv­em­ber 2017 og mynd­skeið sem Trausti Gylfa­son, fyrr­ver­andi skip­verji á skip­inu, sagðist hafa tekið um þar borð sköpuðu mikla umræðu um brott­kast af fisk­veiðiskip­um. Mynd­skeiðin sem Fiski­stofa hef­ur und­ir hönd­um eru alls fimm tals­ins og voru tek­in upp á átta ára tíma­bili, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í ákvörðun­inni.

„Fiski­stofa tel­ur að út­gerð Kleif­a­bergs ER-70 (1360) hafi haft fjár­hags­leg­an ávinn­ing af brot­inu með því að kasta fyr­ir borð fiski sem ann­ars yrði til að tefja vinnslu um borð eða sem full­nægði ekki kröf­um út­gerðar. Eins og at­vik­um er lýst verður að ganga út frá því að um ásetn­ings­brot hafi verið að ræða. Miklu magni af fiski var hent með vit­und, og sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um skip­stjóra,“ seg­ir meðal ann­ars í ákvörðun Fiski­stofu.

Ætla að kæra úr­sk­urðinn

Í frétta­til­kynn­ingu frá ÚR vegna ákvörðun­ar­inn­ar, seg­ir að úr­sk­urður­inn verði kærður til auðlinda- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins og að fé­lagið telji sig ekki hafa notið sann­gjarnr­ar málsmeðferðar.

„ÚR tel­ur mála­til­búnað Fiski­stofu ekki stand­ast en úr­sk­urður henn­ar bygg­ir á lýs­ingu eins manns og mynd­skeiðum  sem auðvelt er að eiga við og bjaga eins og ÚR benti á í and­mæl­um sín­um til Fiski­stofu á síðasta ári. Þá hef­ur ÚR kært eitt um­ræddra mynd­skeiða til lög­reglu en það er að mati fé­lags­ins og sér­færðinga [sic] þess falsað. Þá tel­ur ÚR að þau meintu brot sem sögð hafa verið fram­in á ár­un­um 2008 og 2010 séu löngu fyrnd sam­kvæmt lög­um nr. 57/​1996,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu út­gerðar­inn­ar.

„Dauðadóm­ur yfir Kleif­a­bergi“

Fram kem­ur að kæra ÚR til at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins muni ekki fresta leyf­is­svipt­ing­unni, sem muni að mati út­gerðar­inn­ar „rýra tekj­ur fé­lags­ins um allt að ein­um millj­arði króna og auk þess valda henni var­an­leg­um skaða þar sem óvíst er hvort þetta far­sæla veiðiskip haldi aft­ur til veiða.“

Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri ÚR seg­ir í til­kynn­ingu að þetta séu „gríðarlega hörð viður­lög“ og „í raun dauðadóm­ur yfir Kleif­a­bergi RE-70“.

„Kleif­a­berg hef­ur verið meðal feng­sæl­ustu fiski­skipa ís­lenska flot­ans. Afli skips­ins frá ár­inu 2007 hef­ur verið tæp 100.000 tonn og afla­verðmæti yfir 30 millj­arðar króna á nú­v­irði. Lang stærsti hluti þessa frá­bæra ár­ang­urs má þakka yf­ir­burða áhöfn á skip­inu. Ef skipið stopp­ar í 3 mánuði eru all­ar lík­ur á að sjó­menn á Kleif­a­bergi fái vinnu á öðrum skip­um. Með þess­ari ákvörðun er verið að leggja niður 52 manna vinnustað,“ er haft eft­ir Run­ólfi í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg

Skoða allar landanir »