Umtalsverð frávik í starfsemi Fiskistofu

Starfsemi Fiskistofu sætir mikilli gagnrýni í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Starfsemi Fiskistofu sætir mikilli gagnrýni í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. mbl.is/Árni Sæberg

Mikl­ar brota­lam­ir í eft­ir­liti Fiski­stofu með sjáv­ar­út­veg­in­um eru út­listaðar í stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á Fiski­stofu sem var rædd í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is í dag og hef­ur nú verið birt á heimasíðu Rík­is­end­ur­skoðunar.

„Á grund­velli þeirra gagna og upp­lýs­inga sem Rík­is­end­ur­skoðun aflaði er ljóst að eft­ir­lit Fiski­stofu með vigt­un sjáv­ar­afla […] er tak­markað og ef­ast má um að það skili til­ætluðum ár­angri,“ er meðal þess sem kem­ur fram í stjórn­sýslu­út­tekt­inni.

Kem­ur fram í skýrsl­unni að gild­andi fyr­ir­komu­lag vigt­un­ar leyf­ir „um­tals­verð frá­vik í skrán­ingu heild­ar­magns“ og er Fiski­stofa sögð ekki hafa sinnt „skil­virku eft­ir­liti“.

Veik­b­urða eft­ir­lit

Þá seg­ir að „eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar með brott­kasti er veik­b­urða og ómark­visst. Raun­veru­leg­ur ár­ang­ur þess er auk þess á huldu þar sem hvorki liggja fyr­ir skýr ár­ang­urs­mark­mið eða ár­ang­urs­mæli­kv­arðar.“

Rík­is­end­ur­skoðun vís­ar á bug mati at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins um að brott­kast sé „óveru­legt“ á Íslandi. Vísað er til þess að inn­an fisk­veiðikerf­is­ins sé mik­ill hagrænn hvati til þess að stunda brott­kast.

Vegna veik­leika eft­ir­lits­ins sé í raun eng­in for­senda til þess að full­yrða um um­fang brott­kasts.

Kann­ar ekki eign­ar­hald afla­heim­ilda

Ef­ast Rík­is­end­ur­skoðun um að stofn­un­in yfir höfuð fylgi eft­ir­lits­hlut­verki sínu. „Ekki verður séð að Fiski­stofa kanni hvort yf­ir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deild­um sé í sam­ræmi við það há­mark sem er skil­greint í lög­um nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða. Ráðast þarf í end­ur­skoðun á 13. og 14. gr. lag­anna svo regl­ur um há­marks­afla­hlut­deild séu skýr­ar.“

Fiski­stofa er sögð í ein­stök­um til­fell­um grípa til þess að fram­kvæma frum­at­hug­an­ir ef grun­ur leik­ur á um að sé farið yfir leyfi­leg mörk er varðar eign afla­heim­ilda meðal tengdra aðila. „Að öðru leyti treyst­ir stofn­un­in nán­ast al­farið á til­kynn­ing­ar­skyldu hand­hafa afla­hlut­deilda.“

Til­lög­ur að úr­bót­um

Rík­is­end­ur­skoðandi seg­ir að grípa þurfi til mark­vissra aðgerða til þess að hægt verði að tryggja skil­virkt og ár­ang­urs­ríkt eft­ir­lit sem er í sam­ræmi ákv­arðanir Alþing­is um að nytja­stofn­ar séu nýtt­ir með sjálf­bær­um hætti.

Þá tel­ur rík­is­end­ur­skoðandi að skil­greina þurfi skýr mark­mið um eft­ir­lits­hlut­verk Fiski­stofu og að „mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eft­ir­litið á að skila og að gripið sé til nauðsyn­legra ráðstaf­ana til að ár­ang­urs­mark­miðum verði náð.“

Einnig er lagt til að fjöldi starfs­manna sem sinna eft­ir­liti verði end­ur­skoðaður og mörkuð verði skýr stefna um að bæta úr þeim van­könt­um sem bent er á í skýrsl­unni.

„Ef ekki verður brugðist við þeim ann­mörk­um sem eru til staðar með viðun­andi hætti er ljóst að eft­ir­lit með nýt­ingu auðlinda hafs­ins og samþjöpp­un afla­heim­ilda verður áfram veik­b­urða, óskil­virkt og ekki í sam­ræmi við for­send­ur og ákv­arðanir Alþing­is.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.3.25 571,29 kr/kg
Þorskur, slægður 26.3.25 363,16 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.3.25 383,19 kr/kg
Ýsa, slægð 26.3.25 236,83 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.3.25 196,89 kr/kg
Ufsi, slægður 26.3.25 250,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 26.3.25 234,63 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.3.25 Þorgrímur SK 27 Grásleppunet
Grásleppa 1.426 kg
Þorskur 363 kg
Samtals 1.789 kg
26.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Langa 801 kg
Ýsa 596 kg
Keila 224 kg
Steinbítur 65 kg
Þorskur 60 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 1.761 kg
26.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 3.129 kg
Ýsa 103 kg
Steinbítur 27 kg
Samtals 3.259 kg

Skoða allar landanir »