Skoða þarf betur ályktanir í skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sérstaklega í ljósi þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið á skýrsluna. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV.
Katrín tók einnig undir með umhverfisráðherra sem sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að hann furði sig á því að náttúruverndarsamtökum sé líkt við hryðjuverkasamtök.
Í skýrslunni, sem kynnt var í gær, segir að fullyrðingar um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt efnahagslíf eiga ekki við rök að styðjast. Skýrslan var unnin fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun sjávarútvegsráðherra meðal annars byggja ákvörðun sína um hvort hvalveiðum verði haldið áfram á skýrslunni.
Katrín sagði í kvöldfréttum að þær ályktanir sem skoða þurfi sérstaklega tengist meðal annars þeirri gagnrýni sem þegar er komin fram á skýrsluna, það er ályktanir sem eru dregnar um líffræðilegar og vistfræðilegar staðreyndir.
Þá furðar hún sig, líkt og umhverfisráðherra, að náttúruverndarsamtökum sé líkt við hryðjuverkasamtök í skýrslunni. Í skýrslunni (á blaðsíðu 42) segir meðal annars að ef til vill sé tilefni til að setja lög hér á landi til að „vinna gegn uppgangi hryðjuverkasamtaka.“
„Mér finnst það mjög sérkennilegt útspil frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í garð þeirra náttúruverndarsamtaka sem hafa verið að berjast fyrir sínum málstað í hvalveiðum og bara ekki til að hjálpa umræðunni,“ sagði Katrín.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.11.24 | 591,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.11.24 | 655,51 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.11.24 | 404,23 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.11.24 | 405,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.11.24 | 264,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.11.24 | 315,24 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.11.24 | 271,53 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 4.058 kg |
Ýsa | 3.905 kg |
Samtals | 7.963 kg |
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 129 kg |
Ýsa | 13 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Samtals | 151 kg |
25.11.24 Sæli BA 333 Lína | |
---|---|
Þorskur | 376 kg |
Ýsa | 156 kg |
Langa | 149 kg |
Keila | 33 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 743 kg |
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.418 kg |
Ýsa | 4.229 kg |
Keila | 422 kg |
Langa | 311 kg |
Karfi | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 12.453 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 25.11.24 | 591,42 kr/kg |
Þorskur, slægður | 25.11.24 | 655,51 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 25.11.24 | 404,23 kr/kg |
Ýsa, slægð | 25.11.24 | 405,37 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 25.11.24 | 264,73 kr/kg |
Ufsi, slægður | 25.11.24 | 315,24 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 25.11.24 | 271,53 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 22.11.24 | 127,00 kr/kg |
25.11.24 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 4.058 kg |
Ýsa | 3.905 kg |
Samtals | 7.963 kg |
25.11.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 129 kg |
Ýsa | 13 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Samtals | 151 kg |
25.11.24 Sæli BA 333 Lína | |
---|---|
Þorskur | 376 kg |
Ýsa | 156 kg |
Langa | 149 kg |
Keila | 33 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 743 kg |
25.11.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 7.418 kg |
Ýsa | 4.229 kg |
Keila | 422 kg |
Langa | 311 kg |
Karfi | 57 kg |
Steinbítur | 16 kg |
Samtals | 12.453 kg |