Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland illa rökstudda áróðursskýrslu fyrir áframhaldandi veiðum og að í skýrslunni sé lítið gert úr mikilvægi á nýtingu á hval með hvalaskoðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum.
Stjórn samtakanna fullyrðir að engin tilraun hafi verið gerð í skýrslunni til að útskýra hvernig stórauknar hvalveiðar geta verið efnahagslega sjálfbærar né hvaða hliðaráhrif þær kynnu að hafa á aðrar útflutningsgreinar þjóðarinnar. Þá gagnrýnir stjórnin að við gagnaöflun Hagfræðistofnunar varðandi hlut ferðaþjónustunnar var ekki haft samband við Hvalaskoðunarsamtök Íslands eða aðildarfélög, Samtök ferðaþjónustunnar né Íslandsstofu. „Þetta hljóta að teljast forkastanleg vinnubrögð af hálfu Hagfræðistofnunar,“ segir í yfirlýsingunni.
Stjórn Hvalaskoðunarsamtakanna metur sem svo að skýrslan geti ekki nýst til ákvarðanatöku um áframhaldandi hvalveiðar við Ísland. „Það verður ekki betur séð en að skýrsluhöfundur hafi lagt af stað með fyrirfram gefna niðurstöðu og kappkostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niðurstöðu. Það hefur hins vegar mistekist og er útkoman illa rökstudd áróðursskýrsla fyrir áframhaldandi veiðum sem tekur ekki raunverulegt tillit til hvalaskoðunar, ferðaþjónustu að öðru leyti, alþjóðlegra hagsmuna Íslands né dýravelferðarsjónarmiða,“ segir í yfirlýsingunni.
Stjórn samtakanna krefst þess að raunverulegt hagsmunamat fari fram þar sem fullt tillit sé tekið til hagsmuna hvalaskoðunar, ferðaþjónustu og annarra útflutningsgreina áður en nokkur ákvörðun er tekin um frekari hvalveiðar við Ísland.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 468,39 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,20 kr/kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.537 kg |
Ýsa | 3.288 kg |
Langa | 366 kg |
Steinbítur | 327 kg |
Keila | 113 kg |
Karfi | 26 kg |
Hlýri | 22 kg |
Samtals | 12.679 kg |
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.015 kg |
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 278 kg |
Steinbítur | 154 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.224 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 585,36 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 698,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 468,39 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 380,87 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 280,78 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,20 kr/kg |
22.1.25 Sunnutindur SU 95 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 12.752 kg |
Ýsa | 840 kg |
Keila | 84 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Langa | 14 kg |
Samtals | 13.705 kg |
22.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 8.537 kg |
Ýsa | 3.288 kg |
Langa | 366 kg |
Steinbítur | 327 kg |
Keila | 113 kg |
Karfi | 26 kg |
Hlýri | 22 kg |
Samtals | 12.679 kg |
22.1.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Skarkoli | 1.015 kg |
Þorskur | 729 kg |
Ýsa | 278 kg |
Steinbítur | 154 kg |
Sandkoli | 44 kg |
Þykkvalúra | 4 kg |
Samtals | 2.224 kg |