Rauf tíu milljarða múrinn

Áhöfnin á Bergey með væna tertu sem beið þegar í …
Áhöfnin á Bergey með væna tertu sem beið þegar í höfn var komið. Jón Valgeirsson skipstjóri fyrstur frá vinstri. Ljósmynd/Ómar Bogason

„Það er einfalt, ég þakka árangurinn góðu skipi, góðri útgerð og góðri áhöfn. Það skiptir miklu máli að hafa góðan mannskap ef árangur á að nást og á Bergey hefur verið lítil hreyfing á mannskapnum. Menn virðast vera ánægðir hér um borð,“ segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey, spurður hverju hann vilji þakka þann árangur sem náðist fyrr í vikunni, er aflaverðmæti skipsins rauf tíu milljarða múrinn.

Bergey kom með fullfermi eða sjötíu tonn af afla til Seyðisfjarðar á mánudagskvöld og er afli hennar því samtals 39.050 tonn, frá því skipið kom nýtt til landsins í ágúst árið 2007.

Útgerðarfélagið Bergur-Huginn, dótturfélag Síldarvinnslunnar, gerir Bergey út, en fjallað er um þennan árangur á vef Síldarvinnslunnar.

„Það hefur alla tíð gengið vel að fiska á skipið og eftir að Síldarvinnslan festi kaup á útgerðarfélaginu hefur meiri kvóti verið til ráðstöfunar og það munar heilmiklu,“ er haft eftir skipstjóranum á vefnum.

Bergey VE við bryggju á Seyðisfirði.
Bergey VE við bryggju á Seyðisfirði. Ljósmynd/Ómar Bogason

Ánægðir með tíu milljarðana

„Allt frá upphafi hefur mikil áhersla verið lögð á ýsuveiði og við höfum mest fiskað við Eyjar, út af suðurströndinni og fyrir austan. Síðustu árin höfum við lítið farið vestur fyrir land. Útgerðin gerir út tvö skip,systurskipin Bergey og Vestmannaey, og sömu sögu er að segja af Vestmannaey; skipið kom nýtt til landsins í apríl 2007 og náði tíu milljarða markinu síðastliðið sumar. Hér um borð eru menn mjög ánægðir með að hafa náð þessu tíu milljarða marki,“ segir Jón.

Jón Valgeirsson tók við skipstjórn á Bergey um áramótin 2013-2014 en áður hafði Sigurður Guðbjörn Sigurjónsson verið skipstjóri.

„Ég tók við ákaflega góðu búi,“ segir Jón. Spennandi tímar séu framundan því útgerðin sé að láta smíða skip í Noregi sem leysa eiga núverandi Bergey og Vestmannaey af hólmi. Skipin verði væntanlega afhent í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 584,95 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 276,61 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 255,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 584,95 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,07 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 276,61 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 255,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Von HU 170 Þorskfisknet
Ufsi 3.936 kg
Þorskur 1.001 kg
Samtals 4.937 kg
22.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 466 kg
Ýsa 356 kg
Keila 116 kg
Hlýri 32 kg
Karfi 6 kg
Samtals 976 kg
22.1.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 846 kg
Keila 260 kg
Ýsa 137 kg
Karfi 83 kg
Hlýri 58 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 1.394 kg

Skoða allar landanir »