Svara gagnrýni formanns LS

Grásleppu landað á Þórshöfn.
Grásleppu landað á Þórshöfn. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Guðmund­ur Þórðar­son, sviðsstjóri botnsjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, og Guðjón Sig­urðsson, sér­fræðing­ur í meðafla­út­reikn­ing­um, segj­ast telja það sér­stakt að Axel Helga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, end­ur­taki í sam­tali við 200 míl­ur gagn­rýni sem svarað hafi verið í ít­ar­legri skýrslu stofn­un­ar­inn­ar í mars á síðasta ári.

Vísa þeir til viðtals við Axel sem birt­ist í sér­blaði 200 mílna um sjáv­ar­út­veg sem fylgdi Morg­un­blaðinu 14. des­em­ber og var end­ur­birt á vefn­um fyrr í þess­um mánuði. Fjallaði viðtalið um svipt­ingu á MSC-vott­un grá­sleppu­veiða vegna meðafla annarra teg­unda, þar sem Axel gagn­rýndi út­reikn­inga um áætlaðan meðafla.

Í eft­ir­lits­ferðum Haf­rann­sókna­stofn­un­ar hefðu til að mynda veiðst 46 út­sel­ir, þar af nán­ast all­ir í þrem­ur eft­ir­lits­ferðum við Vest­f­irði og í inn­an­verðum Breiðafirði, og þeir reiknaðir upp í fjöld­ann 2.870 á landsvísu. Sagði hann þá niður­stöðu afar merki­lega, enda hefði stærð stofns­ins síðast verið met­in í kring­um 4.200 seli, árið 2012. Sam­kvæmt þess­um út­reikn­ing­um ættu því 68% stofns­ins að veiðast á hverju ári sem meðafli.

„Þetta stenst enga skoðun“

„Nú er komið nýtt stofn­mat sem hljóðar upp á 6.000 seli og er því um að ræða 50% fjölg­un á sex árum. Það vek­ur upp spurn­ing­ar um áreiðan­leika þess­ara talna sem verið er að vinna með. Þetta stenst enga skoðun. Ef þetta væri rétt gerðu menn vart annað en að draga sel um borð,“ sagði Axel meðal ann­ars.

Benti hann einnig á að víða er­lend­is þekk­ist það, þegar meðafli sé upp­reiknaður, að und­an­skil­in séu þau svæði þar sem viðkom­andi teg­und haldi sig ekki.

„Það sem við mót­mæl­um sér­stak­lega er að svæðin fyr­ir norðan og aust­an, sem hafa ekki teist­una, skarf­inn og út­sel­inn í sama magni, séu ekki und­an­skil­in. Sam­an­lagður veiðileyf­a­fjöldi á þess­um svæðum er 53% af heild­inni á land­inu. Það hefði varla neitt átt að upp­reikn­ast á þessi svæði.“

Skýrsl­an hafi svör við flestu

Í skrif­legu svari sem Guðmund­ur og Guðjón hafa sent 200 míl­um seg­ir að rétt sé að benda á að um­ræddri gagn­rýni hafi, eins og áður sagði, þegar verið svarað í ít­ar­legri skýrslu sem komið hafi út í mars­mánuði og finna megi á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

„Í skýrsl­unni var gögn­un­um skipt upp eft­ir svæðum, tíma og dýpi og því hef­ur gagn­rýni for­manns­ins nú verið svarað. Í reynd má finna svör í skýrsl­unni við flest­um þeim atriðum sem formaður­inn tín­ir til og því verður að telja sér­stakt að hann end­ur­taki gagn­rýni sem svarað var ít­ar­lega fyr­ir tæp­lega ári síðan,“ segja Guðmund­ur og Guðjón. Í stuttu máli megi segja að þeir þætt­ir sem Axel telji upp í viðtal­inu hafi haft lít­il áhrif á heild­armat á meðafla fugla og sjáv­ar­spen­dýra. Hér á eft­ir fer svar þeirra í heild sinni:

„Gögn úr 193 róðrum eft­ir­lits­manna Fiski­stofu voru notuð til upp­reikn­ings­ins í skýrsl­unni, og voru róðrarn­ir farn­ir frá 2014-2017. Meðafl­inn var met­inn á fjóra vegu; án skipt­ing­ar, skipt upp eft­ir svæðum, skipt upp eft­ir dýpi og skipt upp eft­ir mánuðum, auk þess sem skrán­ing­ar skip­stjórn­ar­manna á meðafla voru tekn­ar sam­an. Breyti­leiki í meðafla milli ára og áhrif handa­hófs­kenndr­ar sýna­töku voru líka könnuð.

Matið fyr­ir sjáv­ar­spen­dýr var lægst skipt upp eft­ir svæðum (3100 ± 1086 dýr á ári), næst lægst án skipt­ing­ar (3570 ± 607 dýr á ári), en matið skipt eft­ir dýpi var aðeins hærra (3620 ± 2860 dýr á ári) og hæst var matið skipt upp eft­ir mánuðum (3850 ± 1577 dýr á ári). Skrán­ing­ar sjáv­ar­spen­dýra í afla­dag­bæk­ur voru mun minni eða 988 dýr, þar af 700 sel­ir, árið 2017. Mat á meðafla sjó­fugla fylgdi álíka mynstri, en matið var lægst skipt upp eft­ir svæðum (7210 ± 3030 fugl­ar), næst lægsta var það án svæðaskipt­ing­ar (8150 ± 1222 fugl­ar), matið skipt upp eft­ir dýpi kom þar á eft­ir (8800 ± 3962 fugl­ar) en hæst var matið skipt upp eft­ir mánuðum (9100 ± 3180 fugl­ar). Til sam­an­b­urðar voru 2417 fugl­ar skráðir í afla­dag­bæk­ur grá­sleppu­báta árið 2017.

Í at­hug­un sem var fram­kvæmd árið 2017 hvort handa­hófs­kennt róðraval hefði áhrif á meðafl­ann kom í ljós að meðafli bæði spen­dýra og fugla var hærri í þeim róðrum sem vald­ir voru af handa­hófi held­ur en í þeim róðrum sem vald­ir voru með áhættumati út frá meðafla þorsks eða annarra þátta. Því er ólík­legt að sjálft áhættumatið hafi nokk­ur áhrif á mat meðafla sjáv­ar­spen­dýra og fugla.

Af þeim teg­und­um sem vott­un­in féll á var meðaflatíðni land­sels nokkuð jöfn milli svæða, dýpa og mánaða og veidd­ust sel­ir á öll­um veiðisvæðum nema Suður­landi, og ekki var hægt að sjá mun milli mánaða eða dýp­is. Met­inn meðafli land­sels (upp­skipt eft­ir veiðisvæðum) var í kring­um 1200-1300 dýr (700-1700 dýr), en á sama tíma skráði flot­inn 700 seli af öll­um teg­und­um.

Mik­il óvissa er í kring­um meðaflamat út­sels. Meðaflatíðni út­sels var hærri í Breiðafirði og við Vest­f­irði held­ur en á öðrum svæðum, auk þess sem tíðnin var hærri á 0-10 metra dýpi held­ur en á öðrum dýpt­ar­bil­um. Met­inn meðafli út­sels (upp­skipt eft­ir veiðisvæðum) var í kring­um 1000 dýr (500-1600 dýr), en eins og áður sagði er óvissa þessa mats mjög mik­il og mun ná­kvæmni þess ekki batna nema með því að auka þekju eft­ir­lits tölu­vert.

Meðaflatíðni teistu var hærri í Faxa­flóa, Breiðafirði, Húna­flóa og á Aust­ur­landi held­ur en öðrum svæðum, auk þess sem meira veidd­ist af henni á 0-10 metra dýpi og 20-30 metra dýpi held­ur en á öðrum dýpt­ar­bil­um. Full­yrðing for­manns­ins um að það sé „sannað“ að teista veiðist ekki á meira dýpi en 15 metr­um er byggð á rann­sókn sem Bir­d­li­fe In­ternati­onal stóð fyr­ir, stenst því ekki nán­ari skoðun, en formaður­inn gagn­rýn­ir jafn­framt Bir­d­li­fe In­ternati­onal harðlega á öðrum stað í viðtal­inu. Auk þess sýna upp­lýs­ing­ar úr róðrum eft­ir­lits­manna að full­yrðing Ax­els um að teistu sé lítið að finna fyr­ir aust­an er ein­fald­lega röng. Met­inn meðafli teistu (upp­skipt eft­ir veiðisvæðum) var í kring­um 1500 fugl­ar (700-2325), og eru því neðri ör­ygg­is­mörk mats­ins ná­lægt þeim fjölda sem grá­sleppu­flot­inn skráði í afla­dag­bæk­ur 2017 (600 fugl­ar).

Hægt er að taka und­ir at­huga­semd­ir for­manns­ins um bein­ar veiðar á sel, og hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un lagt til að stjórn­völd leiti leiða til að koma í veg fyr­ir bein­ar veiðar á bæði land­sel og út­sel í ár­legri ráðgjöf sinni, auk þess að leggja til að lög­binda skrán­ingu beinn­ar veiði á sel.

Upp­reikn­ing­ar á meðafla eru ekki ein­föld aðgerð, og tölu­verð óvissa er í gögn­un­um eins og sést á víðum ör­ygg­is­mörk­um í kring­um matið hjá flest­um teg­und­um. Til að minnka þá óvissu þarf því að fjölga eft­ir­lits­ferðum eða afla gagna á ann­an hátt t.d. með mynda­vél­um eða stór­bættri skrán­ingu sjó­manna í afla­dag­bæk­ur en mik­ill mis­brest­ur er á að sjó­menn skrái meðafla líkt og lög gera ráð fyr­ir. Einnig er mik­il­vægt að halda áfram öfl­ugri vökt­un á stærð sjáv­ar­spen­dýra­stofna við landið, og lík­legt er að auka þurfi eft­ir­lit og rann­sókn­ir á stofn­stærð þeirra spen­dýra og sjó­fugla­stofna sem verða fyr­ir áhrif­um frá fisk­veiðum við landið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 439,43 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.4.25 558,37 kr/kg
Þorskur, slægður 2.4.25 717,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.4.25 439,43 kr/kg
Ýsa, slægð 2.4.25 373,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.4.25 228,36 kr/kg
Ufsi, slægður 2.4.25 266,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 2.4.25 226,72 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.4.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 2.733 kg
Steinbítur 25 kg
Ýsa 20 kg
Samtals 2.778 kg
2.4.25 Már SK 90 Grásleppunet
Grásleppa 1.870 kg
Þorskur 110 kg
Rauðmagi 8 kg
Skarkoli 8 kg
Samtals 1.996 kg
2.4.25 Hafey SK 10 Grásleppunet
Grásleppa 1.371 kg
Þorskur 218 kg
Skarkoli 24 kg
Rauðmagi 6 kg
Ýsa 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.623 kg

Skoða allar landanir »