Full fríverslun ekki fengist í gegnum EES

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Evrópusambandið hefur þráast við að koma á fullri fríverslun með sjávarafurðir í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta kom fram í ræðu sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti á málstofu um áhrif EES-samningsins á íslenskt samfélag sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík á miðvikudaginn.

„Það er einnig okkar markmið að koma á fullri fríverslun með fisk en ESB hefur þráast við að fella niður tolla á tilteknar fiskafurðir,“ sagði utanríkisráðherra þar sem hann fjallaði um það hvar Íslendingar þyrftu að gæta betur að hagsmunum sínum vegna aðildarinnar að EES-samningnum. Fyrir ári lét Guðlaugur Þór hliðstæð orð falla á Alþingi þar sem hann sagði sambandið ekki hafa tekið lægri tolla fyrir Ísland inn á markað þess í mál.

Ráðherrann ræddi þar um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og sagði tækifæri felast í útgöngunni fyrir Ísland til þess að ná betri viðskiptakjörum við Bretland en landið nyti í dag í gegnum EES-samninginn. Þessi orð Guðlaugs Þórs eru í samræmi við skýrslu utanríkisráðuneytisins um útgöngu Breta sem kom út í nóvember 2017:

„Jafnvel þótt EES-samningurinn feli í sér góð viðskiptakjör fyrir útflutning til Bretlands og að stærstur hluti íslensks útflutnings til Bretlands njóti annað hvort tollfrelsis eða tollaívilnana þá tryggir EES-samningurinn ekki fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir,“ segir í skýrslunni. Þar með sköpuðust tækifæri til betri viðskiptakjara við Bretland.

Hefur ekki enn skilað árangri

Fyrir ári var greint frá því í Morgunblaðinu að Evrópusambandið hefði samið um víðtækan fríverslunarsamning við Kanada þar sem gert væri ráð fyrir 100% tollfrelsi fyrir sjávarafurðir og 98% tollfrelsi fyrir innflutning til sambandsins í heild sem eru betri kjör en felast í EES-samningnum. Síðan hefur sambandið samið um hliðstæð kjör við Japan.

Guðlaugur Þór sagði við Morgunblaðið af þessu tilefni að málið hefði verið tekið upp við Evrópusambandið í nóvember 2017. „Það er auðvitað orðið svolítið sérstakt þegar Kanada hefur betri aðgang fyrir sjávarafurðir en EFTA/​EES-ríkin. Við erum að sækja á þá með þetta.“ Sérstök kjör inn á innri markað Evrópusambandsins fyrir sjávarafurðir voru ein af helstu rökunum fyrir aðild Íslands að EES-samningnum fyrir aldarfjórðungi.

Samkvæmt orðum utanríkisráðherra á málþinginu um EES-samninginn, sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík, er ljóst að sú vinna hefur að minnsta kosti enn sem komið er ekki skilað árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg
21.1.25 Viktoria ÍS 150 Landbeitt lína
Ýsa 7.226 kg
Þorskur 2.026 kg
Steinbítur 1.211 kg
Langa 18 kg
Karfi 4 kg
Samtals 10.485 kg
21.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.843 kg
Ýsa 4.011 kg
Langa 432 kg
Keila 50 kg
Hlýri 35 kg
Karfi 16 kg
Samtals 12.387 kg

Skoða allar landanir »