Súrnun og hlýnun eru ekki góð blanda

Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. mbl.is/Árni Sæberg

Þær breyt­ing­ar sem eru að eiga sér stað í haf­inu gætu á ein­hverj­um tíma­punkti kallað á að draga þurfi tölu­vert úr fisk­veiðum.

Breska dag­blaðið Guar­di­an birti á dög­un­um grein sem eðli­lega hef­ur hrist upp í sjáv­ar­út­veg­in­um, jafnt sem þeim bresku neyt­end­um sem þykir fátt betra en fisk­ur og fransk­ar. Guar­di­an vitn­ar í ný­lega skýrslu sem gef­in var út af um­hverf­is­vökt­un­ar­nefnd norður­skauts­ráðsins, AMAP (e. Arctic Monitor­ing and Assess­ment Programme), sem fjall­ar um mögu­leik­ann á að súrn­un sjáv­ar og hita­breyt­ing­ar í Bar­ents­hafi gætu valdið því að þorsk­stofn­inn á svæðinu hrynji þegar fram í sæk­ir.

Hrönn Eg­ils­dótt­ir er sjáv­ar­vist­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un og seg­ir hún að það sem geri skýrslu AMAP sér­stak­lega áhuga­verða sé að þar er þess freistað að smíða lík­an sem sýni áhrif­in þegar súrn­un og hlýn­un sjáv­ar fara sam­an, frek­ar en að meta áhrif­in hvor í sínu lagi. „Niðurstaðan er að hlýn­un gæti hjálpað þorsk­stofn­in­um í Bar­ents­hafi upp að vissu marki en ef hlýn­ar of mikið fari áhrif­in að verða nei­kvæð. Súrn­un­in veld­ur síðan auknu álagi á stofn­inn og hef­ur einkum áhrif á fisk­inn þegar hann er á lirfu­stigi og viðkvæm­ari fyr­ir um­hverf­is­breyt­ing­um.“

Að sögn Hrann­ar tor­veld­ar það all­ar spár hve fáum rann­sókn­um er til að dreifa og þannig sé t.d. ekki hægt að finna nema sautján vís­inda­grein­ar sem fjalla um áhrif súrn­un­ar sjáv­ar á þorsk. „Þær rann­sókn­ir sem við höf­um í dag veita okk­ur aðeins vís­bend­ing­ar, og t.d. ein­blíndi skýrsla AMAP sér­stak­lega á þorsk­stofn­inn í Bar­ents­hafi. Þess­ar rann­sókn­ir segja okk­ur þó af­drátt­ar­laust að full ástæða sé til að skoða þessi mál bet­ur, bæði hér við Ísland sem og ann­ars staðar.“

Lífríki hafsins stafar ógn af hlýnun og súrnun sjávar.
Líf­ríki hafs­ins staf­ar ógn af hlýn­un og súrn­un sjáv­ar. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Fisk­ar þola ekki hvað sem er

Bend­ir Hrönn á að það hafi lengi verið viðtek­in skoðun að fisk­arn­ir í haf­inu gætu lagað sig að víðtæk­um um­hverf­is­breyt­ing­um og fært sig um set í takt við breyt­ing­ar á hita­stigi sjáv­ar. Teg­und­ir eins og þorsk­ur­inn eign­ist líka marg­ar millj­ón­ir hrogna og þeir ein­stak­ling­ar sem þola um­hverf­is­breyt­ing­arn­ar best geti því fjölgað sér hratt og styrkt stofn­inn. Þessi sýn á þraut­seigju fisk­stofna gef­ur samt skakka mynd, hvað þá þegar um­hverf­is­breyt­ing­arn­ar eru hraðar og fleiri en einn um­hverf­isþátt­ur sem veld­ur álagi á stofn­inn.

„Við hrein­lega vit­um það ekki hvort þorsk­ur­inn geti eða geti ekki þraukað ef sjór­inn hlýn­ar og súrn­ar á sama tíma. Aft­ur á móti má full­yrða að ef um­hverfi þorsk­stofna breyt­ist mikið gæti dregið úr erfðabreyti­leika og þar með get­ur stofn­inn orðið viðkvæm­ari fyr­ir hvers kyns áföll­um sem komið gætu í kjöl­farið.“

Hrönn út­skýr­ir að því meiri líf­fræðileg fjöl­breytni sem er inn­an fisk­stofns, því auðveld­ara eigi hann með að aðlag­ast, en ef ytri þætt­ir valda því að hluti stofns­ins nær ekki að koma af­kvæm­um á legg þá hverfi um leið hluti líf­fræðilegu fjöl­breytn­inn­ar. Gæti það t.d. þýtt að ef helm­ing­ur stofns­ins nær að aðlag­ast súrn­un minnki erfðabreyti­leiki hans um­tals­vert og hætta á að þeir eig­in­leik­ar sem hefðu nýst til að tak­ast á við hita­breyt­ing­ar hafi horfið með þeim helm­ingi stofns­ins sem ekki tókst að aðlag­ast súrn­un­inni. „Ef síðan enn eitt áfallið bæt­ist við, t.d. að sníkju­dýr taka að herja á stofn­inn, þá er hann mögu­lega þeim mun verr í stakk bú­inn til að tak­ast á við þær breyt­ing­ar.“

Ítar­legri um­fjöll­un er að finna í sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á föstu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 556,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 426,95 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,84 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 330,14 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Gísli EA 221 Grásleppunet
Grásleppa 2.672 kg
Þorskur 448 kg
Samtals 3.120 kg
1.4.25 Egill ÍS 77 Dragnót
Steinbítur 5.340 kg
Ýsa 420 kg
Þorskur 343 kg
Skarkoli 165 kg
Grásleppa 71 kg
Sandkoli 67 kg
Samtals 6.406 kg
1.4.25 Hafrún HU 12 Dragnót
Þorskur 10.861 kg
Skarkoli 211 kg
Steinbítur 137 kg
Ýsa 50 kg
Grásleppa 13 kg
Sandkoli 11 kg
Skrápflúra 1 kg
Samtals 11.284 kg

Skoða allar landanir »

Loka