Hafrannsóknastofnun mun ekki leggja til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni. Þetta er niðurstaðan eftir að síðasta loðnuleiðangri stofnunarinnar í samstarfi við útgerðir lauk þegar skipin komu til hafnar í gærkvöldi.
„Verkefni þeirra skipa sem hafa verið í leit undanfarnar vikur lauk í gær. Næstu skref, varðandi hvort og þá hvernig verði farið í frekari leit, verða rædd á fundi með fulltrúum útgerða á morgun,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknastofnun.
„Staðan er hins vegar sú, að bæði rannsóknaskip stofnunarinnar eru að fara í árlegt togararall. Þess vegna veit ég ekki hvað verður og það veltur svolítið á viðhorfi útvegsmanna.“
Spurður hvenær togararallinu lýkur og skip stofnunarinnar verði þar með laus til annarra verkefna, svarar Þorsteinn: „Það er í raun eftir að allt er orðið um seinan, þetta eru um 25 daga túrar. Vanalega hefur loðnuvertíð verið að ljúka upp úr miðjum mars, nema eitthvað afbrigðilegt hafi gerst.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.3.25 | 506,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.3.25 | 523,20 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.3.25 | 247,76 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.3.25 | 227,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.3.25 | 58,02 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.3.25 | 201,74 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.3.25 | 225,07 kr/kg |
21.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 4.889 kg |
Ýsa | 4.778 kg |
Steinbítur | 2.289 kg |
Hlýri | 40 kg |
Keila | 22 kg |
Skarkoli | 6 kg |
Samtals | 12.024 kg |
21.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 4.662 kg |
Þorskur | 434 kg |
Skarkoli | 41 kg |
Samtals | 5.137 kg |
21.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.585 kg |
Langa | 978 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 71 kg |
Ufsi | 54 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Samtals | 3.870 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 21.3.25 | 506,17 kr/kg |
Þorskur, slægður | 21.3.25 | 523,20 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 21.3.25 | 247,76 kr/kg |
Ýsa, slægð | 21.3.25 | 227,54 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 21.3.25 | 58,02 kr/kg |
Ufsi, slægður | 21.3.25 | 201,74 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 21.3.25 | 225,07 kr/kg |
21.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Þorskur | 4.889 kg |
Ýsa | 4.778 kg |
Steinbítur | 2.289 kg |
Hlýri | 40 kg |
Keila | 22 kg |
Skarkoli | 6 kg |
Samtals | 12.024 kg |
21.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 4.662 kg |
Þorskur | 434 kg |
Skarkoli | 41 kg |
Samtals | 5.137 kg |
21.3.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.585 kg |
Langa | 978 kg |
Keila | 158 kg |
Karfi | 71 kg |
Ufsi | 54 kg |
Steinbítur | 24 kg |
Samtals | 3.870 kg |