„Ófyrirgefanlegt“ og eðlilegt að kjósa að nýju

Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Einarsdóttir krefst þess að kosið verði að nýju um stjórn og formann Sjómannafélags Íslands eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu í dag að brottrekstur hennar úr félaginu hefði falið í sér brot á lögum um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. 

Fé­lagið er dæmt til að greiða 1.500.000 krón­ur í sekt til rík­is­sjóðs og 750.000 krón­ur til Heiðveig­ar fyr­ir máls­kostnaði.

„Ég vil eiga þann rétt að geta kosið um stjórn í þessu félagi, hvort sem ég er í framboði eða ekki,“ segir Heiðveig í samtali við mbl.is. Hún kveðst ekki vera búin að gera upp hug sinn hvort hún vilji bjóða sig fram aftur, komi til kosninga að nýju.

Hún segir að meðferðin sem hún fékk í tengslum við framboðið til formennsku á síðasta ári hafi tekið á. Henni var vísað úr sjómannafélaginu og lista hennar, B-lista, hafnað. 

Ég ætla aðeins að hugsa málið. Ég viðurkenni það að þetta er búið að taka á mig og þá sem standa mér næst, meðal annars börnin mín. Það er ófyrirgefanlegt að mínu mati,“ segir Heiðveig.

Býst við því að menn axli ábyrgð

Hún segist að sjálfsögðu vera mjög sátt með niðurstöðu Félagsdóms en þurfi aðeins að melta dóminn áður en hún ákveður næstu skref. „Ég býst við því að þeir sem voru í stjórn og að þessu stóðu axli einhverja ábyrgð vegna þess að dómurinn er mjög afgerandi,“ segir Heiðveig.

„Þeir brjóta ekki bara gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur heldur fara þeir ekki einu sinni að sínum eigin lögum. Þetta er sterk niðurstaða og lagalega séð þá er þetta þannig að þó að stéttarfélög séu ekki undir heildarsamtökum eins og Alþýðusambandinu þá geta þeir ekki hagað sér eins og þeim hentar þegar þeim hentar.

Hún segir að höfnun á framboði hennar hafi byggst á því að hún væri ekki í félaginu og hefði ekki greitt í það í þrjú ár. „Að sjálfsögðu er eðlilegt að þeir bregðist við með því að setja saman nýjan lista, boða til kosninga og bjóða félagsmönnum upp á það,“ segir Heiðveig.

Dómurinn vísaði frá skaða- og miskabótakröfu Heiðveigar en hún segir það skipta litlu máli í stóra samhengingu. „Maður fer í þetta mál til að fá efnislega niðurstöðu og það skiptir öllu máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 587,63 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,41 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 275,33 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 406 kg
Samtals 406 kg
22.1.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 3.369 kg
Þorskur 874 kg
Steinbítur 364 kg
Langa 11 kg
Samtals 4.618 kg
22.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 7.501 kg
Steinbítur 199 kg
Ýsa 121 kg
Samtals 7.821 kg
22.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 992 kg
Ýsa 25 kg
Langa 16 kg
Steinbítur 12 kg
Keila 9 kg
Samtals 1.054 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 587,63 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 469,41 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 275,33 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 406 kg
Samtals 406 kg
22.1.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 3.369 kg
Þorskur 874 kg
Steinbítur 364 kg
Langa 11 kg
Samtals 4.618 kg
22.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 7.501 kg
Steinbítur 199 kg
Ýsa 121 kg
Samtals 7.821 kg
22.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 992 kg
Ýsa 25 kg
Langa 16 kg
Steinbítur 12 kg
Keila 9 kg
Samtals 1.054 kg

Skoða allar landanir »