Bréf Más lýsi „sjúklegri þráhyggju“

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja fyrir utan Seðlabankann í nóvember …
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja fyrir utan Seðlabankann í nóvember síðastliðnum. mbl.is/​Hari

„Það er í fyrsta lagi að það er ágætt að hún sé komin og í öðru lagi staðfestir þessi greinargerð það sem við höfum sagt í gegnum árin að mestu leyti. Það er ánægjulegt. Hún staðfestir ótrúlega stjórnsýslu Seðlabanka Íslands í málinu og að Samherji hafi skilað gjaldeyri umfram skilaskyldu til landsins,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja hf. inntur eftir viðbrögðum við greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands, sem gerð var opinber í gær.

Forstjórinn segir að í greinargerðinni og bókunum bankaráðsmanna, sem birtar voru henni samhliða, birtist „ótrúlegt viðhorf“ starfsmanna Seðlabanka Íslands. Bankaráðsmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Þórunn Guðmundsdóttir sögðu í bókun sinni að afskipti Seðlabankans af störfum bankaráðs í tengslum við vinnslu greinargerðarinnar, sem forsætisráðherra óskaði eftir, hefðu verið „óforsvaranleg“.

„Viðhorf starfsmanna bankans til ákæruvaldsins og umboðsmanns Alþingis hafa komið fram áður, en þarna kemur viðhorf þeirra til forsætisráðherra í ljós og manni er brugðið við það, að þeir séu að reyna að koma í veg fyrir að bankaráð sinni skyldum sínum og skili þessari skýrslu. Það finnst mér ótrúlegt,“ segir Þorsteinn Már.

Ósáttur við bréf seðlabankastjóra

Fyrr í dag birti Seðlabanki Íslands bréf sem Már Guðmundsson sendi forsætisráðherra á vef sínum, en bréfið var sent 29. janúar sl. Þorsteinn Már er ósáttur við það bréf og segir það „uppfullt af dylgjum“ og rangfærslum og nefnir einnig sérstaklega að afrit af bréfinu hafi verið sent á Gylfa Magnússon formann bankaráðs, mánuði áður en greinargerð bankaráðsins var kláruð.

„Í ljósi þess skilur maður af hverju starfsmenn bankans reyndu að koma í veg fyrir að skýrslan liti dagsins ljós,“ segir Þorsteinn Már, en bætir við að bankaráð hafi hvorki látið þetta bréf Más né „hótanir starfsmanna“ Seðlabankans hafa áhrif á sig við vinnslu greinargerðar til forsætisráðherra.

Hann segist aðspurður ætla að svara þeim rangfærslum sem hann telji að felist í bréfinu efnislega síðar og setur út á það að bréfið hafi verið birt opinberlega á vef Seðlabankans á meðan greinargerð bankaráðs til forsætisráðherra hafi ekki birst þar, en sú var birt á vef Stjórnarráðsins í gær.

Seðlabankastjóri haldi að hann sé bæði guð og dómstóll

Þorsteinn Már segir að bréf seðlabankastjóra staðfesti að hann hafi borið rangar sakir á Samherja, sem sé refsivert, og að bréfið lýsi „sjúklegri þráhyggju“ manns sem „heldur að hann sé bæði guð og dómstóll“. Þorsteinn Már vandar seðlabankastjóra sannarlega ekki kveðjurnar.

„Hann, enn einu sinni, vill ekki virða niðurstöðu neinna annarra. Enn einu sinni gefur hann öllum öðrum fingurinn,“ segir Þorsteinn Már.

Spurður út í það sem Már Guðmundsson sagði í bréfi sínu, um að hann hefði „ekkert á móti því að öll gögn málsins yrðu gerð opinber,“ segist Þorsteinn Már vera á þeirri skoðun að Seðlabankinn ætti að birta rannsóknarskýrslur sínar um mál Samherja og þá útreikninga bankans, sem lagðir voru til grundvallar húsleitinni hjá fyrirtækinu árið 2012 og kærum til sérstaks saksóknara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »