Tíu bátar á leiðinni frá Trefjum

Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri Trefja.
Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri Trefja. Ljósmynd/Aðsend

Skipasmíðastöðin Trefjar í Hafnarfirði hefur afhent kaupendum tvo nýja báta frá áramótum. Fór annar til Noregs og hinn til Skotlands. Alls eru tíu bátar í smíðum hjá skipasmíðastöðinni núna, segir Högni Bergþórsson, tækni- og markaðsstjóri Trefja.

Bátar Trefja eru allt frá 9,5 til 15 metrar að lengd og því tekur smíði hvers báts mislangan tíma, eftir stærðinni.

„Einn af þessum stærstu er kannski á við eins og sex af þessum minnstu,“ segir Högni í samtali við 200 mílur og bætir við að á undanförnum misserum hafi Trefjar gengið frá smíðum á um það bil einum báti í hverjum mánuði.

Engin smíði er í gangi fyrir innanlandsmarkað en þeim mun fleiri verkefni eru sótt út fyrir landsteinana að sögn Högna, þar sem Trefjar hafa komið ár sinni vel fyrir borð á undanförnum árum.

Gott orðspor skili verkefnum

„Staðan er góð víða erlendis, þar sem við höfum reynt að markaðssetja okkur í gegnum árin. Við erum aðallega að selja báta til Bretlandseyja, Noregs og Frakklands. Svo er einstaka bátur sem fer til Grænlands. Við höfum enda lagt áherslu á löndin sem eru okkur næst.“

Spurður hvernig litlar útgerðir í þessum löndum komist í kynni við bátasmíðastöð í Hafnarfirði segir hann að langan tíma hafi tekið að byggja upp viðskiptasambönd og gott orðspor utan Íslands, sem sé að skila árangri núna.

„Við höfum kynnt okkur og tekið þátt í vörusýningum, og eftir atvikum sótt beint á útgerðirnar líka þar sem við höfum komist í tæri við þær. En ekki síður held ég að orðsporið okkar sé mjög gott – sem sést til dæmis þegar við seljum bát á eitt svæði og fáum í kjölfarið fyrirspurnir þaðan um smíði á fleiri bátum. Kaupendur bátanna okkar hafa þannig ýtt undir að aðrir hafi samband við okkur og kaupi af okkur báta.“

Hann tekur fram að fyrirtækið hafi lagt mikið upp úr að þjónusta vel þá sem kaupi bátana. „Ég hugsa að það sé lykilþáttur í þessu öllu saman, þó að auglýsingar í blöðum og fagtímaritum skili auðvitað sínu sömuleiðis.“

Viðtalið birtist í heild sinni í ViðskiptaMogganum 14. febrúar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 608,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 383,32 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 261,00 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 332,43 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.25 Stormur ST 69 Landbeitt lína
Þorskur 1.524 kg
Ýsa 886 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.412 kg
21.1.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.944 kg
Steinbítur 1.881 kg
Þorskur 1.619 kg
Samtals 8.444 kg
21.1.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Steinbítur 939 kg
Þorskur 244 kg
Ýsa 205 kg
Langa 118 kg
Hlýri 29 kg
Keila 25 kg
Ufsi 19 kg
Skarkoli 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.582 kg

Skoða allar landanir »