Afþakkar sæti í samninganefnd

Heiðveig bauð sig fram til formennsku í félaginu en var …
Heiðveig bauð sig fram til formennsku í félaginu en var í kjölfarið rekin þaðan. mbl.is/Eggert

„Ég lít svo á að ég hafi alltaf verið félagsmaður, þar sem Félagsdómur dæmdi brottvikninguna ólögmæta. Þetta boð um að koma í félagið aftur stenst því ekkert. Ég er enn þeirrar skoðunar að núverandi stjórn og trúnaðarmannaráð séu umboðslaus og að boða eigi aftur til kosninga.“

Þetta segir Heiðveig María Einarsdóttir, fyrrverandi formannsframbjóðandi í Sjómannafélagi Íslands, í samtali við 200 mílur um boð stjórnar félagsins til hennar um að ganga í félagið, en henni var vikið á brott úr félaginu af trúnaðarmannaráði þess í lok október á síðasta ári.

Boði þessu mun einnig hafa fylgt boð um sæti í samninganefnd félagsins, og segist Heiðveig munu afþakka það. „Mér var jafnvel boðið að vera formaður [nefndarinnar] og fá fyrir það greitt. En ég ætla ekki að leggja blessun mína yfir þessa forystu með því að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið,“ segir hún og furðar sig á þessum viðbrögðum stjórnarinnar. 

Lögmaður hennar muni svara stjórn félagsins í dag.

Virðist ekki ætla að bregðast við dómnum

„Staðan er því orðin þannig að við erum að skoða að stefna stjórninni fyrir Félagsdóm til að kosningarnar verði dæmdar ógildar og aðalfundurinn líka. Dómur Félagsdóms segir okkur að staðið hafi verið að kosningunum og aðalfundinum með ólöglegum hætti, en stjórn félagsins virðist ekki ætla að bregðast við því, að öðru leyti en því að bjóða mér í samninganefnd,“ segir Heiðveig.

„Við virðumst því þurfa að stefna stjórninni aftur og erum að skoða það með sérfræðingum í þessum efnum.“

„Einfaldlega meira í húfi“

Heiðveig bætir við að hún meti það svo að þörf sé á einni sameiginlegri samninganefnd fyrir hönd allra sjómannafélaga. 

„Og ég er ekki að sjá að önnur félög leggi blessun sína yfir þessa framkomu stjórnar Sjómannafélagsins og viðbrögð hennar við dómi Félagsdóms. Hvort sem ég veiti þessari samninganefnd forystu eða ekki. Það er einfaldlega meira í húfi. Þetta mál er orðið miklu stærra en hvað varðar mig persónulega, heldur varðar það alla félagsmenn Sjómannafélagsins, aðra sjómenn og svo verkalýðsfélög almennt,“ segir hún.

„Þegar á botninn er hvolft er þetta aðför að lýðræðinu og skelfileg skilaboð út í þjóðfélagið okkar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 584,83 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,11 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 275,33 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 406 kg
Samtals 406 kg
22.1.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 3.369 kg
Þorskur 874 kg
Steinbítur 364 kg
Langa 11 kg
Samtals 4.618 kg
22.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 7.501 kg
Steinbítur 199 kg
Ýsa 121 kg
Samtals 7.821 kg
22.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 992 kg
Ýsa 25 kg
Langa 16 kg
Steinbítur 12 kg
Keila 9 kg
Samtals 1.054 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.1.25 584,83 kr/kg
Þorskur, slægður 22.1.25 698,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.1.25 468,11 kr/kg
Ýsa, slægð 22.1.25 380,87 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.1.25 275,33 kr/kg
Ufsi, slægður 22.1.25 323,86 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 22.1.25 254,99 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Straumnes ÍS 240 Handfæri
Þorskur 406 kg
Samtals 406 kg
22.1.25 Eyrarröst ÍS 201 Landbeitt lína
Ýsa 3.369 kg
Þorskur 874 kg
Steinbítur 364 kg
Langa 11 kg
Samtals 4.618 kg
22.1.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 7.501 kg
Steinbítur 199 kg
Ýsa 121 kg
Samtals 7.821 kg
22.1.25 Vigur SF 80 Lína
Þorskur 992 kg
Ýsa 25 kg
Langa 16 kg
Steinbítur 12 kg
Keila 9 kg
Samtals 1.054 kg

Skoða allar landanir »