Þakkar sjávarútvegi samdrátt í losun

Fjölmargir tóku þátt í Hátíð hafsins í Reykjavík.
Fjölmargir tóku þátt í Hátíð hafsins í Reykjavík. mbl.is/​Hari

Fiskiskipin eru annar stærsti losunarþátturinn þegar litið er til beinna skuldbindinga Íslendinga í loftslagsmálum, sagði Guðumundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sem hann flutti í dag á hátíðardagskrá á Grandagarði, sem hluta af Hátíð hafsins.

Sagði ráðherra þriðjung losunar gróðurhúsalofttegunda koma frá vegasamgöngum, fimmtung frá fiskiskipunum og um 17% frá landbúnaði.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerði loftslagmálin að umfjöllunarefni …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerði loftslagmálin að umfjöllunarefni á sjómannadaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Athygli hefur vakið að mikill samdráttur hefur orðið í losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi síðan 1990. Ýmsar ástæður eru fyrir því, t.d. að ekki er lengur sóttur fiskur í Smuguna og skipin eru orðin nýtnari. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka sjávarútveginum og hvetja hann um leið áfram á þeirri mikilvægu vegferð að draga enn frekar úr losun,“ sagði Guðmundur Ingi. 

Mikið hefði þá dregið úr notkun svartolíu á fiskiskipum á undanförnum árum og sum fyrirtæki væru alveg hætt að nota hana, sem væri vel. Þá vakti hann máls á því að hann hefði nýlega sett í opið samráð drög að reglugerðarbreytingu sem koma ætti í veg fyrir notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi og í fjörðum og flóum hérlendis. „Þetta mun skipa Íslandi í fremstu röð hvað þessi mál varðar og hvetja önnur lönd áfram.“

Önnur ógn við lífríki hafsins værisvo plastmengun. „Plastmengun þekkir engin landamæri og er alþjóðlegt viðfangsefni,“ sagði Guðmundur Ingi og kvað fund norrænna umhverfisráðherra í Reykjavík í vor hafa samþykkt ályktun þar sem skorað væri á ríki heims að vinna að nýjum alþjóðlegum samningi um plastmengun og örplast í hafi. „Þetta skiptir miklu máli. Hérlendis er síðan á lokastigum aðgerðaáætlun um þessi mál og þegar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða.“

Það skorti ekki á einbeitinguna hjá þessum ungu veiðimönnum.
Það skorti ekki á einbeitinguna hjá þessum ungu veiðimönnum. mbl.is/​Hari

Þessi mál skiptu sjávarútveginn miklu og gegndu í raun lykilhlutverki varðandi ímynd atvinnugreinarinnar og markaðssetningu. „Við sjáum á allri umræðu, bæði hérlendis og erlendis, að umhverfismálin skipta fólk æ meira máli. Það hvernig íslenskur sjávarútvegur staðsetur sig í umhverfismálunum mun að mínu viti hafa grundvallaráhrif varðandi markaðssetningu greinarinnar.

„Þar skiptir máli að stjórnvöld þori að banna svartolíu, að þau takist með skipulegum hætti á við plastmengun, og þar skiptir máli að stjórnvöld grípi til róttækra aðgerða í loftslagsmálum, líka í sjávarútvegi og í samvinnu við hann. Við eigum að verða með fyrstu ríkjum til að ná kolefnishlutleysi og verðum að þora að hugsa stórt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.11.24 564,58 kr/kg
Þorskur, slægður 21.11.24 656,67 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.11.24 374,69 kr/kg
Ýsa, slægð 21.11.24 341,33 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.11.24 315,48 kr/kg
Ufsi, slægður 21.11.24 337,30 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 21.11.24 393,63 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.11.24 103,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.11.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Ýsa 221 kg
Þorskur 190 kg
Ufsi 44 kg
Steinbítur 15 kg
Keila 7 kg
Samtals 477 kg
21.11.24 Kaldbakur EA 1 Botnvarpa
Karfi 16.627 kg
Ufsi 2.513 kg
Þorskur 2.203 kg
Ýsa 641 kg
Samtals 21.984 kg
21.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Ýsa 180 kg
Þorskur 109 kg
Keila 29 kg
Steinbítur 17 kg
Langa 9 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 349 kg

Skoða allar landanir »