„Satt að segja, þá er ég orðlaus“

Sléttbakur er talinn hafa verið algengur við Ísland fyrr á …
Sléttbakur er talinn hafa verið algengur við Ísland fyrr á öldum. AFP

Að minnsta kosti sex sléttbakar, af þeim rúmlega fjögur hundruð sem talið er að eftir séu í Norður-Atlantshafi, hafa drepist það sem af er þessum mánuði. 

„Satt að segja, þá er ég orðlaus,“ segir Regina Asmutis-Silvia, framkvæmdastjóri Hvala- og höfrungaverndarsamtaka Norður-Ameríku, í samtali við vefútgáfu bandaríska tímaritsins Atlantic, en sléttbaksstofninn er í útrýmingarhættu samkvæmt flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna, IUCN.

Sléttbakur er talinn hafa verið algengur við Ísland fyrr á öldum. Í dag er hann nánast alveg horfinn vegna ofveiða allt frá miðöldum, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Tegundin er aðskilin sléttbökum í Norður-Kyrrahafi, sem einnig eru í útrýmingarhættu.

Stofnstærð sléttbaksins í Norður-Atlantshafi var metin 480 dýr árið 2010. Eftir það hefur sléttbökum fækkað og var heimsstofninn metinn um 465 dýr árið 2015. Á síðustu árum virðist svo sem sléttbökum hafi fækkað enn meira, meðal annars vegna hjáveiða og árekstra við skip.

Sléttbakur gerði sér ferð í Faxaflóa síðasta sumar.
Sléttbakur gerði sér ferð í Faxaflóa síðasta sumar. Ljósmynd/Guðlaugur Ottesen Karlsson

Rúmlega eitt prósent stofnsins drepist í júnímánuði

Fjörutíu ára hvalkýr, sem hafði borið að minnsta kosti átta kálfa á lífsleið sinni, fannst fljótandi í St. Lawrence-flóa þann 20. júní. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda til að hún hafi drepist eftir árekstur við skip.

Þegar hafði níu ára hvalur fundist dauður á sama svæði í byrjun mánaðarins. Tveir hvalir til viðbótar fundust að kvöldi þriðjudags, annar 34 ára og hinn 11 ára, sem var við það að ná kynþroska. Fimmti hvalurinn, 16 ára hvalkýr, fannst dauð við Anticosti-eyju í Quebec á miðvikudag. Sá sjötti sást svo fljótandi undan Gaspé-tanga, einnig í Quebec, í eftirlitsflugi í gær.

Flutningamálayfirvöld í Kanada hafa í kjölfar þessara fregna sett í gildi hraðatakmörkun í St. Lawrence-flóa, sem takmarkar hraða skipa við 10 hnúta. Sextán þúsund ferkílómetra svæði hefur einnig verið lokað fyrir veiðum í atvinnuskyni.

Yfirvöld virðast telja að ekki dugi minna til, eftir að eitt prósent af áætlaðri stærð stofnsins hefur drepist á minna en mánuði.

Vísindamenn hafa áður reiknað út þann fjölda sléttbaka sem mætti drepast á hverju ári án þess að stofninn myndi þar með minnka. „Sá fjöldi er núll, komma níu,“ segir Sarah Sharp, hjá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum.

„Tegundin getur ekki borið svona mikið tjón. Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að tegundin muni algjörlega deyja út í mjög náinni framtíð.“

Sundurtættir og höfuðkúpubrotnir

Líklegt þykir að hvalirnir hafi ekki drepist af náttúrulegum orsökum. Enginn þeirra var nærri þeim 80-100 ára aldri sem sléttbakar eiga yfirleitt að geta náð. Sharp og kollegar hennar birtu enda skýrslu í síðustu viku, þar sem greind voru gögn yfir þá sjötíu sléttbaka sem fundist hafa dauðir frá árinu 2003.

Af þeim 43 tilfellum þar sem hægt var að finna út orsakir þess að viðkomandi hvalur drapst, mátti rekja 38 til aðeins tveggja ástæðna - til áreksturs við skip annars vegar og flækju í veiðarfærum hins vegar.

Sex af hvölunum 43 voru höfuðkúpubrotnir eftir árekstur við skip. Þrír höfðu brotna mænu og sex til viðbótar voru sundurtættir eftir skipsskrúfu. Á einn kálf vantaði allan sporðinn. Ein hvalkýr virtist hafa lifað af árekstur við skipsskrúfu, en fjórtán árum síðar þegar hún var kálffull rifnuðu örin í sundur og ollu banvænni sýkingu.

Spurning um velferð dýra

Engu minni kvalir líða þeir hvalir sem flækjast í veiðarfærum skipa. Reipin éta sig smám saman inn í bægsli, sporð, höfuð og jafnvel skíðin sjálf í munni þeirra. Í einu tilfelli hafði lína rifið blástursop hvals sem líklega skerti getu hans til öndunar eða kom í veg fyrir að hann gæti haldið vatni frá lungunum er hann kafaði.

„Þetta er ekki bara spurning um varðveislu stofnsins. Þetta er spurning um velferð dýra,“ segir Sharp og bætir við að hvalir séu víðs fjarri daglegu lífi fólks, sem sjái þá þar af leiðandi ekki þjást.

„Þetta er ekki köttur eða hundur sem gengur niður götuna með þessa hræðilegu áverka. En það er mikilvægt fyrir fólk að skilja hversu slæmt þetta er.“

Umfjöllun Atlantic

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 22.11.24 538,11 kr/kg
Þorskur, slægður 22.11.24 560,82 kr/kg
Ýsa, óslægð 22.11.24 347,10 kr/kg
Ýsa, slægð 22.11.24 257,15 kr/kg
Ufsi, óslægður 22.11.24 197,29 kr/kg
Ufsi, slægður 22.11.24 282,11 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 22.11.24 231,97 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 22.11.24 127,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.11.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 1.657 kg
Ýsa 1.454 kg
Ufsi 9 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 3.126 kg
22.11.24 Kristján HF 100 Lína
Ýsa 132 kg
Þorskur 123 kg
Keila 27 kg
Ufsi 13 kg
Steinbítur 7 kg
Samtals 302 kg
22.11.24 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 382 kg
Ýsa 259 kg
Samtals 641 kg

Skoða allar landanir »