Gunnar heiðraður á Fiskideginum mikla

Skipstjórinn fengsæli Gunnar Arason og Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri …
Skipstjórinn fengsæli Gunnar Arason og Svanfríður Inga Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð sem sér um utanumhald heiðrunarinnar. Ljósmynd/ Bjarni Eiríksson

Gunnar Arason, fyrrverandi skipstjóri, var heiðraður á Fiskidaginn mikla fyrir framlag sitt til sjávarútvegs og farsælan skipstjóraferil með skip frá Dalvík.  

Fiskdagurinn mikli hefur heiðrað einstaklinga, hópa eða tímabil tengdu sjávarútveginum frá því hátíðin var haldin í fyrsta skipti fyrir 19 árum síðan. Líkt og fyrri ár var viðurkenningin gripur smíðaður og hannaður af Jóhannesi Hafsteinssyni frá Miðkoti Dalvík sem gerir það líkt og margt annað í „anda Fiskidagsins í sjálfboðavinnu með bros á vör“ að því er segir í tilkynningu.

Gunnar „varð skipstjóri hjá útgerð Aðalsteins Loftssonar á Dalvík árið 1963, þá aðeins 22 ára gamall, fyrst með Baldvin Þorvaldsson EA 24 og síðan Loft Baldvinsson EA 124. Árið 1968 tók hann við nýju og glæsilegu skipi, Lofti Baldvinssyni EA 24. Síldin hafði þá breytt göngu sinni frá hefðbundnum miðum íslenskra fiskiskipa. Hinu nýja skipi var þá um haustið haldið til veiða í Norðursjónum og náði á stuttum tíma frábærum árangri við síldveiðar þar og frágang aflans, sem tryggði þeim hæstu verð. Það varð með öðru til þess að Loftur Baldvinsson EA 24 var um árabil með mestu verðmæti allra íslenskra fiskiskipa.  Gullaldarár skipsins voru þegar best gekk í Norðursjónum á árunum 1970 til 1975.“

Flestir skipverjar á Lofti Baldvinssyni voru frá Dalvík og „er stundum talað um það að heil gata hafi meira og minna verið byggð einbýlishúsum skipverja á Lofti á þessum árum.

Aukin verðmæti vegna gæða aflans urðu aðall áhafnar Lofts Baldvinssonar og þar fór skipstjórinn fremstur meðal jafningja,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.11.24 554,12 kr/kg
Þorskur, slægður 4.11.24 476,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.11.24 307,15 kr/kg
Ýsa, slægð 4.11.24 311,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.11.24 258,09 kr/kg
Ufsi, slægður 4.11.24 266,57 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 4.11.24 315,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.11.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.757 kg
Ýsa 2.726 kg
Skarkoli 268 kg
Skrápflúra 231 kg
Langlúra 55 kg
Þykkvalúra 10 kg
Langa 6 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 6.060 kg
4.11.24 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 4.027 kg
Ýsa 2.584 kg
Steinbítur 83 kg
Karfi 8 kg
Keila 3 kg
Langa 3 kg
Samtals 6.708 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.11.24 554,12 kr/kg
Þorskur, slægður 4.11.24 476,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.11.24 307,15 kr/kg
Ýsa, slægð 4.11.24 311,13 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.11.24 258,09 kr/kg
Ufsi, slægður 4.11.24 266,57 kr/kg
Djúpkarfi 17.10.24 124,11 kr/kg
Gullkarfi 4.11.24 315,00 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.11.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 2.757 kg
Ýsa 2.726 kg
Skarkoli 268 kg
Skrápflúra 231 kg
Langlúra 55 kg
Þykkvalúra 10 kg
Langa 6 kg
Karfi 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 6.060 kg
4.11.24 Skúli ST 35 Línutrekt
Þorskur 4.027 kg
Ýsa 2.584 kg
Steinbítur 83 kg
Karfi 8 kg
Keila 3 kg
Langa 3 kg
Samtals 6.708 kg

Skoða allar landanir »