Tengir makríldeiluna við EES

Chris Davies, þingmaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á þingi Evrópusambandsins …
Chris Davies, þingmaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi á þingi Evrópusambandsins og formaður sjávarútvegsnefndar þingsins. Ljósmynd/Evrópuþingið

Vegna aðild­ar Íslands að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) er hægt að ætl­ast til þess að Íslend­ing­ar eigi í nánu sam­starfi við Evr­ópu­sam­bandið varðandi verðar á mak­ríl. Þetta seg­ir Chris Davies, þingmaður Frjáls­lyndra demó­krata á þingi sam­bands­ins og formaður sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar þings­ins, í sam­tali við mbl.is.

Davies hef­ur farið hörðum orðum að und­an­förnu um þá ákvörðun ís­lenskra stjórn­valda að setja sér ein­hliða mak­ríl­kvóta í ís­lensku efna­hagslög­sög­unni og auka hann. Hef­ur hann sagt ákvörðunin til marks um græðgi og ábyrgðarleysi. Þá hef­ur hann ít­rekað tengt aðild Íslands að EES-samn­ingn­um við mak­ríl­deil­una.

Þannig sagði Davies eft­ir fund með full­trú­um sjó­manna á Hjalt­lands­eyj­um á dög­un­um að ákvörðun Íslend­inga væri ekki fram­ganga vinaþjóðar svo ekki væri talað um aðild­ar­rík­is að EES. Í Morg­un­blaðinu í dag er haft eft­ir þing­mann­in­um að þó Ísland væri sjálf­stætt strand­ríki væri það einnig aðili að EES-samn­ingn­um.

Davies seg­ir að um­mæli hans séu fyrst og fremst birt­ing­ar­mynd von­brigða með Ísland. Þó Íslend­ing­ar væru ekki í Evr­ópu­sam­band­inu tækju þeir upp mikið af reglu­verki sam­bands­ins. Von­brigði hans sneru að því að Ísland virt­ist hafa snúið baki við sam­starfs­ríkj­um sín­um þegar kæmi að sjálf­bær­um veiðum.

Hins veg­ar hlakkaði hann til þess að heyra sjón­ar­mið ís­lenskra emb­ætt­is­manna á óform­leg­um fundi í Brus­sel á þriðju­dag­inn í næstu viku. Komið hef­ur fram að Davies muni funda með fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins dag­inn eft­ir þar sem hann ætli að kalla eft­ir því að gripið verði til refsiaðgerða gegn Íslandi ef þess þurfi.

Spurður í hverju mögu­leg­ar refsiaðgerðir kunni að fel­ast og hvort þær muni þá hugs­an­lega tengj­ast aðild Íslands að EES-samn­ingn­um með ein­hverj­um hætti í ljósi um­mæla hans svar­ar Davies því til að hann eigi von á því að leggja spurn­ing­ar þess eðlis fyr­ir full­trúa fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar á fund­in­um eft­ir rúma viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 567,54 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 429,06 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 337,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Steinbítur 109 kg
Þorskur 90 kg
Skarkoli 8 kg
Keila 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 215 kg
1.4.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.456 kg
Samtals 3.456 kg
1.4.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 879 kg
Ufsi 287 kg
Karfi 183 kg
Samtals 1.349 kg
1.4.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 327 kg
Samtals 327 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.4.25 567,54 kr/kg
Þorskur, slægður 1.4.25 722,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.4.25 429,06 kr/kg
Ýsa, slægð 1.4.25 421,86 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.4.25 161,04 kr/kg
Ufsi, slægður 1.4.25 267,67 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 1.4.25 337,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.4.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Steinbítur 109 kg
Þorskur 90 kg
Skarkoli 8 kg
Keila 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 215 kg
1.4.25 Tjálfi SU 63 Þorskfisknet
Þorskur 3.456 kg
Samtals 3.456 kg
1.4.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 879 kg
Ufsi 287 kg
Karfi 183 kg
Samtals 1.349 kg
1.4.25 Björgúlfur EA 312 Botnvarpa
Karfi 327 kg
Samtals 327 kg

Skoða allar landanir »

Loka